Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1985, Side 26

Læknablaðið - 15.04.1985, Side 26
94 LÆKNABLAÐIÐ Árið eftir, þ.e. fyrir fjórum árum, var konan lögð inn í fjórða sinn, nú vegna endurtekinna skyndiblæðinga um endaþarm með tveggja-þriggja tíma millibili sólarhring fyrir innlögn. Ristilspeglun upp að miltis- bugðu sýndi engan hugsanlegan blæðingar- stað. Röntgenskoðanir á maga, mjógirni og ristli reyndust neikvæðar. Fimmta innlögnin var fyrir tveim árum vegna þrálátra blæðinga um endaþarm í rúman sólarhring fyrir innlögn. Endurteknar blæðingar voru eftir komu á spítalann. Æðamyndataka af efri hengisslagæð sýndi þrjár æðaflækjur, misstórar utanvert í miðjum botnristli og mjög bráða skuggaefnis- fyllingu í mjög víðum bláæðum, en engin merki um leka út í görn, mynd 5A og 5B. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum var gerð ristilspeglun, sem sýndi litarbreytingar á þremur stöðum í slímhúð botnristils, gegnt Slagæö Æðahnykill Mynd 4. Æðamynd tekin eftir ristilbrottnám og sýnir æðamisvöxt í botnristli. (Sjúkrasaga II). ristilsloku og merki um nýlegar blæðingar frá stærsta svæðinu. Gerð var helmingsstýfing ristils hægra megin. Ekkert frásagnarvert kemur fram í heilsu- farssögu konunnar. Smásjárgerð, eðli kvillans og orsakir Smásjárgerð. í sneiðum frá þessari æðamein- semd sjást útvíkkaðar, hlykkjóttar, þunn- veggja æðar, oft eingöngu klæddar innan- þekju og sjaldnar með þunnu, sléttu vöðva- lagi. Æðar þessar eru aðallega útvíkkaðar bláæðar, bláæðlingar og háræðar, en einnig má stundum sjá þykkveggjaðar bláæðar og slagæðar. Fyrstu breytingarnar sem sjást í æðamisvexti eru útvíkkaðar stórar bláæðar í slímubeð, en í slimu eru oftast engar æðabrey- tingar á þessu stigi. Síðan sjást útvíkkaðar smærri bláæðar, sem ganga í gegnum vöðvaþynnu slímhúðar upp í dýpri hluta hennar. í lengra gengnum æðameinum af þessu tagi sést síaukinn fjöldi útvíkkaðra og aflagaðra æða í slímhúðinni, sem að lokum er fyllt hlykkjóttum og þöndum æðum. Ekki ósjaldan eru þessar æðar aðskildar frá ristil- holi eingöngu með einföldu innanþekjulagi. Stundum skagar blóðsegi upp úr slíkri æð, sem ábending um nýlega blæðingu. í þeim tilvikum æðamisvaxtar, sem greint hefur verið frá, hafa ekki fundist nein merki um æxlisvöxt, né hefur smásjárgerðin samræmst því að um slagæða-bláæða-missmíð væri að ræða. Niðurstöður rannsókna á þessari mein- - Slagæð Æðahnykill 0 Bláæð Mynd 5A og 5B. Æðamyndataka af arteria mesenterica superior fyrir aðgerð, (sjúkrasaga III), sýnir þrjár æðaflœkjur og skuggaefnisfyllingu í mjög víðum bláæðum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.