Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 27
LÆKNABLADID 69,289-293,1983
289
Ólafur Steingrímsson', Hannes Þórarinsson2, Anna Sigfúsdóttir1, Arinbjörn
Kolbeinsson1
KÖNNUN Á TÍÐNISÝKINGA AF VÖLDUM C.
TRACHOMATIS Á ÍSLANDI í SAMANBURÐIVIÐ
TÍÐNILEKANDA
Rannsókn á sjúklingum er leituðu til húð- og kynsjúk-
dómadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur árið 1982
INNGANGUR
Á síðari árum hefur C. trachomatis komið
fram á sjónarsviðið sem ein algengasta orsök
kynsjúkdóma á Vesturlöndum (1). Ræktanir á
C. trachomatis eru óvíða framkvæmdar í sama
mæli og; ræktanir á N. gonorrhoeae og sjúk-
dómurinn er ekki tilkynningarskyldur nema í
fáum ríkjum, svo sem á íslandi og Bretlandi.
Þess vegna er heildartíðnin óviss í flestum
löndum. Á hinum Norðurlöndunum eru rækt-
anir víða framkvæmdar í verulegum mæli og
er ljóst að C. trachomatis sýkingar eru algeng-
ari par en lekandi (2, 3).
Lítið er vitað um tíðni þeirra hér á landi
vegna pess að bakteríugreining var ekki tiltæk
innanlands til skamms tíma. Rannsókn á nokkr-
um sýnum frá sjúklingum með einkenni um
pvagrásarbólgu, framkvæmd af Möller og
fleirum, gaf vísbendingu um að klamydíasýk-
ingar væru óalgengar á íslandi (4).
Ræktanir á C. trachomatis hófust á Sýkla-
deild Rannsóknastofu Háskólans við Barón-
stíg í desember 1981. Eftirfarandi rannsókn
var gerð til pess að kanna tíðni klamydíasýk-
inga í samanburði við lekanda meðal sjúklinga
sem leituðu til húð- og kynsjúkdómadeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur árið 1982.
EFNVIÐUR OG AÐFERÐIR
Sjúklingar. Tekin voru sýni til ræktunar frá
öllum sjúklingum, sem komu til húð- og
kynsjúkdómadeildarinnar í Reykjavík vegna
gruns um lekanda eða klamydíasýkingu. Ýmist
var um að ræða sjúklinga, sem leituðu til
stöðvarinnar vegna einkenna eða einstaklinga,
sem taldir voru hafa haft samfarir við sýkt fólk
og komu vegna tilmæla lækna deildarinnar
Frá Lýkladeild Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg
og 2kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Barst ritstjórn 09/07/83. Samþykkt til birtingar 12/07/83 og
send í prentsmiðju.
eða annarra lækna. Meðal þeirra voru rekkju-
nautar kvenna, sem greindar voru á Kvenna-
deild Landspítalans. í stöku tilvikum var um að
ræða einstaklinga, sem voru einkennalausir, en
komu af eigin hvötum til pess að fá úr pví
skorið, hvort peir bæru með sér kynsjúkdóma-
bakteríur. í nær öllum tilvikum voru tekin sýni
bæði til lekandaræktana og til ræktana fyrir C.
trachomatis. í undantekningartilvikum var pó
aðeins gerð ræktun fyrir annarri bakteríunni,
ef um var að ræða einkennalausan einstakling,
sem hafði smitast af sjúklingi, sem aðeins
önnur bakterían hafði ræktast frá.
Upplýsingum um sjúklingana var safnað
afturvirkt (retrospective), með pví að fara yfir
sjúkraskrár peirra. Athugað var hvers vegna
sjúklingarnir leituðu til deildarinnar og hver
kynskipting og aldursdreifing peirra var. Einn-
ig var athugað hvort peir hefðu haft kynsjúk-
dóm áður og hve rekkjunautar voru margir.
Reynt var að rekja smitferil eins og hægt var
og reyndist pað oftast mögulegt 1-2 mánuði
aftur í tímann. Einnig var athugað hve margir
karlanna hefðu haft einkenni um pvagrásar-
bólgu.
Sýnataka. Sýni til lekandaræktana voru tekin
frá pvagrás hjá körlum og pvagrás og leghálsi
hjá konum. Þegar ástæða pótti til voru einnig
tekin sýni frá hálsi og endaparmi. Sýnin voru
tekin með Culturette (R) sýnatökusettum, sem
í var endurbætt Stuarts-æti og flutt til rann-
sóknastofunnar innan priggja klukkustunda.
Sýni til ræktana á C. trachomatis voru tekin
frá pvagrás hjá körlum og leghálsi hjá konum.
Við sýnatöku frá urethra var pess gætt að
stinga pinnanum 2-3 cm upp í pvagrásina og
honum nuddað við slímhúðina nokkrum sinn-
um. Hjá konum voru sýnin tekin úr leghálsopi.
Sýnin voru tekin á kalsiumalginatpinna og
sett í sérstakt flutningsæti. Flutningsætið var