Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 79
tíska 55 Helgin 26.-28. nóvember 2010
að finna sér klæðnað í Kola-
portinu. „Buxurnar fann ég
neðst í einhverjum kassa
sem ég rótaði í. Flottur
litur og ágætlega vel með
farnar. Beltið fylgdi með
og þetta sett kostaði mig
500 krónur,“ segir Magnús
og lítur niður á buxurnar.
„Svo sá ég þessa úlpu og
ákvað strax að þetta væri
eitthvað fyrir mig. Hún
virtist hlý og vel með farin.
Hún kostaði 2.000 krónur.
Skóna og peysuna fann ég
á sama stað. Þetta er bæði
lítið notað og ekki á hverju
strái sem maður finnur
svona góða gönguskó á
lágu verði. Saman kostaði
þetta 4.000 krónur.“
Margrét átti ekki eins
auðvelt með að finna sér
samsetningu á fötum.
Miklu meira úrval er
af kvenmannsfötum og
þræddi hún gegnum hvern
básinn af öðrum. „Eftir
góða leit fann ég notaða
rúllukragapeysu á 300
krónur. Ég varð ástfangin
af litnum þegar ég sá hana,“
segir Margrét og hlær. „Ég
hef verið lengi að leita að
leðurstuttbuxum og var
frekar hissa þegar ég fann
þær þarna inni á milli. Ég
náði að prútta verðið í 500
krónur, sem ég kalla frekar
gott verð fyrir svona fínar
stuttbuxur. Sokkabuxurnar
fann ég nýjar á 600 krónur
og þessir skór sem ég fann
eru mjög lítið notaðir og
kostuðu 2.500 krónur. Mjög
flottir!“
Hár í öllum regn-
bogans litum
Söngkonan Nicki Minaj gerði samn-
ing við snyrtivörufyrirtækið M.A.C.
fyrir skömmu. Í dag, föstudaginn
26. nóvember, kemur á markaðinn
varalitur hannaður af söngkonunni
undir heitinu „Bleikur föstudagur“.
Nýjasta plata Nicki, sem mun koma
út á næstu dögum, mun bera sama
nafn. Á þriðjudaginn var kynnti hún
nýja varalitinn sinn á Times Square
þar sem metfjöldi var mættur og
fagnaði söngkonunni þegar hún
birtist í límósínu íklædd leðurkjól,
hnésíðum pels og með hárið litað í
öllum regnbogans litum.
Andlit
Versace
Mad Men-leikkonan January
Jones mun feta í fótspor
Madonnu, Halle Berry og
fleiri stjarna og verða andlit
Versace-tískurisans. Dona-
tella Versace, eigandi fyrir-
tækisins, og leikkonan hafa
verið vinkonur lengi og bað
Donatella hana um þennan
greiða. Talsmaður leikkon-
unnar hefur staðfest að hún
muni taka þátt í herferðinni
fyrir vorlínuna 2011.
Alltaf staðið við Laugaveginn
„Verslunin Eva var stofnuð árið
1970 af þeim Mörtu og Þórarni og
var fyrst á Laugavegi 28. Verslunin
er órjúfanlegur partur af Lauga-
veginum og hefur staðið þar á fjór-
um stöðum og enn finnst mér að
hún eigi einungis heima á Lauga-
veginum. Nú hefst nýr kafli og hún
er næstum því á sama stað og hún
var fyrst til húsa. Verslunin hefur
verið flutt ofar og ofar í gegnum
tíðina og nú er tímabært að flytja
hana aftur nánast þangað sem hún
fæddist. Þetta fer í hringi!” segir
Svava og hlær. ,,En nú eru breyttir
tímar og þetta verður stærsta og
ein glæsilegasta verslun Evu frá
upphafi. Það er gaman að segja
frá því að frábært starfsfólk innan
NTC hefur unnið að útliti þessarar
verslunar. Við erum öll mjög glöð
með þetta – góð tilfinning.