Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 33
LÆKNABLADIÐ
295
að auka við þekkingu annarra, að koma á
framfæri niðurstöðum athugana þinna til
starfsfélaga og samtímamanna. Þetta er sá
mælikvarði, sem ritstjórn bregður fyrst á grein
þína: Á efnið erindi til lesenda blaðsins?
Hvað ber helst að forðast?
Yftirlitsgrein ættir þú aldrei að byrja á, nema
þú hafir tryggt þér að ritstjórn hafi áhuga á að
birta slíkt; öllu heldur: Ritstjórn á lang oftast
frumkvæðið að því að yfirlitsgreinar eru
ritaðar.
Afturskyggnar rannsóknir hafa ýmsa ann-
marka. Einar sér gefa þær oft sáralítið af sér,
vegna þess að uþþlýsingaforðinn er ávallt
ófullkominn. Ástæðan er sú, að þú ert háður
upþlýsingum, sem aðrir hafa safnað í allt
öðrum tilgangi. Fræðslugildið verður í sam-
ræmi við efniviðinn. Þyki ritstjórn þunnur
þrettándinn færð þú handritið endursent
með kærri kveðju og síðan ekki söguna meir.
Undirbúningur hafinn
Byrjaðu á því, að lesa yfirlitsgreinar í þeim
tímaritum, sem þér eru tiltæk. Inn í þá mynd
geturðu fyllt með því að athuga Index Medicus
síðustu fjögurra til fimm ára. Til frekara
öryggis getur þú svo leitað efnis í bókaflokk-
um, svo sem Yearbook, Progress in.
Endanlega getur þú notað Medical Annual
til þess að fullvissa þig um, að þú hafir ekki
misst af neinu verki, sem máli skiþtir. Allt
þetta verk getur þú unnið þér léttara, með því
að notfæra þér strax í upphafi þjónustu þeirra
sérfræðinga, sem eru á bókasöfnum, bóka-
varðanna. Þeir kunna síðan lagið á því að fá
fram sjálfar greinarnar, sérprentanir eða aðrar
fjölfaldanir eða tölvuútskriftir með upplýsing-
um um greinar um viðkomandi efni. Tölvu-
vinnsla er ávallt dýr og þú færð margfalt meiri
upplýsingar en þú hefir þörf fyrir. Láttu því
bókasafnsfræðingana ráðleggja þér hvað gera
skal.
Þegar í upphafi skaltu gera spjaldskrárkort
yfir hvert verk fyrir sig með nafni höfunda(r)
upphafsstöfum, fullum titli greinar, ártali, ár-
gangi, fyrsta og síðasta blaðsíðutali, þannig
að þú hafir yfirsýn yfir allar tiltækar heimild-
ir. Bættu síðan í safnið jafnóðum og greinarn-
ar berast.
Þú kemst trúlega að raun um, að hliðstæða
fyrirhugaðrar könnunar hefir verið unnin ótal-
oft áður, að fyrirbærið hefir verið þekkt frá
tímum Hippókratesar; eða voru það Forn-
Egyptar sem lýstu því? Yfirlitsgrein birtist í
norska læknablaðinu í fyrra og í síðustu viku
var leiðari um efnið í BMJ; eða var það
JAMA?
Sért þú ennþá sama sinnis og teljir, að
væntanlegar niðurstöður þínar muni eiga er-
indi til lesenda þessa tímarits eða einhvers
annars, tekur þú næsta skrefið ótrauður.
Liðveisla starfsbræðra og fleiri aðila
Þér verður nú ljóst hvað aðrir hafa gert áður,
hverju er ósvarað og hvar aðra höfunda
greinir á. Nú er tími til kominn að ræða
undirbúning við starfsbræður sem hafa
reynslu. Þeir hafa þegar gert sín byrjenda-
mistök og munu forða þér frá samskonar
hliðarspovum.
Þegar búið er að ákveða umgerð efnisins og
hugsanlega efnismeðferð fáðu ráðgjöf töl-
fræðings.
Hrataðu ekki út það, að vinna upp talnasafn
og fara þá fyrst að stíga í vænginn við
reiknimeistarann. Eins líklegt er, að hann verði
að tjá þér að ekkert vitrænt verði unnið úr
efniviðnum.
Hyggist þú kanna hópa manna, kembirann-
sókn, tilfellaleit og ætlir þú að nota spurninga-
lista leitaðu ráða hjá einhverjum, sem er
sterkur á svellinu í faraldsfræði. Þú þarft að
tryggja þér það, að spurningalistinn standist
síðari gagnrýni og að hópar séu raunverulega
sambærilegir. Allar rannsóknir af þessu tagi
fela í sér siðfræðileg vandamál og því þarf að
huga vel að Helsinki-yfirlýsingunni (9).
Ef ég ætti að benda þér á bók, sem gæti
orðið þér að liði sem grunnlesning, þá held ég
að enginn höfundur, sem ég þekki til, hafi gert
betur en Sir Austin Bradford Hill í Principles
of Medical Statistics (10). í kaflanum Clinical
trials fjallar hann á einkar ljósan hátt um það,
sem ég hef verið að ýja að hér á undan.
Skipun efnis
Sú hefð hefir skapast, að fræðilegar greinar í
Læknablaðinu eru settar fram í samræmi við
svönefnt IMRAD-kerfi, enda er á það bent í
leiðbeiningum (1). Innviðum þess hefir Brad-
ford Hill (11), lýst þannig:
»Why did you start, what did you do, what
answer did you get, and what does it mean
anyway? That is a logical order for a
scientific paper.«
Útdráttur. Samantekt. (Abstract). Dragðu
saman í upphafi greinarinnar í örstuttu máli