Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 62
Minnisblað Guðna Bragasonar sendifull- trúa um fund hans og Helga Ágústssonar sendiherra í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu 18. mars 2003 er stórmerkilegt plagg. Þar kemur fram, svo að varla verður um villst, að ástæðan fyrir því að Ísland var sett á lista þeirra þjóða sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak var einföld. Stuðning- urinn var seldur. Uppsett verð var að horfið yrði frá fyrirætlunum Bandaríkjamanna um að hverfa á brott með herlið sitt frá Miðnes- heiði. Hún hefur verið lengi á kreiki kenningin um að nákvæmlega þetta atriði hafi vegið þyngst þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgríms- son, þáverandi utanríkis- ráðherra, ákváðu upp á sitt eindæmi að Ísland yrði á lista hinna viljugu þjóða. Birting Fréttatímans á minnisblaðinu skýrir þá mynd til muna. Komið hefur fram í heimspressunni að stjórn George W. Bush vílaði ekki fyrir sér að beita fjölbreytt- um aðferðum við að safna nöfnum á lista hinna viljugu þjóða og líka hitt, að þjóðirnar hafi hreint ekki allar verið sérlega viljugar. Hótanir og mútur eru meðal orða sem notuð hafa verið um aðfarir bandarískra stjórnvalda. Það sem haft er eftir hinum háttsetta bandaríska embættismanni í minnisblaði Guðna staðfestir að minnsta kosta hluta þessara lýsinga: „... Bandaríkja- stjórn áttaði sig vel á því að stuðningur ríkja við aðgerðirnar væri nokkru verði keyptur“, stendur þar skrifað af diplómatinum sem hefur enga ástæða til að setja spuna til eða frá á málið, heldur færir það til bókar eins og það kom af skepnunni. En ólíkt sumum öðrum þjóðum sátu Íslendingar ekki undir hótunum, heldur voru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar í kaup- skap með stuðning við árásarstríð í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, til að freista þess að halda banda- rískri herstöð í landinu. Með því allra magnaðasta í minnis- blaðinu eru orð íslenska sendiherrans um að „Ísland gæti orðið skotmark hryðju- verkamanna vegna stuðningsins“. Í sam- hengi við innihald minnisblaðsins er erfitt að skilja þetta á annan veg en þann að ís- lensk stjórnvöld hafi beinlínis ákveðið að kalla þessa hryðjuverkaógn yfir landið svo að erfiðara væri að fara með herinn burt. Það dugði auðvitað skammt. Herinn var farinn þremur árum síðar. Það er ógnvænleg tilhugsun að íslenskir ráðamenn hafi gert þjóðina að þátttakanda í innrás í land í annarri heimsálfu – þar sem meira en hundrað þúsund menn, kon- ur og börn hafa farist – og fært landið inn á radar mögulegra hryðjuverkamanna í þeim tilgangi að verja óbreytt atvinnuástand á Reykjanesi. 38 viðhorf Helgin 26.-28. nóvember 2010 Vera Íslands á lista hinna viljugu þjóða Myndin skýrist Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is É g hef komið til Suður-Kóreu. Ég hef raunar einnig heim-sótt Taívan. Löndin eiga það sameiginlegt að eiga einhvers konar systurríki sem eru verri út- gáfur af þeim sjálfum. Taívan kall- ar sjálft sig „Lýðveldið Kína“ og er þannig séð arftaki þess ríkis sem finna mátti á meginlandinu áður en kommúnistarnir tóku völdin. Það ríki var raunar ekkert spes, en hins vegar hafa Taívanar fetað góðan veg undanfarna áratugi. Taívan er þann- ig lýðræðisleg útgáfa af Kína. Vafasami eldri bróðirinn Suður-Kórea á einnig vont systur- ríki, sem er Norður-Kórea. Saman- burður á þessum systkinapörum leiðir auðvitað í ljós að þau eru æði ólík. Kína er margfalt stærra en Taívan. Suður-Kórea er helmingi stærra en Norður-Kórea. Kína hef- ur á undanförnum áratugum risið hratt sem viðskiptaveldi með til- heyrandi lífskjarabótum fyrir íbúa þess. Norður-Kóreumenn eru í al- gjöru rugli. Það má því kannski segja að Al- þýðulýðveldið Kína sé eins og vafa- sami eldri bróðirinn sem klæðir sig smekklega, ávarpar menn kurteisis- lega, en menn vilja samt ekki fá upp á móti sér. Norður-Kórea er hins vegar eins og ungi bróðirinn sem hefur alltaf verið til vandræða og er nú kominn í dópið. Vælir út pening til að eiga fyrir næsta skammti og lemur fólk. Í fljótu bragði virk- ar utanríkisstefna Norður-Kóreu á eft- irfarandi hátt: Menn væla út pening fyrir mat til að byggja upp her sem þeir nota til að kúga út meiri pening til að byggja upp meiri her. Á meðan búa íbúarnir við óþurftarbúskap sem er sagður sjálfs- þurftarbúskapur. Þeir búa við kúgun, ofbeldi og heila- þvott. Formlegur leiðtogi ríkisins er dauður gaur, Kim Il Sung, faðir núverandi leiðtoga. Þetta hefur ver- ið kallað necrocracy á ensku; ríki sem er stjórnað af hinum dauðu. Líkræði. ... og stóri pottþétti bróðirinn Ég hef hitt nokkra sem heimsótt hafa þetta undarlega samfélag og lesið þó nokkrar frásagnir af þaul- skipulögðum ferðum þangað þar sem fulltrúar stjórnvalda fylgja mönnum hvert fótmál. Það skoplega er að jafnvel kínverskum gestum slíkra ferða finnst þeir vera staddir í hugmyndafræðilegu og efnahagslegu Ár- bæjarsafni. Samt skorar Kína ekki beint toppeinkunn á lýðræðis- og mann- réttindaprófinu. Það er raunar ákveðin huggun að vita að af frásögnum þeirra Norður-Kór- eumanna sem flúið hafa land má merkja að margir átti sig á að þeir búi í ömur- legu ríki. Frelsisþrá sumra verður ekki kæfð, jafnvel með óhóf legu magni kjaftæðis. Allir íbúar þessa glataða ríkis ættu að eiga fulla samúð okkar og við skulum vona að þau muni dag einn vakna; ef ekki í lýðræðisríki þá alla vega í „venjulegu“ harðstjórnar- ríki. Sem er ekki súrrealískt í mann- vonsku sinni. Stóri pottþétti bróðirinn, Suður- Kórea, á auðvitað að halda að sér höndum og ekki láta hafa sig út í eitthvert rugl. Styrjöld er það síð- asta sem fólkið á þessum skaga þarf. En við skulum samt vera skýr í því með hverjum við stöndum. Það er nefnilega þannig að oft þegar tveir deila, þá hefur annar einfald- lega rétt fyrir sér. Átökin á Kóreuskaga Vondi tvíburinn Pawel Bartoszek stærðfræðingur Fært til bókar Hvað með skotapilsin? Fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur alþingismanns til Ögmundar Jónassonar dóms- og mannréttindaráð- herra um það hvort hann telji rétt að banna búrkur vakti athygli. Haft var eftir Þorgerði Katrínu að hún væri þeirrar skoðunar að banna bæri þennan búnað kvenna. Salmann Tamini, formaður Félags múslíma á Íslandi, svaraði þing- manninum og sagði téðan búnað ekki part af íslam heldur hluta af hefðum í ríkjum eins og Sádi-Arabíu og Afgan- istan. Því væri um mannréttindamál að ræða, fólk ætti að fá að klæða sig eins og því sýndist. Salmann spurði síðan hvort afklæða ætti ferða- menn sem kæmu hing- að með búrkur. Með smá snúningi má einnig velta því fyrir sér hvernig taka eigi á Skotum í pilsum og Færeyingum með skott- húfur. Handlama og heiladauðir Björgvin Þorsteinsson, lögmaður hjónanna á meðferðarheimilinu Árbót, lét ekki deigan síga í málflutningi í þeirra þágu. Hjónin fengu 30 milljóna greiðslu frá ríkinu, svo sem frægt er orðið, en frá því í janúar sendi Björgvin nær 40 tölvu- pósta til félagsmálaráðuneytisins, flesta til skrifstofustjórans Einars Njálssonar, að því er Vísir greindi frá. Ekki er að sjá að lögmaðurinn hafi mikla trú á kerfinu. „Er málið algerlega frosið,“ skrifar hann í mars. Í júní er honum farið að leiðast þófið og segir: „Sæll Einar. Hann er líklega ekki hraðlæs aðstoðarmaðurinn. Er ekki rétt að lesa þetta fyrir hann?“ Ekki eykst álitið í júlí. Þá segir Björgvin í pósti til Einars: „Sæll Einar. Eru flestir heiladauðir í þessum ráðuneytum? Nú á að vera búið að borga að hluta til sam- kvæmt samkomulaginu en það fæst ekki undirritað. Er nokkur möguleiki að þetta klárist í tíð þessarar stjórnar? Þegar haustar, þ.e. í október, er skotið fast á ráðherrann en í pósti til Einars segir Björgvin: „Sæll Einar. Er nokkuð að frétta af hinum handlama ráðherra vel- ferðarmála? M Einbýlishúsalóðir í Akralandi til sölu Tilboðsfrestur er til 8. desember 2010 kl.12.00 og skulu tilboðin berast til skrifstofu Auðar Capital hf. Borgartúni 29, 105 Reykjavík, merkt ,,Akraland” Góðakur 2. Landnr. 187240. Lóðin er óhreyfð og selst án gatnagerðar- gjalda. Gatnagerðargjöld eru skv. gjaldskrá Garðabæjar Gullakur 3. Fastanr. 230-5333. Samþykkt er að byggja um 390 fm einbýlishús á lóðinni en búið er að reisa sökkla og stoðveggi. Gatnagerðargjöld af húsinu eru þegar greidd. Lóðirnar eru í eigu kröfuhafa sem leystu þær til sín á nauðungaruppboði þann 8. október sl. Lóðirnar seljast eins og þær eru og eru bjóðendur hvattir til að kynna sér þær með skoðun. Auður Capital óskar eftir tilboðum í einbýlis- húsalóðir í Akralandi. Um er að ræða tvær lóðir í nýju og eftirsóknarverðu hverfi í Garðabæ. Nánari upplýsingar veitir: Friðjón Sigurðarson fridjon@audur.is sími: 585 6500 Borgartún 29 I s. 5856500 I www.audur.is Stuðningurinn var seldur. Uppsett verð var að horfið yrði frá fyrirætlunum Bandaríkjamanna um að hverfa á brott með herlið sitt frá Miðnesheiði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.