Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 40
298 LÆKNABLAÐIÐ 69,298-302,1983 Georg A. Bjarnason, Guðjón Lárusson, Halldór Steinsen, Ásgeir Jónsson KRANSÆÐASTÍFLA Á LANDAKOTSSPÍTALA 1976-1980 INNGANGUR Hjarta- og æðasjúkdómar eru eitt helsta heilbrigðisvandamál íslendinga í dag. Um langt skeið hafa þeir valdið hlutfallslega flest- um dauðsföllum hér á landi svo sem í öðrum vestrænum ríkjum. Samkvæmt nýjum heim- ildum eru 44 % dauðsfalla hér á landi af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma (1). Megin þorri þessa hóps deyr úr bráðri kransæðastíflu. Bjarni Pjóðleifsson kannaði dánartíðni af völdum sjúkdóma í kransæðum og heilaæðum á íslandi 1959-79 (2). Kemur þar m.a. fram að á tímabilinu 1970-75 varð 130% aukning á dánartíðni vegna sjúkdóma í kransæðum hjá körlum 40-70 ára, en síðan 20 % lækkun 1975- 79. Ýmsar breytingar hafa orðið í meðferð bráðrar kransæðastíflu frá því að gjörgæslu- deildum var komið á fót um miðjan sjöunda áratuginn. Ýmis lyf notuð við meðferð á hjartsláttartruflunum, losti og hjartabilun hafa komið fram, en þrátt fyrir það hefur ekki orðið marktæk lækkun á dánartíðni hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu (3). Rannsókn þessi er framhald rannsóknar sem var gerð á Landakotsspítala árin 1966-75 og birtist í Læknablaðinu (4). Tilgangur rann- sóknar okkar er að kanna fjölda tilfella bráðrar kransæðastíflu á Landakotsspítala og árangur meðferðar, og bera hann saman við sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið á Landspítala (5, 6) og Borgarspítala (7, 8). EFNIVIÐUR Rannsóknin nær til 369 innlagna 354 sjúklinga á Landakotsspítala árin 1976-80, sem reyndust hafa bráða kransæðastíflu við innlögn eða fengu hana í legunni. Við greiningu var beitt skilmerkjum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar, sem byggð eru á sjúkrasögu, hvatagildum, hjartalínuriti og krufningu, en 78 % þeirra sem létust voru krufnir. Peir hvatar sem mældir eru á Landakoti eru CPK-MB og HBDH. Farið var yfir sjúkraskrár þessara sjúklinga m.t.t. Barst 10/06/1983. Samþykkt 12/07/1983 og sent í prent- smiðju. ofanskráðra atriða og fóru höfundar sameigin- lega yfir þær sjúkraskrár þar sem greining gat orkað tvímælis. Sjúkdómaskrá er sameiginleg fyrir allar deildir spítalans og nær því rann- sóknin einnig til sjúklinga sem lágu á Augn- deild eða Handlæknisdeild þegar þeir veiktust af kransæðastíflu. NIÐURSTÖÐUR Á mynd 1 er sýndur fjöldi sjúklinga á ári og skipting þeirra eftir kyni. Teknir eru með sjúklingar frá tímabilinu 1966-75 (4) og má glöggt sjá, að fjöldi innlagna fór vaxandi fram til ársins 1975, en hefur síðan nær staðið í stað. Á tímabilinu 1976-80 voru alls 238 innlagnir 228 karla, en 131 innlögn 126 kvenna. Mynd 2 sýnir skiptingu sjúklinga eftir aldri og kyni. Flestir sjúklingar eru á aldrinum 70-79 ára, 123 eða 33.3 %. Athyglisvert er að í rannsókninni 1966-75 var fjölmennasti aldurs- hópurinn 60-69 ára, 207 eða 35.8 % þ.e. tíu árum yngri. Skýrist þetta líklega af vaxandi nýgengi (incidence) bráðrar kransæðastíflu fram til 1975 og því hærra algengi (prevalen- ce) í eldri aldursflokkum árin 1975-80. Tafla 1 sýnir dánartíðni sjúklinga eftir aldri og kyni. Af 369 innlögðum sjúklingum dóu 75, eða 20.3 %. Heildardánartíðni karla er 15.9 % en 28.2 % hjá konum. Er hér um að ræða marktækt hærri dánartölu kvenna, en karla í aldurshópnum 60 ára og eldri (P<0.05, x2; 0.05 = 11.7). í öðrum rannsóknum hér á landi kemur einnig fram hærri dánartala kvenna ef frá er talin rannsókn Borgarspítala 1972-75 þar sem dánartala kvenna og karla er svipuð (Tafla 7). Eins og í fyrri rannsókn fer dánar- tíðni hækkandi með aldrinum, svo sem eðlilegt má telja, en svo virðist sem gerbreyting verði um sextugt bæði hjá konum og körlum. Dánar- tíðni karla fyrir sextugt er mjög lág og miklu lægri en í fyrri rannsókn. Athyglisvert er að engin kona dó yngri en sextug og aðeins tveir karlmenn. Hinsvegar er dánartíðni langhæst hjá konum yfir áttrætt, 50 %. Á töflu 2 er borin saman dánartíðni karla og kvenna m.t.t. þess hvort sjúklingurinn var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.