Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1983, Side 45

Læknablaðið - 15.02.1983, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 61 sé byggð á reynslu, sem sýnt hafi að ekki dugi minna lyfjamagn né s'kemmri tími. Sjúkrasaga Sjúklingur er 64 ára gamall karlmaður. Pann 18.06.82 særðist hann á þumalfingri vinstri handar af seltönn og fékk af lítið sár. Á fyrsta sólarhring blés fingurinn upp með sárum verkjum og smám saman myndaðist rauð rák upp eftir handlegg. Hann lagði sprittbakstur við fingurinn og smá dró úr bólgu á 3-4 dögum, en alltaf vessaði lítils háttar úr sárinu. Á fjórða og fimmta degi tók að bera á bólgu og eymslum ofan við vinstra viðbein ásamt verk I öxl. Hiti þennan tíma var 38-40°C. Taldi sjúklingur sig jafnframt hafa haft umgangspest. Er hér var komið sögu pann 24. júní, leitaði hann læknis sem ráðlagði Tabl. Fenoxymethylpenicillin 500 þ.E. x 4 daglega, sem hann tók til 1. júlí. Fór heldur batnandi. Hiti lækkaði fyrst en hækkað síðan á ný. Jafnframt kom fram roði og bólga innanvert á vinstri olnboga og framan á upphandlegg. Leitaði læknis á ný pann 1. júlí. Var pá skorið í fingurinn og lagður inn keri. Engin igerðarhola fannst. Verkir voru nú orðnir slæmir í vinstri úlnlið og lagði fram í hendi og er hann því innlagður samdægurs á lyflæknisdeild Landakotsspítala. Við komu er hiti 38° C. Á þumalfingri sést sár með kera. Ekki aukinn húðhiti. Innanvert á vinstri oln- boga og framanvert á upphandlegg er húð heit og rauð með þrymlum. Eitlar eymslalausir í handvegi og aumir, harðir eitlar fyrir ofan og neðan vinstra viðbein. Blóðrannsóknir: Hb 135 g/1, sökk 35 mm/klst, HBK 6.7 109/1. Deilitalning 1 % stafkjarnafrumur, 66 % segmentfrumur, 25 % lymfósítar, 1 % eósínófí- lar, 7 % mónósítar. Þvag án eggjahvítu og sykurs. Smásjárskoðun eðlileg. S-bilirubin 8 p mol/1, alkali- skur fosfatasi 35 U/l, GPT 4 U/l. Allt eðlilegt. Blóðsölt, urea, fastandi blóðsykur innan eðlilegra marka. Röntgenmynd af vinstra viðbeini eðlileg. Röntgenmynd af thorax: Engin virk íferð. Tvær blóðræktanir teknar við komu og ræktun frá fing- ursári neikvæð nema hvað slæðingur af stafýló- kokkum kóagúlasa neg. fannst I pví síðastnefnda. Ekki talið marktækt. Meðan beðið var eftir ræktunarsvörum var sjúkl- ingur meðhöndlaður með gentamycini, 80 mg x 3 daglega i.m. og virtist svara peirri meðferð vel. Var hitalaus næsta dag og hélst svo pá tíu daga sem hann var á sjúkrahúsinu. Eitlar minnkuðu og við brottför var aðeins einn eitill vægt aumur ofan viðbeins, minnkandi. Roði og húðþykknun á upp- handlegg horfin nema pykkildi um 2-3 cm í þvermál lítt aumt. Við brottför var 10 daga Gentamycin meðferð lokið en sjúklingur fékk Capsulae Velosef 500 mg x 4 daglega. Kemur þann 14. júlí í eftirlit. Þá er fingursár að mestu gróið og eitili við viðbein og hnútur á upphandlegg minnkandi. Ráðgert eftirlit eftir viku á óbreyttri Velosef meðferð. Sjúklingi leið vel par til 21. júlí, að hann tók eftir að eitlar ofan viðbeins fóru stækkandi á ný. Jafn- framt stækkaði þrymillinn á upphandlegg og roðn- aði. Verkir frá viðbeini og Ieggur fram vinstri handlegg. Hiti 37.2.-37.7° frá 20. júlí, slappleiki, svitakóf. Því innlagður á ný 22/7. Við komu er fingursár svo til gróið. Ofan við vinstri clavicula er 4x6 cm stór »fluctuerandi« hnútur, aumur og framan á vinstri biceps 2x3 cm stór blárauður prymill, fastur. Ekki finnast fleiri eitlar, sogæðabólga né liðbólgur. Blóðrannsóknir leiða ekkert nýtt í Ijós, sökk 24-35 mm/klst. í blóðstroki er 1 % stafkjarnafrumur, 8 % mónósítar. Morgunhiti er 37°, kvöldhiti 37.3-37.7°, utan einu sinni 38.7°C. Fylgst er með án lyfja í ellefu daga fram til 4. ágúst. Þann 27. júlí er hnúturinn ofan viðbeins fjarlægður og reynist innihalda þunnfljót- andi ljósgrængulleitan gröft. Inni í miðju holinu er kúlulaga hnútur um 0.5 cm í þvermál. Þann 30.7. var komin »fluctuation« t hnút á upphandlegg og með ástungu tæmdur út grábrúnleitur vökvi, pykkur. Sýni þessi voru ræktuð með tilliti til aerob og anaerob sýkla, chlamydia, sveppa og berkla. Engir sýklar né sveppir sáust við smásjárskoðun né ræktun, utan lítils háttar proprione bakteriur í einu sýni frá hálsi, en pær munu ekki taldar sýkingavaldar. Berklar höfðu ekki ræktast eftir 8 vikur. Endurteknar blóðræktanir neikvæðar. Smásjárskoðun á hnút frá hálsi sýnir abscessvegg myndaðan úr péttum bandvef og fitu, klæddan lagi histiocyta og einstaka risafruma. Engir tuberculoid hnútar. Litun m.t.t. sýrufastra stafa og sveppa neikvæð. Hnútur úr ígerðarholi er eitill sem nær út í abscessvegg. Skurðsárið greri illa. Þroti og blámi hélt áfram að vaxa í börmum og umhverfi og pað sama gilti um hnút í handlegg eftir tæmingu. Vegna möguleika á að um erysopelotrix sýkingu væri að ræða, sem e.t.v. hefði ekki fengið nægjanlega langa meðferð, var frá 4.8. byrjað með penicillín i.v. 8 millj. einingar á sólarhring. Þroti hélt pó áfram að aukast þrátt fyrir fjögurra daga meðferð og pann 9. ágúst var hafin meðferð með tetracyclini 1500 mg I byrjun, síðan 500 mg x 4 daglega. Innan sólarhrings hafði sárabólgan hjaðnað verulega og sjúklingur var orðinn verkjalaus. Við brottför þann 11. ágúst var bólgan að mestu hjöðnuð. UMRÆÐA Nokkuð öruggt virðist vera, að ofangreindur sjúklingur hafi haft selamein. Til pess bendir sýkingamáti, saga og einkenni, ásamt því, hve vel hann svarar tetracyclinmeðferð. Óvanalegt við þetta tilfelli er hitinn og ígerðirnar sem Candolin, Háupl og Waage (1) hafa ekki fundið hjá sínum sjúklingum. Engin merki fundust um fylgisýkingu við endur- teknar ræktanir frá blóði, greftri og vefjum, né heldur fundust sýklar við smásjárskoðun sýna frá ígerðarvegg. Reyndar hafði sjúklingur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.