Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 64
316 LÆKNABLAÐIÐ 7. 1 byrjun september 1983 mun fræðslunefndin í samvinnu við fræðslunefnd Félags ísl. heimilislækna standa að málpingi um brjóstverki og angina pectoris. Auk fjölda íslenzkra fyrirlesara munu tveir Svíar halda par erindi, dósentarnir Calle Bengtson og Marianne Hagman, við Gautaborgarháskóla. 8. Nefndin hefur veitt ýmsum sérgreinafélögum styrk til að bjóða fyrirlesurum til landsins. Sem fyrr hefur nefndin greitt fargjöld fyrir fyrirlesara til fræðslustarfsemi úti á Iandi, en aðeins hluti svæðafé- laga hefur nýtt sér pessa styrki. 9. Að öðru leyti hefur starf fræðslunefndarinnar verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Tekju- stofnar hafa verið peir sömu, en aðaltekjustofninn er styrkur frá Námssjóði lækna, sem má nema allt að 10% af höfuðstóli ársins á undan. Einnig var lyfjafyrirtækjum seld sýningaraðstaða á haustnám- skeiði. Siðanefnd í Dagblaðinu og Vísi birtist pann 25. maí 1982 lesendabréf undir fyrirsögninni »Er kerfið að ganga frá góðvild og hjálpsemi?« í bréfinu var látið að pví iiggja, að viðbrögð tiltekins læknis sjúkrahúss eins hefðu ekki verið í samræmi við læknaeiðinn í pví tilviki, sem um var rætt. Stjórn L.l. óskaði eftir pví, að Siðanefnd L.í. kannaði sannleiksgildi frásagnar- innar. Síðar birtust í sama blaði fleiri lesendabréf, p.á.m. pann 9. júní bréf frá starfandi heilsugæzlulækni á viðkomandi stað. Þann 17. júní ritaði fyrrnefndur læknir bréf til L.Í., par sem óskað var eftir pví, að Siðanefnd fjalli um, hvort kollega hans hafi ekki gerzt brotlegur við Codex Ethicus og lög L.í. með lesendabréfinu frá 9. júní. Þann 5. okt. kom Siðanefnd saman, og er eftir- farandi tekið upp úr gerðarbók hennar: »Ár 1982, priðjudaginn 5. október, kom siðanefnd L.í. saman á fund að Túngötu 14. Vegna bréfs stjórnar L.Í., dags, 2. júní 1982, gerir siðanefnd L.í. svofellda bókun: »Læknir sá, sem á er minnzt í lesendabréfi pví, sem er tilefni bréfs stjórnar L.Í., pað er Daníel Daníelsson, hefur neitað öllum ásökunum. Það er álit siðanefndarinnar, að nefndin hafi hvorki vald né aðstöðu til pess að krefja aðila, sem hvorki eru félagar í Læknafélagi íslands né hafa snúið sér til nefndarinnar um upplýsingar til pess að staðreyna frásagnir í dagblöðum. Enda telur nefndin slíkt ekki ekki vera í verkahring sínum. í pessu sambandi vill nefndin benda á hlutverk landlæknis, sbr. 14. gr. 1 nr. 80/1969 og 3. gr. 1. nr. 57/1978. Jafnframt bendir nefndin á möguleika á opinberri rannsókn ef rík nauðsyn er talin á að upplýsa mál.« í framhaldi af bréfi stjórnar L.Í., svo og bréfum Daníels Daníelssonar, dags. 17. júní 1982 og 6. ágúst 1982, hefur siðanefndin farið yfir skrif, sem birzt hafa í lesendabréfum í Dagblaðinu og Vísi 25. maí 1982, 9. júní 1982, 25. júní 1982, 6. júlí 1982, 20. júlí 1982 og 23. júlí 1982, varðandi Sjúkrahús Suðurlands og Heilsugæzlustöðina á Selfossi. Vegna skrifa pessara kveður siðanefnd L.í. upp svohljóðandi. Úrskurð: Með skrifum sínum í Dagblaðið & Vísi 9. júní 1982 og 2. júlí 1982 hefur Magnús Sigurðsson, yfirlæknir Heilsugæzlustöðvarinnar á Selfossi, brotið 1. gr. III. kafla Codes Ethicus L.í. Með skrifum sínum í Dagblaðið & Vísi 25. júní 1982 hefur Daníel Daníelsson, yfirlæknir Sjúkrahúss Suðurlands, brotið 1. gr. III. kafla Codex Ethicus L.í. Siðanefnd L.í. telur skrif læknanna Daníels Daní- elssonar og Magnúsar Sigurðssonar stórlega ámæl- isverð og áminnir læknana báða að gæta framvegis ákvæða Codex Ethicus í samskiptum sínum inn- byrðis og gagnvart öðrum.« Þann 10. nóv. barst Siðanefnd erindi frá stjórn Felags ísl. heimilislækna vegna ummæla Halldórs Hansen, yfirlæknis, í dagblaðinu Tíminn 7. sama mánaðar. Úrskurður Siðanefndar uppkveðinn 22. marz var pessi: »Vegna eftirtalinna fullyrðinga Halldórs Hansen, yfirlæknis, I viðtali í dagblaðinu Tímanum 7. nóv. 1982: 1. að heimilislæknar viti oft lítið um heilbrigð börn, 2. engin læknisfræðileg rök mæltu með pví, að heilsugæzlulæknar tækju ungbarna- og smábarna- eftirlitið yfir, en mörg mæltu sterklega gegn pví, vekur siðanefnd L.í. athygli á á ákvæðum 1. gr. III. kafla, svo og 2. mgr. 10. gr. I. kafla Codex Ethicus og áminnir Halldór Hansen, yfirlækni, um að halda pau og önnur ákvæði Codex Ethicus.« Rannsóknastöð Hjartaverndar sendi Siðanefnd bréf dags. 18. apríl sl. Þar er talið, að fréttatilkynning um »Málping um kembirannsóknir« undirrituð af tveim tilteknum heimilislæknum, svo og aðdróttanir, sem fælust í ummælum eins peirra um starfssemi Hjartaverndar, væru brot á Siðareglum lækna. Siðanefnd barst bréf frá Félagi ísl. heimilislækna, dags. 3. maí, vegna greinar læknis í dagblaði 23. apríl, par sem höfundur er talinn gerast brotlegur við Siðareglur lækna. Þessi mál eru til meðferðar hjá Siðanefnd. Starfsmatsnefnd Nefndin hélt 11 fundi á árinu 1982 og mat 94 aðstoðarlækna og ákvað upphaf starfsaldurs 35 sérfræðinga. Engin athugasemd kom frá vinnuveit- endum né frá læknum um niðurstöður nefndarinnar. Lífeyrissjóður lækna Á árinu 1982 voru veitt 149 lán úr sjóðnum að fjárhæð samtals kr. 11.600.000.00. Keypt voru vísi- tölutryggð verðbréf af Framkvæmdasjóði fyrir kr. 8.100.000.00. Iðgjöld sjóðfélaga voru um kr. 14.500.000.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.