Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 80
56 tíska Helgin 26.-28. nóvember 2010 É g á bara eftir að klára nokkr-ar einingar til stúdents-prófs, sem ég klára núna í desember, og þá get ég farið að ein- beita mér alveg að fatahönnun. Það er mín köllun, býst ég við,“ segir Marta og hlær. „Planið eftir stúd- entinn er svo að vinna í alla vega hálft ár hjá símafyrirtækinu Nova og búa til möppu með hönnuninni minni samhliða því.“ Til að byrja með hóf Marta nám í Fjölbrautaskóla Garðabæjar á félagsfræðibraut. Á öðru ári ákvað hún svo að taka nokkrar einingar í fatahönnun til að fylla upp í þær einingar sem hana vantaði. Þá varð ekki aftur snúið. „Ég heillaðist svo af fatahönnuninni og fann að þetta var fyrir mig. Fólk misskilur oft hvað felst í þessu. Við erum ekki að sníða og sauma allan daginn, mjög fjölbreytilegt nám. Í einum áfanganum vorum við til dæmis í smíðum. Það var áhugavert. Svo lærum við um alls konar hönnun, markaðsfræði og textílfræði, allt til að koma sér áfram. En þetta nám byggist samt mest á rannsóknar- vinnu. Skoða fatnað og efni, klippa út og hugmyndaflæðið þarf að vera rosalega mikið.“ „Í lok síðustu annar héldum við útskriftará- fanginn rosalega tískusýningu með okkar hönnun. Hver og einn valdi sér ákveðið þema og vann út frá því alla önnina. Mitt þema var gegnsæ, víð föt sem ég vann með á alls konar hátt. Ég myndi vilja leggja þannig klæðnað fyrir mig. Mjög hrifin af því.“ Marta hefur nú lokið við alla þá verklegu áfanga sem skólinn býður upp á og situr sveitt yfir bókunum. Hún stefnir á að klára stúdentinn með pomp og prakt í næsta mánuði. „Þótt ég sé búin með verklegu áfangana er nú ekki þar með sagt að ég hafi lagt saumavélina niður. Þvert á móti, ég sauma mikið fyrir mig og vini mína. Hettur, trefla og annan klæðnað. Svo er ég að vinna að mögnuðum útskriftarkjól á sjálfa mig. Hann er úr velúrefni, þröngur, mjög venjulegur að framan og opinn í bakið.“ Innblásturinn leitar til mín Marta segist ekki vita neitt skemmtilegra en að sitja við saumavélina og sjá framtakið og markmiðið verða að veruleika. „Þegar ég fæ eitthvað í kollinn þá framkvæmi það. Og þegar ég byrja, þá get ég ekki hætt. Inn- blástur fæ ég af ljósmyndum og fólki sem ég sé alls staðar í kring. Eiginlega allt sem augað grípur. Kannski er það samt meira að inn- blásturinn leiti til mín. Eins og  fatahönnunarneminn marta rún Dreymir stórt og hefur fulla trú á sjálfri sér Marta Rún Ársælsdóttir er fatahönnuður á framabraut og útskrif- aðist úr fatahönnunardeild Fjölbrautaskólans í Garðabæ síðastliðið vor. Hún klárar stúdentinn nú í desember, er með fulla vasa af draumum og ætlar að leggja undir sig heiminn. Bjóðum kjósendum til samtals við okkur í hádeginu í dag um málefni stjórnlagaþings. Verðum á Kaffi Sólon að Bankastræti kl. 12-13. Föstudagur 26. nóvember 6153 Sigríður Dögg Auðunsdóttir Kynningarstjóri Hildigunnur Sverrisdóttir Arkitekt 2193 Eiríkur Bergmann Einarsson Doktor í Stjórnmálafr. 3238 KOSNINGAR TIL STJÓRNLAGAÞINGS Fæst í flestum matvöruverslunum En gi fe rjó la öl Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur 2413 Ég stefni á að verða stór og fræg og að allir þekki nafnið mitt.” Marta Rún „Þegar ég fæ eitthvað í kollinn þá framkvæmi það. Og þegar ég byrja, þá get ég ekki hætt.“ Sýnishorn af fatahönnun Mörtu Rúnar. þegar maður vafrar á netinu og sér einhverja stelpu í flottum kjól. Það er upphafið að verkinu og ég geri það að mínu. Ég reyni sem oftast að hafa skissubók meðferðis svo að ég geti fangað hverja einustu hugmynd sem ég fæ. Mikilvægt í þessu ferli. Hugmyndavinnan.“ Marta vill ekki ennþá skilgreina sig sem fatahönnuð. Henni finnst hún þurfa aðeins meiri menntun til þess. „Þrátt fyrir alla þá sauma- og hönnunarvinnu sem ég hef unnið með skólanum tel ég mig ekki hafa stofnað mína eigin fatalínu. Með árunum fer það að gerast og þá mun ég líklega nota öll mín gögn og snið sem ég hef gert.“ Ísland of lítið fyrir mig Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er með mjög gott undirbúningsnám fyrir hönnunarskóla erlendis. Skólinn fer sífellt stækkandi og fleiri sem hafa áhuga á þessu. Ekki bara fyrir fram- tíðarhönnuði, heildur einnig fyrir þá sem vilja bara læra að sauma og kunna eitthvað fyrir sér. ,„Í skólanum er frábærir kennarar og mórallinn enn betri. Við erum öll rosalega náin, enda alltaf sömu krakkarnir saman í tímum.“ Marta á sér stóra drauma og ætlar ekki að láta neitt hindra sig í því sem hún vill taka sér fyrir hendur. „Mig dreymir stórt og hef trú á sjálfri mér. Ég stefni á að verða stór og fræg og að allir þekki nafnið mitt. Held svei mér þá að Ísland sé of lítið fyrir mig. En þetta er rosalega harður heimur sem við búum í og ég veit að það þýðir ekkert annað en að vinna hörðum höndum til þess að koma sér á fram- færi. Það er það sem ég ætla að gera. Ekkert kemur af sjálfu sér.“ Framhaldsnám mikilvægt Marta telur framhaldsnám í fata- hönnun mjög mikilvægt og vill bæta ofan á þá grunnþekkingu sem hún hefur. „Ég sé mig mögulega fyrir mér í háskóla, annaðhvort í Bandaríkj- unum eða einhvers staðar í Evrópu. Ekki í Listaháskólanum hérna heima. Finnst ég þurfa að fara þangað sem almennileg þekking er á þessu sviði og þá finnst mér nauðsynlegt að leita erlendis. Flestir af okkar flottustu fatahönnuðum lærðu úti. Stein- unn Sigurðardóttir og Una Hlín eru gott dæmi um það. Þær eru að gera gríðarlega góða hluti eftir að hafa lært erlendis. Í fyrra fór ég til Bandaríkjanna í forvitnaðist aðeins um háskóla, bæði í New York og Boston, og leist gríðar- lega vel á þá. En þetta nám kostar náttúrlega sitt, sérstaklega í Banda- ríkjunum. Spurningin er hvort það mun nokkuð stoppa mig,“ segir Marta alvarleg. kolbrun@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.