Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 62
314 LÆKNABLAÐID kvörtunum og kærum, er varða samskipti almenn- ings og heilbrigðisþjónustunnar, en í nefndinni eiga að sitja 3 menn tilnefndir af Hæstarétti, og má enginn nefndarmanna vera starfsmaður heilbrigð- isþjónustunnar. Þrátt fyrir viðræður við þingmenn tókst ekki að fá frumvarpinu breytt frekar í þá átt, sem L.Í. óskaði, og er það nú orðið að lögum. Að ósk tryggingayfirlæknis gáfu L.í. og L.R. sameiginlega umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, en þar var gert ráð fyrir að setja á stofn örorkumatsnefnd og draga þannig úr læknisfræðilegu mati á örorku. Stjórnir félaganna lögðust gegn þessari breytingu. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. 2. Þann 18. maí sl. gekkst stjórn L.í. fyrir fundi, þar sem rætt var um hættu af kjarnorkusprengingum og áhrif geislunar. Fundarstjóri var Ásmundur Brekkan, og fyrirlesarar voru þeir Guðmundur S. Jónsson, sem talaði um jónandi geislun, Snorri Ingimarsson um áhrif geislunar, Ágúst Valfells um kjarnorkuvá, Guðjón Petersen um viðbúnað almannavarna og Guðjón Magnússon um áhrif geislunar á heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Pallborðsumræður voru í lok fundarins. Hjúkr- unarfræðingum var boðið að sækja fundinn. Hann var þó fámennur og mættu aðeins 20-30 manns. 3. Stjórn L.Í. fékk senda tillögu, sem samþykkt var á aðalfundi F.Í.L.Í.S. 2. des. 1982, um að koma á fót starfshóp til að vinna að spá um atvinnuhorfur íslenzkra lækna. Á sl. vori skipaði stjórnin þá Árna Tómas Ragnarsson og Harald Briem til að vinna að þessum málum. Þeir hafa hafið undirbúningsvinnu, en verkinu hefur lítið miðað í sumar. 4. í rúman áratug hefur tíðkast, að stjórnir L.Í. og L.R. byðu nýútskrifuðum læknakandidötum frá Há- skóla íslands til móttöku, þar sem boðið er upp á kverkavætu og starfssemi læknasamtakanna, lög þeirra og reglur eru kynnt. Á undanförnum árum hefur einnig formanni F.U.L. verið boðið að kynna sitt félag. í ár fór móttakan fram þann 24. júní. 5. Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri, og Viðar Hjartason voru fulltrúar L.Í. á málþingi Lögfræð- ingafélags íslands 2. okt., sem fjallaði um bótaá- byrgð sjálfstætt starfandi háskólamanna. Logi Guð- brandsson flutti þar erindi um bótaábyrgð lækna, og mun það erindi verða birt í Læknablaðinu. 6. L.Í. er aðili að Samtökum heilbrigðisstétta, en þau héldu fulltrúaþing 16. des. 1982. Læknarnir Arinbjörn Kolbeinsson, Ásmundur Brekkan, Hall- dór Steinsen, Jón Bjarni Þorsteinsson og Kári Sigurbergsson voru skipaðir til að vera fulltrúar L.Í. á þinginu. 7. Á sl. hausti var Jón Bjarni Þorsteinsson fulltrúi L.Í. á málþingi B.H.M. um »Ellina og undirbúning hennar«. Þar var m.a. rætt um að stofna sérstakt öldungaráð innan B.H.M., og 12. apríl 1983 var beðið um að tilnefna fulltrúa í undirbúningsnefnd, sem á að vinna að stofnun slíks ráðs. Stjórnin skipaði Arinbjörn Kolbeinsson til þess. 8. Stjórn L.Í. barst eftirfarandi ályktun, samþykkt á aðalfundi Læknafélags Akureyrar 10. janúar sl.: wStjórn L.A. telur sérfræðinga þá, sem starfa innan félagsmarka L.A., ekki bundna af samningi þeim, sem í gildi er milli T.R. og L.R. um sérfræðiþjónustu, meðan sérfræðingarnir, er vinna utan félagsmarka L.R. hafa engan málssvara við þessa samningsgjörð. Stjórn L.A. beinir því til aðalfundar L.A. 10. jan. 1983, að hann árétti við stjórn L.Í., að Læknafélag íslands gerist aðili að þessum samningum fyrir hönd þeirra sérfræðinga, er atvinnu hafa utan Reykja- víkursvæðisins.« Stjórnin taldi eðlilegt, að farið yrði að tilmælum L.A. og sendi tillöguna til stjórna svæðafélaga sinna. Ályktunin var rædd á síðustu formannaráðstefnu og lýstu allir yfir stuðningi við tillöguna. Formaður L.R. taldi, að vegna vaxandi fjölda sérfræðinga utan Reykjavíkur væri eðlilegt, að L.Í. gerðist aðili að samningnum og skipaði menn I samninganefnd. L.í. hefur ekki enn tilnefnt fulltrúa í nefndina og þarf að ræða við L.R. um, hvort aðild L.Í. hafi I för með sér breytingu á kynningu og atkvæðagreiðslu við samn- ingsgerð. 9. Læknadeild Háskóla íslands sendi L.Í. bréf í desember sl, þar sem óskað var álits L.Í. á veitingu sérfræðileyfis til þýzks ríkisborgara, sem hefur sérfræðiréttindi 1 Danmörku. Læknirinn hafði vísað til samnings um samnorrænan vinnumarkað lækna. í svarbréfi L.í. segir m.a.: »Stjórn félagsins er eindregið þeirrar skoðunar, að samningur milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um sameiginlegan norrænan vinnumark- að lækna, sem ísland gerðist aðili að 10. okt. 1979, eigi eingöngu við um ríkisborgara samningsríkj- anna. Veiting íslenzkra sérfræðiréttinda til læknis, sem ekki er ríkisborgari einhvers samningsríkjanna, getur því ekki byggst á tilvitnuðum samningi, enda þótt viðkomandi læknir hafi hliðstæð sérfræðirétt- indi í einhverju öðru samningsríkjanna. Þess má geta, að í samningi sömu ríkja um viðurkenningu á starfsréttindum ákveðinna starfsstétta innan heil- brigðisþjónustunnar og dýralæknisþjónustunnar frá 25.08. 1981 kemur fram I 1. gr., að samningurinn »gildir um starfsmenn, sem eru ríkisborgarar ein- hvers samningsríkjanna eða íslands«. ísland stað- festi þennan samning 22. júní 1982, en gildistaka hans hefur ekki verið tilkynnt. Þar sem stjórn L.Í. er þeirrar skoðunar, að lækninum verði ekki veitt sérfræðiréttindi á grundvelli þessa samnings, telur hún, að það verði einungis gert að undangengnu hæfnismati deildarinnar eins og venja er til. Stjórn félagsins mun senda heilbrigðismálaráðuneyti afrit af bréfi þessu og óska eftir því, að fallist ráðuneytið ekki á túlkun félagsins á samningnum, verði boðað til fundar af þess hálfu með fulltrúum Læknafélags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.