Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 309 Ályktun um möguleika á einkarekstrí heilsugæzlu- stödva. Jóni Bjarna Þorsteinssyni, Pórði Theodórs- syni, Páli Þórðarsyni, framkvæmdastjóra, og Guð- jóni Eyjólfssyni, lögg, endurskoðanda, var falin framkvæmd ályktunarinnar. Hafa þeir m.a. kynnt sér rekstrarkostnað heilsugæzlustöðva í Reykjavík og átt fundi með læknum stöðvanna, borgarlækni og framkvæmdastjóra heilsugæzlustöðvanna. Rætt verður um kostnað við rekstur heilsugæzlu- stöðva á aðalfundinum í haust. Kjaramál Samningur B.H.M. og sérkjarasamningur fastrád- inna lækna. Kjaradómur um aðalkjarasamning há- skólamanna í þjónustu ríkisins fyrir tímabilið 1. marz 1982 — 29. febrúar 1984 var kveðinn upp pann 21. febrúar 1982, og voru helztu breytingar frá fyrri samningi raktar í síðustu ársskýrslu. Pann 22. okt. náðu B.H.M. og fjármálaráðherra samkomulagi um endurskoðun aðalkjarasamnings. Helztu breytingar urðu pær, að laun hækkuðu um 4 % frá 1. ágúst 1982 og um 2.1 % frá 1. janúar 1983. Orlof lengdist frá 1. des. 1982 pannig, að lágmarks- orlof varð 192 vinnuskyldustundir í stað 160 miðað fullt ársstarf. Orlofsfé á yfirvinnu hækkaði hlutfalls- lega. Upphaf sumarorlofs varð 15. maí í stað 1. júní. Samkomulag náðist ekki milli L.Í. og fulltrúa fjármálaráðherra um sérkjarasamning fyrir fast- ráðna lækna, og fór málið í Kjaradóm. Málið var flutt fyrir Kjaradómi 21. júní 1982 af framkvæmdastjóra félagsins og formanni samninga- nefndar. Pann 19. júlí fóru hins vegar fram, skv. sérstakri ósk Kjaradóms, viðræður milli samninga- nefnda lækna og ríkisins, par sem samkomulag náðist um nýjan samning aðila, sem skyldi gilda til 29. febrúar 1984. Samningurinn var síðan undirritaður tveim dögum síðar. Helztu breytingar frá fyrri samningi voru pessar: Hækkun um einn launaflokk hjá öðrum en heilsugæzlulæknum. Nýtt starfsheiti, aðstoðar- tryggingayfirlæknir, kom inn í samninginn, Ifl. 116. í stað launaflokkshækkunar eftir 5 ára starf á sömu H-2 stöð kom nú ákvæði um hækkun eftir 5 ára starf á heilsugæzlustöð, hafi viðkomandi ekki hækkað skv. eldra ákvæði, sem er óbreytt um launaflokks- hækkun eftir 1 ár á sömu H-1 stöð. Eftir priggja ára starf hækka allir heilsugæzlu- læknar, sem grunnraðað er lfl. 110, um einn flokk. Sérfræðingar í heimilislækningum taki laun einum lfl. hærri en ella. Formenn læknaráða heilsugæzlu- stöða fá greidda póknun, 10 klst. á mánuði. Breyting var gerð á forsendum greiðslna fyrir gæzluvaktir og greiðslur ákveðnar pannig, að á starfssvæði hverrar heilsugæzlustöðvar verða nú greiddar 140 klst. á mánuði með 33.33 % af dagvinnukaupi, en 160 klst. með 45 % af dagvinnukaupi. Samhliða endurskoðun aðalkjarasamnings B.H.M. haustið 1982 fór fram endurskoðun á sérkjarasamn- ingum aðildarfélaga. Nýr samningur fyrir fastráðna lækna var undirritaður 7. des. 1982. Breytingar frá samningnum 21. júlí voru pessar helztar: Aðstoðarlæknar, heilsugæzlulæknar, trygg- ingalæknar og landlæknir hækkuðu um einn launa- flokk, aðrir hækkuðu um tvo launaflokka. Nýtt starfsheiti, yfirlæknir við Vinnueftirlit ríkisins, kom inn í samninginn, raðað í lfl. 119. Gildistaka pessara breytinga var 1. ágúst 1982. Samningur sérfrædinga utan sjúkrahúsa. Samninga- nefnd L.R. vann að kröfugerð sérfræðinga fyrir störf utan sjúkrahúsa allt haustið 1982. Nefndin kallaði alla sérfræðinga til viðræðna um kröfugerðina og hver sérfræðihópur kaus síðan einn fulltrúa til pess að vera samninganefnd til halds og trausts. Fundir voru haldnir með fulltrúum hinna einstöku sér- fræðihópa og á pann hátt reynt að samrýma kröfugerð hinna ýmsu hópa. Þegar samninganefndin hóf störf, lá fyrir ágætur rökstuðningur um kostnað og rekstur lækninga- stofu, sem er 1 raun sameiginlegur liður allra sérfræð- inga, og fór pví vinna við kröfugerðina fyrst og fremst í pað að samræma kröfur um sjálfa gjald- skrána. Par var tekið tillit til kostnaðarliða við rannsóknir og aðgerðir, p.e.a.s. fjárfestingar og reksturs. Þessi nýja kröfugerð var síðan prentuð og kölluð »Tillaga að gjaldskrá Læknafélags Reykja- víkur 1983«, og var hún send öllum félagsmönnum til kynningar. Fundur var síðan haldinn í Læknafélagi Reykja- víkur, par sem umræður fóru fram um pessa nýju gjaldskrá. Síðan var pessi kröfugerð send Sjúkra- samlagi Reykjavíkur og Tryggingastofnun ríkisins. Á árinu hafði félagsmönnum margsinnis borizt bréf frá T.R. pess efnis, að bráðlega yrði gildandi samningi um tilvísanir framfylgt út í æsar. Eins og öllum er kunnugt er gildandi samningur um petta efni pess eðlis, að erfitt er að veita sérfræðipjónustu, og pví hefur gilt pegjandi samkomulag aðila að hliðra pessum ákvæðum til á pann hátt, að sérfræð- ingar hafa í raun haft »tilvísunarrétt«. Pað er einróma álit sérfræðinga, að pýðingar- mesta atriði næstkomandi samninga verði að leggja niður tilvísanir sem greiðsluheimild eða a.m.k. við- halda óbreyttu ástandi. Lögfræðingur L.R. og samninganefnd töldu, að einstakir sérfræðingar hefðu rétt til að segja sig undan samningsskyldum við L.R. og T.R., pegar samningurinn rann út 31. des. 1982 og taldi samn- inganefnd samningsaðstöðu góða. Á fyrsta samn- ingafundi 1 janúar 1983 ræddu fulltrúar beggja aðila tilhögun og vinnubrögð við væntanlega samnings- gerð. í lok pessa fundar spurði formaður samninga- nefndar S.R./T.R., Gunnar Möller, um afstöðu sér- fræðinga í tilvísunarmálinu. Samninganefnd L.R. skýrði frá kröfum félagsmanna um afnám tilvísana sem greiðsluheimilda og eftir að hafa heyrt pessa afstöðu, sleit formaður samninganefndar S.R./T.R. fyrirvaralaust fundi og sagði engan samnings- grundvöll vera fyrir hendi og óskaði að leggja málið í Gerðardóm samkvæmt gildandi lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.