Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 16
284 LÆKNABLAÐIÐ að pér teljið Akínesísku leikana setja þjóðfé- laginu gott fordæmi. Dr. Parkinson: Á því leikur ekki nokkur minnsti vafi: stjórnlaus óeirð er uþphaf alls ills. Þegar ekki er lengur hægt að setja takmörk samkeppni í athöfnum innan landamæra ein- hvers ríkis, þá ryðjast menn inn í nágrannaríki. Þetta heitir réttu nafni innrás og er algengasta upphaf styrjalda. Akínesíumeistarar Parkin- sonsfólksins gefa okkur hina göfugustu fyrir- mynd og ef við aðeins færum að dæmi þeirra mundi friður ríkja um allan heim. Spyrill: Má búast við því að öld dásamlegs hreyfingarleysis sé alveg á næstu grösum? Dr. Parkinson: í>ví miður er ástæða til að ætla, að fyrir okkur liggi, að eftir tiltölulega hreyfingarlaust tímabil, taki við önnur og ný öld. Of snemmt er að segja fyrir um það, hvort hin nýja öld verði mannkyninu til hagsbóta. Spyrill: Hvers eðlis er þessi nýja öld sem þér talið um? Dr. Parkinson: Eins og alkunnugt er, eiga sér stundum stað merkilegar stökkbreytingar í dýraríkinu. Nú vill svo til, að nýlega fannst stóreinkennilegur snillingur. Auðvelt er að skilja hvers vegna menn áttuðu^ig ekki strax á hve merkilegur snillingur þessi er. Þegar hann við fæðingu kvaðst heita Viktor, var ekki viðstaddur latínulærður maður og skildi því enginn að barnið var að tilkynna að það væri borið til sigurs, en Viktor merkir á hinni fornu tungu rómverja, sigurvegari. Sjálfsagt hefur fregn af því borist til íslands, að miklar deilur eru nú meðal guðfræðinga hvort fæðing Vik- tors altalandi, sé sambærilegt kraftaverk mey- fæðingunni og upprisu Krists. Spyrill: Ég veit að þið eruð mér öll þakklát fyrir það, að mér hefur tekist að fá hetjuna okkar Viktor til að koma hér í útvarpssal og segja okkur sögu sína. (Viktor kemur inn). Viktor: Ekki nema sjálfsagt. Margblessuð. Dr. Parkinson: Komið þér sælir Viktor, þetta er mjög óvæntur heiður fyrir mig. Ég hef að sjálfsögðu lesið um yður í lærðum tímarit- um. Spyrill: Dr. Parkinson hefur sagt okkur, að þér hafið gert uppgötvun, sem boði nýja öld, ennþá merkilegri en öld hreyfingarleysisins, sem dr. Parkinson boðar. Þér getið ef til vill sagt okkur, hvernig þér gerðuð þessa upp- götvun og hvers eðlis hun er. Viktor: Eins og títt er um Parkinsonsfólk tók ég að nota Lífódópa með þeim afleiðing- um að ég fór á sífellt meiri hreyfingu. En af því að þessi hreyfing fólst nær eingöngu í óstjórnlegri göngu áfram var hún með end- emum leiðigjörn. Þar eð ég sá alltaf fyrirfram hvert ég stefndi, þá kom ekkert mér skemmti- lega á óvart. Ég reyndi að sigrast á lífsleiðan- um, sem af þessu leiddi með því að setja mér hindranir. Þessi lausn entist þó ekki til fram- búðar og því lengra sem leið því meir leiddist mér þessi sífellda ganga beint af augum. Að lokum varð hún mér algjörlega óþolandi. Lausnin á þessum vandkvæðum mínum var svo augljós, að mér fannst erfitt að skilja hvers vegna mér datt hún ekki í hug fyrr. Hvernig væri að ganga aftur á bak? Um leið og mér datt þessi stefnubreyting í hug, sá ég hve stórkostlega kosti hún hefur. Lífið varð spenn- andi þvt eitthvað var alltaf að koma mér á óvart. Að ganga áfram tók að minna mig á mannvonsku. Hvað getur verið illúðlegra en gæsagangur með löngum skrefum? Minnir það ekki óhugnanlega á leðurstígvél og naz- istamerki? Er ekki hæglátt göngulag Parkin- sonsfólks ólíkt vingjarnlegra? Og það er deginum ljósara að ekkert er friðsamlegra og hættuminna en maður, sem gengur afturábak, án þess að horfa sér um öxl? Það sem er ógnandi og hættulegt, þegar það fer áfram, getur sýnst vingjarnlegt og hættulaust ef það fer áfturábak. Tökum sem dæmi skriðdrekann, einhverja mestu morðvél sem menn hafa fundið upp. Ef þú ekur honum afturábak er hann jafn- sakleysislegur og vélbúinn barna- vagn og byssan virðist líkust haldi til þess að ýta vagninum með, ef vélin skyldi bila. Spyrill: Þegar ég hlusta á þig undrast ég mest að okkur skyldi nokkurn tímann hafa dottið í hug að ganga frekar áfram en aftur- ábak. Eitt þykir mér eftirtektarvert. Það virð- ast ekki vera nein Parkinsonsbörn og meira að segja sjást varla nokkrir ungir Parkinsónar. Dr. Parkinson gæti ef til vill sagt okkur eitthvað um þetta atriði. Dr. Parkinson: Vissulega. Þetta er hið mesta vandamál. Hreyfingardýrkunin, sem er orsök verstu vandamála nútímans, einkennir ungt fólk. Það er mín skoðun að alltaf megi búast við hreyfingum svo lengi sem í heiminum er ungt fólk. Vonandi gera framfarir í lífgerðar- tækni til dæmis framleiðsla á lífverum í glösum og annað slíkt, okkur mögulegt að búa til fullkomið Parkinsonsfólk af bæði hreyfingar- lausu gerðinni og eins þeirri sem gengur afturábak. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.