Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 46
104 LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 104-7. Baldur Johnsen FYRSTA SVÆÐAFÉLAG EMBÆTTISLÆKNA Á ÍSLANDI Atvik að stofnun Læknafélags Vestfjarða 25.-26. ágúst 1940 rifjuðust upp fyrir undir- rituðum, þegar fréttist um aðalfund Læknafélags íslands á ísafirði sömu mánað- ardagana í ágúst síðastliðið sumar. Undirbúningur stofnunar þessa fyrsta svæðafélags lækna utan höfuðborgarsvæðis- ins hófst fyrir alvöru, er héraðslæknarnir Bjarni Guðmundsson, Flateyri, Kristján Arinbjarnar, ísafirði og Baldur Johnsen í Ögri sendu út boðsbréf þann 8. júlí 1940 til allra lækna á Vestfjörðum um þátttöku í slíku félagi. (Fyrsta mynd). Allir vestfirzku læknarnir voru á einu máli um nauðsyn á stofnun félagsins. Á stofn- fundinum25.-26. ágúst 1940mættu aukfund- arboðenda þessir héraðslæknar: Guðmundur Guðmundsson, Reykhólum, Sigurmundur Sigurðsson, Bolungarvík, ÓlafurP. Jónsson, Bíldudal og Kjartan Jóhannsson, aðstoðar- læknir á ísafirði, eða alls 7 læknar. Héraðs- læknarnir Karl Magnússon, Hólmavík og Árni Helgason, Patreksfirði, svo og Gunn- laugur Þorsteinsson, Þingeyri, gátu ekki mætt, en óskuðu eftir að mega teljast með stofnendum. Gestgjafar stofnfundarins voru þau Kristján Arinbjarnar og frú Guðrún, kona hans, þá til heimilis í húsinu að Silfurgötu 7, sem var læknisbústaður ísfirðinga frá tíð Vilmundar Jónssonar, í einkaeign þá og síðan. Dagskrá fundarins var allfjölbreytt. Fyrst- ur talaði Kristján Arinbjarnar fyrir hönd fundarboðenda og lýsti tildrögum að stofn- fundinum, hlutverki væntanlegs félags í sam- ræmi við áðurnefnt boðsbréf. Að því erindi loknu og umræðum um það, var samþykkt i einu hljóði að stofna félagið. Lagðar voru fram og ræddar ítarlegar tillögur að lögum fyrir félagið í sex greinum, sem allar voru samþykktar. Barst ritstjórn 20/12/1984. Heiti félagsins skyldi vera Lœknafélag Vestfjarða, og aðal tilgangur þess, að stuðla að kynnum lækna á svæðinu, stuðla að faglegri þekkingu lækna og aukinni fræðslu almennings um heilbrigðismál, einkum til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma; þá standi félagið vörð um önnur hagsmunamál stétt- arinnar. Stjórnin skal skipuð þrem aðalmönnum og þrem til vara, sem síðan skipta með sér verkum. (Eftir 3 ár var því ákvæði bætt inn í lögin, að skipta skyldi um stjórn og fundar- stað a.m.k. áþriggjaára fresti). í fyrstu stjórn voru kosnir: Kristján Arinbjarnar, ísafirði, formaður, Bjarni Guðmundsson, Flateyri, gjaldkeri °g Baldur Johnsen í Ögri, ritari. Þessi stjórn var endurkosin þrisvar, nema hvað Kristján Arinbjarnar snerti. Hann flutti frá ísafirði til Hafnarfjarðar, og var þá Ólafur P. Jónsson frá Bíldudal kosinn í stjórnina, en Baldur Johnsen, sem nú var orðinn héraðs- læknir á ísafirði, tók við formannsstörfum. Á þessum þrem fyrstu árum félagsins, voru mörg hagsmunamál reifuð og sum til Iykta leidd. Á fyrsta ári var rætt bréf Læknafélags íslands til stjórnvalda, sem lýst var í bréfi til L. í., að takmarka bærifjölda lækna íþéttbýli til þess að menn fengjust til starfa úti á landsbyggðinni. Þessar hugmyndir komu ekki til framkvæmda, því að á þessu sama ári komu margir læknar frá Norðurlöndum með Esj- unni um Petsamo. Mikið var rætt um stofnun sjóðs til tíma- ritakaupa fyrir félagsmenn, en tilraunir með sendingu tímarita á milli staða fóru út um þúfur. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál var ofarlega á baugi og samþykkt að ráðast í útgáfu timarits, t.d. með hjálp Rauða kross íslands. »Heilbrigt líf«, tímarit Rauða kross íslands, hóf skömmu síðar göngu sína. Þá var einnig á þessum fyrstu fundum rætt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.