Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 86
62 bíó Helgin 26.-28. nóvember 2010
Þ essar drottningar hafa báðar sýnt að þær eru jafnvígar á spennu,
hrylling, drama og grín og nú
mætast þær í gamanmyndinni
You Again þar sem Sigourney
Weaver hefur yfirhöndina, í
það minnsta til að byrja með.
Í myndinni leikur Jamie Lee
Curtis hana Gail sem fer ásamt
dóttur sinni, Marnie, að heim-
sækja tilvonandi tengdafjöl-
skyldu sonar síns rétt áður en
hann gengur upp að altarinu
með sinni heittelskuðu.
Marnie átti erfitt uppdráttar í
æsku, var álkulegur klaufi sem
varð fyrir einelti og ofsóknum
sætu stelpnanna sem sýndu
henni enga miskunn. Nú er hún
hins vegar orðin glæsileg ung
kona í fínu starfi. Henni er illa
brugðið þegar hún kemst að því
að heitkona bróður hennar, Jo-
anna, er aðal eineltispúkinn úr
skólanum. Joanna tekur Mar-
nie opnum örmum og virðist
ekki muna neitt eftir ömurlegri
fortíð þeirra en sú síðarnefnda
er nú ekki á því að sleppa bróð-
ur sínum í hjónaband án þess
að gera upp gömul mál og ná
fram hefndum.
Móðir hennar er ekki eins
æst yfir þessu en það breytist
heldur betur þegar Sigourney
Weaver mætir í öllu sínu veldi
sem Ramona, frænka brúð-
arinnar. Þær Ramona elduðu
nefnilega grátt silfur á skóla-
árum sínum þar sem Gail var
í sporum dóttur sinnar og
lögð í einelti af Ramonu. Þeg-
ar mæðgurnar standa báðar
frammi fyrir erkióvinum sínum
æsast leikar og enn eina ferð-
ina sannast hið fornkveðna að
köld eru kvennaráð. Uppgjör
er vitaskuld óhjákvæmilegt
með tilheyrandi bægslagangi
og átökum.
Sigourney Weaver er 61 árs
og hefur komið víða við á glæst-
um ferli þótt þekktust sé hún
fyrir túlkun sína á geimfaran-
um Ellen Ripley sem hitti fyrst
fyrir ógurlega ófreskju í Alien
eftir Ridley Scott. Þegar James
Cameron tók við af Scott og
gerði Aliens steig Weaver fram
sem fullskapað hörkutól. Leiðir
hennar og Camerons lágu svo
síðast saman í Avatar. Weaver
hefur einnig tekið góða spretti
í spennumyndum á borð við
Eyewitness og Copycat og sýnt
að hún er með húmorinn í lagi
í Ghostbusters-myndunum og
Working Girl á móti Harrison
Ford og Melanie Griffith.
Jamie Lee Curtis er níu
árum yngri en Weaver, dóttir
leikaraparsins Janet Leigh og
Tony Curtis. Móðir hennar er
ekki síst fræg fyrir að hafa farið
öskrandi til heljar úr sturtunni
í Psycho og dóttirin fetaði svip-
aðar slóðir þegar hún landaði
aðalhlutverkinu í Halloween
eftir John Carpenter árið 1978.
Sú mynd markaði upphafið á
löngum ferli Jamie Lee sem
hefur, rétt eins og Weaver,
unnið með James Cameron
þegar hann leiddi þau Arnold
Schwarzenegger saman í True
Lies. Hún tók annan hryllings-
sprett fyrir Carpenter í The
Fog árið 1980 og sýndi styrk
sinn sem gamanleikkona í
Trading Places með þeim Dan
Akroyd og Eddie Murphy á ní-
unda áratugnum og ekki síður
í A Fish Called Wanda á móti
John Cleese nokkrum árum
síðar.
Aðrir miðlar: Imdb: 5,3/10, Rotten
Tomatoes: 18%, Metacritic: 29/100
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
B æ k u r n a r u m galdrastrákinn Harry Potter eru
sjö talsins en hádrama-
tískt lokabindið er svo
mikið að vöxtum og margt
sem þar gengur á að
ákveðið var að deila inni-
haldinu á tvær bíómyndir.
Og nú er sú fyrri komin
og er það vel lukkuð að
flestir bíða líklega spennt-
ir eftir síðustu myndinni –
jafnvel þótt rúmlega hálf
heimsbyggðin viti upp á
sína tíu fingur hvernig
ósköpin enda.
Harry Potter-myndirn-
ar eru misskemmtilegar
og -spennandi en allar
hafa þær staðið fyrir sínu
og þessi gerir það líka
þótt hún gefi því besta
sem gert hefur verið hing-
að til nokkuð eftir.
Allir helstu leikararn-
ir fara í gegnum rullur
sínar af gömlum vana og
standa sig almennt með
prýði. Bókin segir flókna
og mikla sögu og spenn-
an magnast eftir því sem
lokauppgjör góðs og ills
færist nær. Þessi fyrri
bíómynd líður óneitanlega
fyrir það og þótt regluleg-
ar flugeldasýningar haldi
áhorfendum við efnið
dettur myndin aðeins nið-
ur um miðbikið. Harry og
vinir hans tveir eru mikið
á vergangi og göngutúr-
inn þeirra teygist nokkuð
á langinn en maður þolir
þetta allt áreynslulítið
vegna vitneskjunnar um
að þau eru á leið í magnað-
an lokabardaga sem get-
ur varla annað en tryggt
aðdáendum Potters frá-
bæra skemmtun næsta
sumar.Þórarinn Þórarinsson
Rölt í átt að endalokum
you AgAin: Stórveldi mætASt
Stórveldin Sigourney Weaver og Jamie Lee Curtis mætast í gamanmyndinni You Again og allt verður brjálað.
Öskurdrottning mætir
geimverubana
Leikkonurnar Sigourney Weaver og Jamie Lee Curtis eru í hópi öflugustu valkyrjanna í Hollywood
í fullorðnu deildinni. Báðar eiga þær að baki glæstan feril og fína frammistöðu í ógleymanlegum
myndum. Weaver er vitaskuld lang þekktust fyrir að hafa fjórum sinnum tekist á við geimófreskju-
na sem við Alien er kennd og Jamie Lee fyrir að hafa ítrekað tekist á við hinn morðóða Michael
Myers í Halloween-myndunum.
Bíódómur HArry Potter And tHe deAtHly HAllowS, PArt i
Harry Potter fikrar sig hægt
og bítandi að lokauppgjörinu
við Voldemort.
Óvægin og spennandi
framtíðarsýn, þar sem
sakamálasaga fléttast
saman við orðræðu um
trúmál, náttúruauðlindir og
menningarverðmæti.
Vandaðar bækur fyrir
vandláta lesendur
sími 561 0055 • www.ormstunga.is
Helgi Ingólfsson hlaut
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar 1994 fyrir
skáldsögu sína, Letrað í
vindinn, og vorið 2010 sæmdi
Hið íslenska glæpafélag hann
Blóðdropanum, viðurkenningu
fyrir bestu glæpasögu ársins
2009, Þegar kóngur kom.
Helgi Ingólfsson
RUNUKROSSAR
Hörkuspennandi
framtíðarglæpasaga
eftir höfund
metsölu- og
verðlaunabókarinnar
Þegar kóngur kom!
Móðir
hennar
er ekki
síst fræg
fyrir að
hafa farið
öskrandi
til heljar
úr sturt-
unni í
Psycho