Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1985, Page 41

Læknablaðið - 15.04.1985, Page 41
Enn einn íslenskur kostur: TENSÓL (atenolól) Sérhæfur beta-blokkari við háþiýstingi og hjartaöng. Þrír styrkleikar skapa aukna möguleika á einstaklings- bundinni meðfeið. Kiginleikar: Beta-blokkari með áhrifum aðallega á beta-1 viðtæki, en án eigin sympatómime- tískra áhrifa (ISA). Ábendingar: 1. Háþrýstingur. 2. Hjartaöng (angina pectoris). Frábend- ingar: Algerar: Ómeðhöndluð hjartabilun. 2. II. — III. gráðu leiðslurof (dissociatio atriovent- ricularis). Afstæðar: 1. Lungnasjúkdómar með berkjusamdrætti. 2. Hjartabilun. 3. Hægur hjartsláttur. 4. Æðaþrengsli í útlimum (arteriosclerosis obliterans, Raynauds phenomen). 5. Sykursýki án meðferðar. 6. Sýring í líkamanum (acidosis metabolica). 7. Háþrýstingur í lungnablóðrás (cor pulmonale). 8. Þungun. Varúð: 1. Varast ber að hætta gjöf lyfsins skyndi- lega hjá kransæðasjúklingum. 2. Lyfið dregur úr samdráttarkrafti hjartans og hjartabilun, sem áðurolli ekki einkennum, getur þá komið fram. 3. Einkenni berkjusamdráttar (mb. respirator- icus obstructivus) geta komið í ljós af lyfinu. 4. Lyfið getur leynt einkennum of lágs blóðsykurs og skjöldungsörvar (thyreotoxicosis). 5. Við nýrnabilun þarf að minnka skammt lyfsins. Auka- verkanir: Geðrænar: Þreyta, þunglyndi, svefnleysi, martröð, ofskynjanir. Meltingarfæri: Verkir, ógleði, uppköst, niðurgangur. Blóðrás: Svimi, hand- og fótkuldi. — Vöðvaþreyta. Ut- þot og þurrkur í augum, þá ber að hætta notkun lyfsins, þó ekki skyndilega. Milliverkanir: 1. Beta-blokkara og verapamfl (Isoptin) á helst ekki að gefa samtímis vegna hættu á AV-blokki og hjartabilun. Nífedipín (Adalat) getur einnig valdið AV-blokki og hjartabilun, ef það er gefið samtfmis beta-blokkara, en sjaldnar en verapamfl. Hvorki skal gefa beta-blokkara né kalsíum- antagónista (nífedipín, verapamfl) í æð fyrr en a.m.k. 48 klst. liðnum frá því gjöf lyfs úr hinum lyfjaflokknum var hætt. 2. Digitalis og beta-blokkarar geta dregið of mikið úr rafleiðni og valdið hægum hjartslætti eða leiðslurofi. 3. Sýrubindandi lyf með álsöltum draga úr virkni lyfsins. 4. Címetidín eykur áhrif lyfsins. 5. Svæfingalyf geta ásamt beta-blokkurum dregið verulega úr samdráttarkrafti hjartans. 6. Gæta skal sérstakrar varúðar, ef beta-blokkarar og dísópýramíð eða skyld lyf eru gefin samtímis vegna hættu á hjartabilun eða alvarlegum leiðslutruflunum. Skammtastærðir handa fullorðnum: Háþrýstingur: 50 — 100 mg á dag, sjaldan 200 mg á dag. Lyfið má gefa í einum skammti daglega. Minni skammta skal nota, ef nýrnastarfscmi er skert. Hjartaöng: 50 mg tvisvar sinnum á dag; má auka með varúð í 100 mg tvisvar sinnum á dag. Skammtastærðir handa börnum: Ekki eru til upplýsingar um skammtastærðir handa börnum. Pakkningar: Töflur 25 mg: 30 stk., 100 stk. Töflur 50 mg: 30 stk., 100 stk. Töflur 100 mg: 30 stk., 100 stk. ° REYKJAVIKURVEGI78 222 HAFNARFJORÐUR

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.