Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 91

Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 91
Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2. Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja. Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. Sel javegur 2 | S ími : 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. dægurmál 67 Helgin 26.-28. nóvember 2010 Föstudagur 26. nóvember Víkingur Heiðar Ólafsson salnum í Kópavogi kl. 20. Víkingur flytur lög Chopins en senn er 200 ára afmælisár tónskáldsins á enda. Prelúdíur hans eru í hópi margbrotnustu tónsmíða 19. aldarinnar. Aðgangur: 2.900 kr. SzaZa tjarnarbíó, kl. 20.30 SzaZa flytja verkið Roman Polanski: Shorts sem flutt er við seríu stuttmynda Romans Polanski. Á tónleikunum kemur listamaðurinn Ben Frost einnig fram, en hann hefur ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma. Aðgangur: 1.500 kr. Laugardagur 27. nóvember Kvennakór Reykjavíkur neskirkju, kl. 17.00 Á dagskránni eru hátíðleg verk sem tileinkuð eru heilagri guðsmóður, svo sem Ave María eftir Liszt og Salve Regina eftir Kocsár. Einnig verður sungið um Jesúbarn blítt í undurblíðu ljóði eftir Margréti Jónsdóttur við lag eftir Bach. Svo er slegið á léttari strengi í Cool Yule og Santa Baby, og í Various themes on Fa-la-la er jafnvel farið býsna frjálslega með nokkur frægustu tónverk sögunnar. Aðgangur: 2.500 kr. í forsölu (3.000 kr. við innganginn). Eldri borgarar og börn, 6-18 ára, greiða 1.500 kr. Valdimar Fríkirkjunni í reykjavík, kl. 21 Hljómsveitin Valdimar gaf út plötuna Undraland fyrir stuttu og blæs af því tilefni til heljarinnar útgáfutónleika. Hljómsveitin lofar að þetta verði engir venjulegir Valdimar-tónleikar því ekkert verði til sparað til að gera tón- leikana sem glæsilegasta. Með hljómsveitinni í kvöld leikur sérskipuð tíu manna blásara- og ásláttarsveit. Húsið verður opnað klukkan 20 og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Aðgangur: 1.500 kr. sunnudagur 28. nóvember Schola cantorum Hallgrímskirkju, kl. 17 Aðventutónleikar Schola cantorum verða haldnir í Hallgrímkirkju undir yfir- skriftinni Aðventan og María og samanstanda af úrvali aðventumótetta frá endur- reisnartímanum og íslenskri kórtónlist aðventunnar. Efnisskráin er tvíþætt; fyrri hlutinn tengist eftirvæntingu fyrir komu Krists en hinn síðari boðun Maríu. Latnesku mótett- urnar, sem allar eru frá því um 1600, og íslensku verkin eru sungin á víxl. Aðgangur: 2.500 kr.  frumsýningar Agora Hér er á ferðinni söguleg mynd sem gerist í Egyptalandi á meðan það laut stjórn Rómverja og segir frá þræl sem leggur baráttunni gegn uppgangi kristni lið í þeirri von að þannig öðlist hann frelsi. Hús- bóndi hans er hinn víðfrægi heimspekingur og guðleysingi Hypatia frá Alexandríu en þrællinn verður ástfanginn af henni. Niko Teiknimynd um litla hreindýrsstrákinn Niko sem trúir því statt og stöðugt að faðir hans sé eitt af aðalflughreindýrum Jólasveinsins, þrátt fyrir að hafa aldrei hitt hann. Stærsti draumur hans er að læra að fljúga eins og faðirinn, en fullorðnu dýrin í heimahjörð hans hafa engan áhuga á að veita Niko þá athygli sem hann þráir og hinir krakkarnir augasteinn kemur heim Leikhópurinn Á senunni býður upp á fimm sýningar á jólasýningunni vinsælu, Ævintýrið um Augastein, í nóvember og desember. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 en íslensk útgáfa þess var fyrst sett á fjalirnar hér árið 2003. Auga- steinn steig sín fyrstu skref á íslensku leiksviði í Tjarnarbíói og þangað snýr hann nú aftur í nýuppgert Tjarnarbíóið. Sýningin hefur komið víða við; var á síðasta ári sýnd í Liverpool og London við góðar undirtektir. Augasteinn mun gera víðreist í London áður en hann mætir í Tjarnarbíó og fer á milli skóla í borginni og nágrenni hennar. Verkið er byggt á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina sem fer að þykja vænt um hann þannig að leikar æsast þegar Grýla rachel Weiz, sem hefur meðal annars gert það gott í The Mummy- myndunum, Con- stantine og About a Boy, leikur Hypatiu en alejandro amenábar (The Others, Abre los ojos) leikstýrir. Aðrir miðlar: Imdb: 7,2/10, Rotten Tomatoes: 55%, Metacritic: 55/100 gera stöðugt grín að honum vegna þess að þeir trúa því ekki að pabbi hans sé fljúgandi hreindýr. Aðrir miðlar: Imdb: 6,6/10, Rotten Tomatoes: -, Metacritic: - gamla verður drengsins vör. Felix bergsson leikur öll hlutverkin í Ævintýrinu um Augastein. Helga arnalds gerði brúður og leikmynd og Kolbrún Halldórsdóttir er leikstjóri. Sýningar verða sunnudagana 28. nóvember og 12. desember klukkan 14 og 16 og 19. desember klukkan 13.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.