Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 56
310 LÆK.NABLAÐIÐ Eftir endurskoðun og að fengnu áliti Sveins Snorrasonar, hrl., lá f>að ljóst fyrir, að læknar voru neyddir til að hlíta Gerðardómi í pessu máli, par sem peir höfðu ekki sagt sig undan samningnum fyrir 1. sept. 1982. Haldinn var almennur fundur í Lækna- félagi Reykjavíkur, málið skýrt og par sampykkt að fela samninganefnd að endurnýja samninginn ó- breyttan og fá pannig lögmætan uppsagnarrétt ein- stakra sérfræðinga. Auk pess pótti eðlilegt að fara fram á hækkun kaupliða í samræmi við aðrar stéttir og óbreytt ástand í tilvísunarmálinu. Fyrir milligöngu formanns Læknafélags Reykja- víkur var komið á samningafundum að nýju, og á priðja fundi, pann 19. apríl 1983, var samið um breytingu á samningi um sérfræðilæknishjálp frá 20. júní 1982. Helztu atriði pessa nýja samnings er breyttur gildistími frá 1. janúar til 1. des. 1983 og 9.3 % hækkun á einingarverði frá 1. janúar 1983. Samninganefnd S.R./T.R. var ekki til viðræðu um 12. gr. fyrri samnings um tilhögun tilvísana. Samningar númeralækna. Samningur um heimilis- læknishjálp milli L.R. og S.R. rann út 1. nóv. 1979. Undirbúningur nýrra samninga hófst pegar vorið 1979 með fundum samninganefndar heimilislækna. Samdi nefndin drög að nýjum samningi, sendi pau samninganefnd S.R./T.R. pegar haustið 1979, en undirtektir urðu aldrei neinar. Pannig fóru engar samningaviðræður fram milli aðila árin 1979, 1980 og 1981. Til samræmis við samning B.H.M. fengu heimilislæknar, sem starfa eftir svokölluðu númera- kerfi, hækkun á launahluta 1. des. 1980 6 % og aftur 1. nóv. 1981 3.25 %. Að vonum gætti vaxandi óánægju meðal heimil- islækna með kjör sín, sérstaklega eftir að sjúkra- húslæknar fengu verulegar kjarabætur sumarið 1981, en að vísu eftir langvinna og harðvítuga baráttu. ítrekað var reynt að koma á samningaviðræðum milli heimilislækna í Reykjavík og fulltrúa sjúkra- trygginga, en án árangurs, par til snemma árs 1982. Voru haldnir 2 óformlegir fundir í húsnæði fjármála- ráðuneytisins, par sem mættir voru framkvæmda- stjóri L.R./L.Í., formaður samninganefndar númera- lækna, formaður samninganefndar S.R./T.R. og full- trúi fjármálaráðuneytisins. Á fyrsta fundinum voru undirtektir fremur jákvæðar, en á seinni fundi var fulltrúum heimilislækna tjáð, að vísu með loðnu orðalagi, að ekki væri ætlunin að semja við heimil- islækna í Reykjavík, sem starfa eftir svokölluðu númerakerfi, að sinni. Engu að síður var málið tekið upp að nýju í september 1982, og voru haldnir 2 samningafundir aðila 16. og 23. sept. Á síðari fundinum kom fram tilboð, sem hljóðaði upp á eftirtaldar hækkanir, allt annað skyldi »út af borðinu«, eins og fulltrúi fjármálaráðuneytisins orðaði pað: 1. 1. marz 1982 1.20%. 2. 1. ágúst 1982 4.00% og 2.1 % í launaflokkatil- færslur. 3. l.sept. 1982 starfsaldurshækkun sbr. 9 ára starfsaldur hjá B.H.M. 4. I.janúarl983 2.10%. 5. 1. marz 1983 starfsaldurshækkun sbr. 18 ára starfsaldur hjá B.H.M. 6. 2 % hækkun frá 1. sept. 1982 (m.t.t. Iaunaflokkatil- færslna á starfsheitum hjá B.H.M. o.fl.). Tilboð petta var síðan rætt á fundi í Félagi heimilislækna í Reykjavík 27. sept. 1982 og sampykkt með porra greiddra atkvæða. Pótti aug- ljóst, að frekari leiðrétting á fremur bágbornum kjörum svokallaðra númeralækna á Reykjavíkur- svæðinu fengist ekki nema með harðvítugri baráttu, en samstaða um slíkar aðgerðir er ekki til staðar hjá pessum hópi lækna. Samningar náðust um, að allar pessar breytingar kæmu til framkvæmda 1. sept. 1982. í kröfugerð heimilislækna var farið fram á eftir- laun fyrir eldri heimilislækna. Á fundi formanna samninganefnda aðila og fleiri og sampykkti Sjúkra- samlag Reykjavíkur eftirfarandi bókun, par sem orðið er að nokkru við ofannefndum kröfum: Sameiginleg bókun: »Þeim heimilislæknum, sem enn eru í fullu starfi og fæddir eru árið 1907 eða fyrr, skal gert kleift að hætta störfum, með pví að samlagsstjórn ábyrgist peim eða mökum peirra eigi lægri heildarlífeyri en peim hefði borið sem starfandi héraðslæknum. Sömu réttinda skulu njóta makar peirra lækna, sem látist hafa frá síðustu samningsgerð og voru í fullu starfi sem heimilislæknar. Við ákvörðun lífeyris skal miða við, að heildarlífeyrir verði sem næst eftir- launum héraðslæknis, sem greitt hefur iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í 30 ár. Við undirritun samnings pessa er grunnröðun héraðs- lækna (nú heilsugæzlulækna) launaflokkur 111, skv. launakerfi B.H.M.« Pann 8. des. var síðan gengið formlega frá samningum, eftir að fram hafði komið krafa frá stjórn S.R. um, að 1) samningar giltu til 31. des. 1983 og 2) L.R. styddi fyrirhugaða kerfisbreytingu á heimilislækningum pann 1. janúar 1984. L.R. féllst á samninginn út árið 1983, en gerði eftirfarandi bókun varðandi síðari kröfu stjórnar S.R.: »Stjórn L.R. styður væntanlega breytingu úr núverandi kerfi heimilislækninga yfir í kerfi heilsu- gæzlustöðva, enda liggi fyrir á svokölluðum »D- degi« samningur um pað, hvaða greiðslufyrirkomu- lag skuli gilda fyrir pá lækna, sem stunda vilja almennar lækningar á eigin stofum.« Eftir pessum samningi hefur verið starfað utan Reykjavíkur, par sem númerakerfi er enn við lýði. Samningur sjúkrahúslækna. Haustið 1982 fór fram endurskoðun á kjarasamningi sjúkrahúslækna, sem gildir frá 1. marz 1982 til 29. febrúar 1984. Sam- komulag náðist eftir 3 fundi. Samið var um eftirtald- ar grunnkaupshækkanir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.