Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 34
296 LÆKNABLADID þau fjögur atriði sem minnst var á: Hvað varð tilefni könnunar eða rannsóknar, hvað var gert og hvernig, hver varð útkoman og hvaða þýðingu hefir hún? Þessi útdráttur gefur lesanda kost á að meta hvort hann hafi áhuga fyrir efninu og auðveldar honum lestur grein- arinnar. Inngangur (indtroduction). Hér svarar þú í stuttu máli fyrstu spurningunni: Why did you start? Pú greinir frá þeim hugmyndum, sem liggja að baki athugunum þínum (hypothesis). Næst kemur frásögn af því, hvað aðrir hafa gert (litterature reviewed) og hver afstaða vinnukenningar þinnar er til þeirra niður- staðna. Hér vil ég aðeins endurtaka: Reyndu að vera eins stuttorður og þú getur. Pú ert ekki að skrifa mannkynssöguna eða sögu læknisfræð- innar, ekki einu sinni sögu viðkomandi sjúk- dóms. Að vísu skaðar engan þó að þú eyðir þrem línum í að segja frá því, að fyrsta lýsing hafi fundist í papyrushandriti frá fimmtu öld fyrir Krist, næsta tilvitnun er síðan beint tengd því vandamáli, sem þú hefir verið að fást við og vinnukenning þín fjallar um. Hafir þú ekki upphaflega grein eða rit undir höndum greindu þá frá hvar þú fékkst tilvitnun í upphaflegt rit. Auk þess: Þú færð aðeins að nota takmarkaðan fjölda tilvitnana. Eyddu þeim ekki að óþörfu hér! Að síðustu vísar þú svo til tölfræðilega að- ferða, sem beitt er við könnun á niðurstöðum. Efnividur og adferdir (Material and methods. Patients and methods). Oft vill þessi kafli verða óþarflega langur, það er óþarft vegna þess að þú þarft hér aðeins að segja frá því hvað þú gerðir og hvernig þú fórst að því. Aðrir, sem fjalla um sama efni, geta þá endurtekið athugun þína og að minnsta kosti lagt mat á gildi aðferðanna og þar með á niðurstöðurnar.' Þú lýsir aðferðum sér og fjallar um efnivið- inn sér. Ef »efniviðurinn« eru sjúklingar verður yfirskriftin: Sjúklingar og aðferðir. Ef þú ert að fjalla um einn eða fleiri sjúklinga fellir þú efnivið, aðferðir og niðurstöður sam- an í einn kafla undir yfirskriftinni: Sjúkra- sögur. Niðurstöður. (Results) Hér kemur svarið við þriðju spurningunni: What answer did you get? Settu fram allar niðurstöður og sem mest af þeim í töfluformi. Forðastu að ræða um efnið, (separate fact from opinion (7)), nema til þess að benda á mikilvæg atriði og tengsl milli þátta í athuguninni. Forðastu að endurtaka í textanum það sem auðveldlega má lesa úr töflum eða myndlýsingu. Umræða. (Discussions). Nú er komið að því að meta það, hvað niðurstöðurnar tákna: What does it mean? Styðja niðurstöðurnar kenningu þína? Veita þær svör við þeim spurningum, sem leiddu til þess að þú gerðir athugun þína? í rauninni mætti hugsa sér að hægt væri að sleppa alveg allri umræðu. (»The results have been presented and in so doing their implicati- ons are made clear. What is there to discuss? (11)). Þetta gildir að sjálfsögðu ekki alltaf, en þetta er áminning um það að vera eins stuttorður og hægt er. Tengdu niðurstöður þínar við það sem aðrir hafa gert, en forðastu endurtekningu á því sem áður kom fram í texta. Skil. (Conclusion). Ef efniviður og niðurstöður eru margbrotin hlýðir að draga saman undir þessari fyrirsögn, á sama hátt og gert er í lok góðs erindis veigamestu atriðin í niðurstöðum þínum: 1) þær staðfesta það sem allir vissu áður, 2) þær staðfesta það sem menn hefir grunað, 3) þær eru nýjar af nálinni eða ganga í berhögg við niðurstöður annarra. Um frágang handritsins sjálfs er vísað til leiðbeininga í Handbókinni (1), en vera kann að síðar komi nánari leiðbeiningar t.d. um töflur og myndlýsingu. Þangað til gætir þú stuðst við norrænar leiðbeiningar im þetta efni (12). Dómendur (referees). Þegar svo handritið er komið til ritstjórnar er það annað hvort metið hæft til birtingar eða ekki. Sé um sérhæft efni að ræða er handritið sent dómanda, sem valinn er af einhverjum úr ritstjórn og vita ekki aðrir um það hver dómandi er hverju sinni. Umsögn hans er send höfundi, sem gerir viðeigandi breytingar. Fallist höfundur ekki á gagnrýni dómanda svarar hann henni með skriflegri greinargerð sem ritstjórn fjallar síðan um. Reynsla okkar í ritstjórn af þessu kerfi er mjög góð og myndi mörg greinin hafa tafist, ef ekki hefðu komið til góð ráð dóm- enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.