Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1983, Side 7

Læknablaðið - 15.02.1983, Side 7
LÆKNABLAÐID 69,35-41,1983 35 Ólafur Jensson', Alfreð Árnason1, lnga Skaftadóttir', Henrik Linnet2, Guðmundur K. Jónmundsson3 og Margrét Snorradóttir4. ARFGENG MARMARABEINVEIKI (OSTEOPETROSIS) í UNGBÖRNUM INNGANGUR Nafnið »osteopetrosis« (OP), eða marmara- beinveiki (marble bone disease), felur í sér safn af sjaldgæfum sjúkdómum, sem einkennast af aukinni péttni beinagrindarinnar og óeðlilegri lögun beina (1). Sundurgreining osteopetrosis í sérstaka erfðasjúkdóma hefur orðið meiri með vaxandi pekkingu á sjúkdómsmyndum og betri greiningu. Lífefnafræðilegir gallar, sem valda ólíkum tegundum osteopetrosis, eru ennþá óskilgreindir. Bilun í starfsemi beinátfruma er talin líklegasta orsökin, en nýlegar rannsóknir benda til að pær séu afkomendur stofnfruma í blóðmerg (2). Marmarabeinveiki er þekkt sem arfgengir sjúkdómar bæði hjá mönnum og dýrum. í rúman áratug hafa rannsóknir á dýrum með osteopetrosis (OP) aukið þekkingu á lífeðlis- fræði sjúkdómsins (3, 4, 5) svo að tekist hefur að lækna osteopetrosis recessiva hjá ung- börnum (6, 7). Algengari tegund marmarabeinveiki ein- kennist af hæggengri umbreytingu frauðbeina og merghols í þétt bein og gerir vart við sig á unglingsárunum (Albers-Schönbergsveiki (8). Petta form er góðkynja, þ.e.a.s. það veldur ekki alvarlegri heilsuskerðingu og hefur ríkjandi erfðahátt (9, 10, 8). Önnur mun sjaldgæfari og hættulegri teg- und marmarabeinveiki er þekkt hjá nýburum eða kornabörnum og hefur hún víkjandi erfða- hátt (1, 10, 6). Sjúkdómurinn einkennist af stórri höfuðkúpu, vaxandi heyrnardeyfu og sjóndepru, sem leiðir til heyrnarleysis og blindu. Önnur einkenni, sem koma oft fram á fyrsta ári eða jafnvel seint á meðgöngutíma, eru stækkun á lifur og milta og blóðleysi (1, 11). Þessi sjúkdómur getur valdið dauða um fæðingu, en allmargir einstaklingar lifa þó 1-2 ár eða lengur (11). Blóðbankinn', Röntgendeild2, Barnadeild3, Rannsóknar- stofa Háskólans v/ Barónsstíg4, Landspítalinn, Reykjavík. Barst 15/8/82. Samþykkt og sent í prentsmiðju 17/09/82. Á Landspítalanum hafa verið greind þrjú börn með arfgenga osteopetrosis 1975-1979. Greinargerð um þau og ættar- og erfðamarka- rannsóknir á fjölskyldum þeirra fer hér á eftir. SJÚKLINGAR 7. Drengur fæddur í mars, 1974 (XI, 5, Mynd 1) Drengurinn fæddist sennilega tveim vikum fyrir tímann, en meðganga annars eðlileg. Við fæðingu er barnið eðlilegt. Fljótlega eftir fæðingu bar á nefstíflu og átti hann frá upphafi Two Icelandic families with osteopetrosis 2 3 4 • ■ Osteopetrosis ® 0 Probable or possible heterozygote Mynd 1. Ættarkort tveggja fjölskyldna, par sem prjú börn af fimm hafa marmarabeinveiki.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.