Læknablaðið - 15.04.1985, Side 32
98
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 98-103.
Vilhjálmur Rafnsson, Soffia G. Jóhannesdóttir
RANNSÓKN Á DÁNARMEINUM MEÐAL MÚRARA Á
ÍSLANDITÍMABILIÐ 1951-1982
INNGANGUR
Snefilefni í sementi geta haft áhrif á heilsu
þeirra, sem með steypu vinna. Helst þessara
efna eru málmarnir nikkel og kóbalt, en þó
sérstaklega króm og er það í mestu magni
þessara málma (1). Sexgilt króm fannst í
íslensku sementi við athuganir, sem gerðar
voru 1983 (2). Sexgilt króm í sementi getur
vakið ofnæmisviðbrögð og á þann hátt valdið
húðútbrotum (1, 3, 4, 5, 6). Einnig er talið að
krómsambönd hafi skaðvænleg áhrif á önd-
unarfærin, valdi sárum á slímhimnum nefs-
ins, götum á miðsnesinu, bandvefsherslum í
lungum og ofnæmisastma (7).
Hjá starfsmönnum, sem unnið hafa við
framleiðslu á krómsamböndum eða við
krómhúðun, hefur verið lýst aukinni tíðni
krabbameina í lungum (8, 9, 10, 11, 12).
Alþjóðlega krabbameinsrannsóknastofnunin
(IARC) í Lyon telur nægar sannanir fyrir því,
að krómsölt valdi lungnakrabbameini hjá
þeim, sem vinna við framleiðslu þeirra (13).
Þær faraldsfræðilegu niðurstöður, sem fyrir
liggja, eru ónógar til að meta hlut hinna ýmsu
krómsambanda, hvað varðar form eða leys-
anleika, með tilliti til hættunnar á, að þau
framkalli krabbamein (13). Ekki er heldur
vitað, hverri krómmengun starfsmenn mega
verða fyrir, þannig að ekki aukist hættan á, að
þeir fái lungnakrabbamein (7).
Ofangreind atriði hafa orðið tilefni þessarar
hóprannsóknar. Megintilgangur hennar er að
kanna dánarmein múrara, einkum þann
fjölda sem dáið hefur úr krabbameini, sér-
staklega lungnakrabbameini. Fjöldi dáinna í
hópi múrara verður borinn saman við þann
fjölda sem vænta má að deyi miðað við
íslenska karla í heild.
Okkur er ekki kunnugt um fyrri rannsóknir
meðal múrara af þessu tagi, en hóprannsókn á
starfsmönnum við sementsframleiðslu hefur
Vinnueftirlit ríkisins. Barst ritstjórn 29/12/1984. Samþykkt til
birtingar og send í prentsmiðju 13/01/1985.
aftur á móti leitt í ljós aukna hættu á dauða úr
magakrabbameini (14), sem talin er tengjast
mikilli rykmengun.
AÐFERÐIR
Rannsóknaraðferðin, sem notuð er, kallast
aftursýn hóprannsókn (retrospective cohort
study). Skilgreindur er rannsóknarhópur,
sem er allir múrarar skráðir í Múraratali og
steinsmiða (3) og fæddir eru á árunum 1905 -
1945 er tekið hafa sveinspróf eða hafa fengið
sveinsréttindi á íslandi eða fengið meistara-
bréf í múraraiðn, samkvæmt úrskurði Land-
sambands íslenskra iðnaðarmanna. Rann-
sóknarhópurinn er 450 múrarar, allt karlar.
Leitað var að múrurunum í skrá Hagstofu
íslands 1. desember 1982 og athugað hvort
þeir væru á lífi. Að þeim, sem ekki fundust í
nafnnúmeraskránni, var leitað í skrám yfir
dána. Eftir þeim, sem sagðir voru búsettir
erlendis, var grennslast hjá íslenskum sendi-
ráðum og erlendum manntalsstofnunum,
hvort þeir voru lífs eða liðnir. Á þennan hátt
fengust upplýsingar um afdrif allra einstak-
linganna í rannsóknarhópnum. Upplýsinga
um dánardag og dánarmein var aflað af
dánarvottorðum hjá Hagstofu íslands.
Dánarmeinin voru flokkuð til samræmis við
sjöundu útgáfu Hinnar alþjóðlegu sjúkdómá-
og dánarmeinaskrár.
Fjöldi mannára sem múrararnir eru í hættu
að deyja, var reiknaður frá því að fyrsti
múrarinn í hópnum fékk sveinspróf/réttindi,
þ.e. frá árinu 1927 og til 1. desember 1982 eða
til dánardags þeirra, sem fallið höfðu frá fyrir
þann tíma (15,16). Væntanlegur fjöldi dáinna
(expected number, væntigildi), fyrir dánar-
mein, sem voru athuguð, var reiknaður út á
grunni samsvarandi dánartalna fyrir karla á
íslandi 1951-1980 og framreiknaðra dánar-
talnafyrirárin 1981-1982(15,16). í rannsókn-
inni er þannig fjöldi dáinna úr múrarahópn-
um (observed number, fundinn fjöldi dáinna)