Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 20
286
LÆK.NABLADID 69,286-288,1983
NABLAÐIÐ
THE ÍCELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag islands og
Læknafélag Reykjavíkur
69. ÁRG. - NÓVEMBER 1983
TÆKNI í LÆKNISFRÆÐI OG
SÝKINGAR AF VÖLDUM
CHLAMYDIA TRACHOMATIS
Tækni í læknisfræði. Tækni í læknisfræði
hefur stundum verið skipt í prjá flokka með
tilliti til hagkvæmni (1).
í fyrsta lagi er talað um það, sem réttast er
að kalla tæknileysi (nontechnology). í þessum
flokki eru aðgerðir, sem oftast breyta litlu eða
engu um gang sjúkdómsins, en beinast einkum
að því að bæta líðan sjúklingsins. Á ensku er
þetta nefnt »supportive care« eða stuðnings-
meðferð. Þetta var það, sem hægt var að
bjóða upp á við sjúkdóma eins og heilahimnu-
bólgu, mænuveiki og lungnabólgu og aðra
smitsjúkdóma áður en sýklalyf og ónæmisað-
gerðir komu til sögunnar og þetta er það eina,
sem hægt er að beita við marga taugasjúk-
dóma svo sem heila- og mænusigg, sum
krabbamein, alvarlega liðagigt og vissa geð-
sjúkdóma svo nokkuð sé talið. Þessar aðgerðir
eru nauðsynlegar en oft mjög kostnaðar-
samar.
í öðrum flokki er svo það, sem kalla mætti
hálftækni (halfway technology). Hér falla und-
ir aðferðir, sem notaðar eru til þess að draga
úr afleiðingum sjúkdóma og framlengja líf.
Hér má nefna ísetningu gerviliða, nýrnaí-
græðslur og aðra líffæraflutninga. Margt í því
flókna kerfi, sem tengist lækningum á krans-
æðasjúkdómum fellur í þennan flokk og sömu-
leiðis margar aðgerðir við krabbameini. Hér
er oft um að ræða hluti, sem eru tækni-
lega fullkomnir, en jafnframt frumstæðir að því
er varðar lausn á vanda sjúklingsins. Tækni-
nýjungar af þessu tagi vekja oft mikla athygli
og er slegið stórt upp í fjölmiðlum, sem mikl-
um framförum í lækningum. Þó er oft um að
ræða framfarir á öðrum sviðum tækni, sem lítil
áhrif hafa á læknisfræði sem fræðigrein. Jafn-
an er um kostnaðarsamar aðgerðir að ræða,
sem krefjast mikilla spítalabygginga og stöð-
ugt fjölgar starfsfólki og jafnvel heilbrigðis-
stéttum, sem við þær starfa.
í þriðja flokki er svo forvarnarstarf, sem
miðar að því að hindra sjúkdóma, svo og
lækningar, sem vinna bug á sjúkdómum. Hér
er rætt um hluti eins og ónæmisaðgerðir og
notkun sýklalyfja. Einnig má nefna notkun
hormóna við efnaskiptasjúkdóma og fleira.
Yfirleitt er um að ræða aðgerðir, sem eru
markvissar og áhrifaríkar, en eru oft lítið í
sviðsljósi og taldar sjálfsagðar. En það verður
stundum til þess að þær eru vanmetnar og van-
ræktar. Undantekningalítið er hér um að ræða
aðgerðir, sem eru hlutfallslega sára ódýrar.
Mörg dæmi hafa verið nefnd um minnkun
kostnaðar þegar sjúkdómur fluttist af öðru
tæknisviði á þriðja. Má þar t.d. bera saman
berklameðferð áður fyrr, meðan enn tíðkaðist
að skera burt hluta lungna og nú þegar
meðferð fer að mestu fram í heimahúsum.
Meðferð á taugaveiki krafðist áður erfiðrar
meðferðar á sjúkrahúsum í að meðaltali 50
daga og svo mætti lengi telja. Frægasta dæmið
er þó líklega mænusótt eða lömunarveiki. Tal-
ið var að Bandaríkjamenn hefðu varið um ein-
um milljarði dollara árlega til stofnana, sem
fórnarlömb mænusóttarinnar voru vistuð á
fyrir daga bóluefnisins. Lokaátakið til þess að
fullkomna bóluefnið kostaði 40 milljónir doll-
ara. Gott innlent dæmi, eru aðgerðir gegn rauð-
um hundum. Kostnaður við uppeldi og fram-
færslu eins barns, sem væri illa skaðað af rauð-
um hundum væri sennilega meiri en kostnaður
við aðgerðir, sem afstýra fóstursköðum af völd-
um þessara veira.
Aigengi og nýgengi klamydíasýkinga. Nú er
ljóst að klamydíasýkingar eru mun algengari
en lekandi á íslandi og líklega ámóta algengar
og í nágrannalöndunum (2). Hér er því um
verulegt heilbrigðisvandamál að ræða. Vitað
er að C. trachomatis veldur mörgum sjúk-
dómum, svo sem þvagrásarbólgu, legháls-
bólgu, legkvefi (endometritis), eggjaleiðara-
bólgu (sem oft leiðir til ófrjósemi), Reiters-sjúk-
dómi, lyppubólgu (epididymitis) og lifrar-
grenndarbólgu (perihepatitis) hjá fullorðnum.
Að auki getur hún valdið lungnabólgu og
slímhúðarbólgu í augum barna, sem koma í
heiminn gegnum sýktan fæðingarveg (3).