Læknablaðið - 15.04.1985, Page 40
101
LÆKNABLAÐIÐ
múrararnirírannsóknarhópnumfengusveins-
próf/réttindi og í þeim hópi var 201 múrari.
Af þeim höfðu 38 dáið, en búast mátti við
27,82 látnum. Gefur það staðlað dánarhlut-
fall 1,37, sem er nálægt því að vera tölfræði-
lega marktækt, þar sem neðri 95% öryggis-
mörkin eru nálægt einum heilum eða 0,97.
Þegar litið er á einstök dánarmein sést að
þetta má aðallega rekja til aukinnar hættu á
að deyja úr illkynja æxlum og þá sérstaklega
illkynja æxlum í barka, berkjum og lungum.
Staðlað dánarhlutfall fyrir hið fyrrnefnda er
2,23 (tölfræðilega marktækt á 1% stigi), en
staðlað dánarhlutfall fyrir hið síðarnefnda er
6,25 (tölfræðilega marktækt á 0,1% stigi).
Þetta merkir, að hættan hjá múrarahópnum á
að deyja úr illkynja æxlum, er um tvöfalt
meiri og að hættan á að deyja úr illkynja
æxlum í barka, berkjum og lungum, er um
sexfalt meiri en hjá íslenskum körlum í heild,
miðað við 30 ára huliðstíma.
UMRÆÐA
Athyglisverð er sú stígandi, sem sést á
stöðluðum dánarhlutföllum fyrir öll dánar-
mein, öll illkynja æxli og illkynja æxli i barka,
berkjum og lungum, ígegnum töflurll, III og
IV. Fyrir öll dánarmein stígur staðlað dánar-
hlutfall frá 0,94 á tímabilinu 1951-1982 í 1,15
með 20 ára huliðstíma og í 1,37 með 30 ára
huliðstima, en það síðastnefnda er, eins og
fyrr sagði, mjög nærri því að vera tölfræði-
lega marktækt.
Þegar staðlað dánarhlutfall fyrir öll ill-
kynja æxli er reiknað fyrir tímabilið 1951-
1982, er það nærri því að vera tölfræðilega
marktækt og verður það á 5% stigi við 20 ára
huliðstíma og á 1 % stigi við 30 ára huliðstíma.
Þetta bendir til þess að hættan á að deyja úr ill-
kynja æxli aukist því lengur sem múrararnir til-
heyra hópnum.
Þegar litið er á ákveðin dánarmein í
flokknum illkynja æxli sést, að þetta má
aðallega rekja til aukinnar hættu á að deyja úr
illkynja æxlum í barka, berkjum og lungum.
Staðlað dánarhlutfall fyrir illkynja æxli í
barka, berkjum og lungum er 3,14 á tímabil-
inu 1951-1982, 3,65 með 20 ára huliðstíma og
6,25 með 30 ára huliðstíma með hækkandi
stigum af tölfræðilegri marktækni.
Hugtakið áhrif hraustra starfsmanna
(healthy worker effect) (18, 19) er tengt
rannsóknum með þessu sniði, sem byggja á
samanburði á fjölda dáinna í rannsóknarhóp
við væntigildi, sem fundið er frá dánartölum
þjóðar í heild. Þessi áhrif gera að verkum að
staðlað dánarhlutfall rannsóknarhópsins he-
fur tilhneigingu til að vera vel undir einum
heilum. Meginástæðurnar fyrir þessu eru
tvær. í fyrsta Iagi eru meðal þjóðarinnar
óvinnufærir og atvinnulausir einstaklingar,
sem sumir eru sjúkir eða fatlaðir og hafa
hærri dánartölu en starfandi hópar. í öðru
lagi veljast heilsuhraustir einstaklingar til
starfa, sem krefjast líkamlegra burða og
andlegrar hæfni. Hætt er því við, að hinir
veikbyggðari leiti síður eftir múraramenntun.
Það kemur á óvart, að ekki skuli sjást merki
um áhrif hraustra starfsmanna í múrara-
hópnum, en það er nánast venja við rannsókn-
ir, sem gerðar eru með þessari aðferð (19) og
undirstrikar þá alvarlegu áhættu sem múr-
arahópurinn er í.
í inngangi var sagt frá snefilefnum í
sementi, krómi, nikkeli og kóbalti og að þau
gætu haft áhrif á heilsufar múrara. Sérstak-
lega þarf að beina athyglinni að krómi, en í
sementi er mest af því af þessum efnum.
Störfum við múrvinnu fylgja reyndar óhrein-
indi af ýmsum efnum og vinnuaðstæðurnar
fela í sér mikið líkamlegt álag og erfiði.
Aðstæður þessa hóps, sem hér hefur verið
athugaður, hafa að sjálfsögðu verið mismun-
andi með tilliti til þessa, bæði hvað varðar hag
hvers einstaklings fyrir sig og einnig hafa
vinnuaðferðir og þau efni, sem unnið hefur
verið með, að einhverju leyti breyst á því
tímabili, sem rannsóknin nær til. Ekki liggja
fyrir upplýsingar um starfsferil einstaklinga í
hópnum, en sameiginlegt þeim er, að allir hafa
hlotið sveinsréttindi sem múrarar og þannig
unnið lágmarkstíma við múrverk. Allir í
hópnum hafa því unnið með sement og
steypulögun og orðið fyrir krómmengun sem
því fylgir, bæði í formi loftmengunar, ryks og
úða, auk óhjákvæmilegrar húðsnertingar.
Alkunna er að sígarettureykingar valda
krabbameini, sérstaklega lungnakrabba-
meini. Því mætti halda fram, að stórreykingar
meðal múrara skýrðu hluta af þeim mismun á
fjölda dáinna úr lungnakrabbameini, sem
kemur fram hjá múrur um annars vegar og
samsvarandi úrtaki íslenskra karla hins vegar.
Þá væri verið að gefa sér, að múrarar reyktu
svo miklu meira en aðrir karlmann, að það yki
hættuna á að múrarar dæju úr lungnakrabba-