Læknablaðið - 15.11.1983, Page 40
298
LÆKNABLAÐIÐ 69,298-302,1983
Georg A. Bjarnason, Guðjón Lárusson, Halldór Steinsen, Ásgeir Jónsson
KRANSÆÐASTÍFLA Á LANDAKOTSSPÍTALA
1976-1980
INNGANGUR
Hjarta- og æðasjúkdómar eru eitt helsta
heilbrigðisvandamál íslendinga í dag. Um
langt skeið hafa þeir valdið hlutfallslega flest-
um dauðsföllum hér á landi svo sem í öðrum
vestrænum ríkjum. Samkvæmt nýjum heim-
ildum eru 44 % dauðsfalla hér á landi af völd-
um hjarta- og æðasjúkdóma (1). Megin þorri
þessa hóps deyr úr bráðri kransæðastíflu.
Bjarni Pjóðleifsson kannaði dánartíðni af
völdum sjúkdóma í kransæðum og heilaæðum
á íslandi 1959-79 (2). Kemur þar m.a. fram að á
tímabilinu 1970-75 varð 130% aukning á
dánartíðni vegna sjúkdóma í kransæðum hjá
körlum 40-70 ára, en síðan 20 % lækkun 1975-
79.
Ýmsar breytingar hafa orðið í meðferð
bráðrar kransæðastíflu frá því að gjörgæslu-
deildum var komið á fót um miðjan sjöunda
áratuginn. Ýmis lyf notuð við meðferð á
hjartsláttartruflunum, losti og hjartabilun hafa
komið fram, en þrátt fyrir það hefur ekki orðið
marktæk lækkun á dánartíðni hjá sjúklingum
með bráða kransæðastíflu (3).
Rannsókn þessi er framhald rannsóknar
sem var gerð á Landakotsspítala árin 1966-75
og birtist í Læknablaðinu (4). Tilgangur rann-
sóknar okkar er að kanna fjölda tilfella
bráðrar kransæðastíflu á Landakotsspítala og
árangur meðferðar, og bera hann saman við
sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa ver-
ið á Landspítala (5, 6) og Borgarspítala (7, 8).
EFNIVIÐUR
Rannsóknin nær til 369 innlagna 354 sjúklinga
á Landakotsspítala árin 1976-80, sem reyndust
hafa bráða kransæðastíflu við innlögn eða
fengu hana í legunni. Við greiningu var beitt
skilmerkjum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar, sem byggð eru á sjúkrasögu, hvatagildum,
hjartalínuriti og krufningu, en 78 % þeirra sem
létust voru krufnir. Peir hvatar sem mældir eru
á Landakoti eru CPK-MB og HBDH. Farið
var yfir sjúkraskrár þessara sjúklinga m.t.t.
Barst 10/06/1983. Samþykkt 12/07/1983 og sent í prent-
smiðju.
ofanskráðra atriða og fóru höfundar sameigin-
lega yfir þær sjúkraskrár þar sem greining gat
orkað tvímælis. Sjúkdómaskrá er sameiginleg
fyrir allar deildir spítalans og nær því rann-
sóknin einnig til sjúklinga sem lágu á Augn-
deild eða Handlæknisdeild þegar þeir veiktust
af kransæðastíflu.
NIÐURSTÖÐUR
Á mynd 1 er sýndur fjöldi sjúklinga á ári og
skipting þeirra eftir kyni. Teknir eru með
sjúklingar frá tímabilinu 1966-75 (4) og má
glöggt sjá, að fjöldi innlagna fór vaxandi fram
til ársins 1975, en hefur síðan nær staðið í stað.
Á tímabilinu 1976-80 voru alls 238 innlagnir
228 karla, en 131 innlögn 126 kvenna.
Mynd 2 sýnir skiptingu sjúklinga eftir aldri
og kyni. Flestir sjúklingar eru á aldrinum 70-79
ára, 123 eða 33.3 %. Athyglisvert er að í
rannsókninni 1966-75 var fjölmennasti aldurs-
hópurinn 60-69 ára, 207 eða 35.8 % þ.e. tíu
árum yngri. Skýrist þetta líklega af vaxandi
nýgengi (incidence) bráðrar kransæðastíflu
fram til 1975 og því hærra algengi (prevalen-
ce) í eldri aldursflokkum árin 1975-80.
Tafla 1 sýnir dánartíðni sjúklinga eftir aldri
og kyni. Af 369 innlögðum sjúklingum dóu 75,
eða 20.3 %. Heildardánartíðni karla er 15.9 %
en 28.2 % hjá konum. Er hér um að ræða
marktækt hærri dánartölu kvenna, en karla í
aldurshópnum 60 ára og eldri (P<0.05, x2; 0.05
= 11.7). í öðrum rannsóknum hér á landi
kemur einnig fram hærri dánartala kvenna ef
frá er talin rannsókn Borgarspítala 1972-75
þar sem dánartala kvenna og karla er svipuð
(Tafla 7). Eins og í fyrri rannsókn fer dánar-
tíðni hækkandi með aldrinum, svo sem eðlilegt
má telja, en svo virðist sem gerbreyting verði
um sextugt bæði hjá konum og körlum. Dánar-
tíðni karla fyrir sextugt er mjög lág og miklu
lægri en í fyrri rannsókn. Athyglisvert er að
engin kona dó yngri en sextug og aðeins tveir
karlmenn. Hinsvegar er dánartíðni langhæst
hjá konum yfir áttrætt, 50 %.
Á töflu 2 er borin saman dánartíðni karla og
kvenna m.t.t. þess hvort sjúklingurinn var