Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1985, Page 46

Læknablaðið - 15.04.1985, Page 46
104 LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 104-7. Baldur Johnsen FYRSTA SVÆÐAFÉLAG EMBÆTTISLÆKNA Á ÍSLANDI Atvik að stofnun Læknafélags Vestfjarða 25.-26. ágúst 1940 rifjuðust upp fyrir undir- rituðum, þegar fréttist um aðalfund Læknafélags íslands á ísafirði sömu mánað- ardagana í ágúst síðastliðið sumar. Undirbúningur stofnunar þessa fyrsta svæðafélags lækna utan höfuðborgarsvæðis- ins hófst fyrir alvöru, er héraðslæknarnir Bjarni Guðmundsson, Flateyri, Kristján Arinbjarnar, ísafirði og Baldur Johnsen í Ögri sendu út boðsbréf þann 8. júlí 1940 til allra lækna á Vestfjörðum um þátttöku í slíku félagi. (Fyrsta mynd). Allir vestfirzku læknarnir voru á einu máli um nauðsyn á stofnun félagsins. Á stofn- fundinum25.-26. ágúst 1940mættu aukfund- arboðenda þessir héraðslæknar: Guðmundur Guðmundsson, Reykhólum, Sigurmundur Sigurðsson, Bolungarvík, ÓlafurP. Jónsson, Bíldudal og Kjartan Jóhannsson, aðstoðar- læknir á ísafirði, eða alls 7 læknar. Héraðs- læknarnir Karl Magnússon, Hólmavík og Árni Helgason, Patreksfirði, svo og Gunn- laugur Þorsteinsson, Þingeyri, gátu ekki mætt, en óskuðu eftir að mega teljast með stofnendum. Gestgjafar stofnfundarins voru þau Kristján Arinbjarnar og frú Guðrún, kona hans, þá til heimilis í húsinu að Silfurgötu 7, sem var læknisbústaður ísfirðinga frá tíð Vilmundar Jónssonar, í einkaeign þá og síðan. Dagskrá fundarins var allfjölbreytt. Fyrst- ur talaði Kristján Arinbjarnar fyrir hönd fundarboðenda og lýsti tildrögum að stofn- fundinum, hlutverki væntanlegs félags í sam- ræmi við áðurnefnt boðsbréf. Að því erindi loknu og umræðum um það, var samþykkt i einu hljóði að stofna félagið. Lagðar voru fram og ræddar ítarlegar tillögur að lögum fyrir félagið í sex greinum, sem allar voru samþykktar. Barst ritstjórn 20/12/1984. Heiti félagsins skyldi vera Lœknafélag Vestfjarða, og aðal tilgangur þess, að stuðla að kynnum lækna á svæðinu, stuðla að faglegri þekkingu lækna og aukinni fræðslu almennings um heilbrigðismál, einkum til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma; þá standi félagið vörð um önnur hagsmunamál stétt- arinnar. Stjórnin skal skipuð þrem aðalmönnum og þrem til vara, sem síðan skipta með sér verkum. (Eftir 3 ár var því ákvæði bætt inn í lögin, að skipta skyldi um stjórn og fundar- stað a.m.k. áþriggjaára fresti). í fyrstu stjórn voru kosnir: Kristján Arinbjarnar, ísafirði, formaður, Bjarni Guðmundsson, Flateyri, gjaldkeri °g Baldur Johnsen í Ögri, ritari. Þessi stjórn var endurkosin þrisvar, nema hvað Kristján Arinbjarnar snerti. Hann flutti frá ísafirði til Hafnarfjarðar, og var þá Ólafur P. Jónsson frá Bíldudal kosinn í stjórnina, en Baldur Johnsen, sem nú var orðinn héraðs- læknir á ísafirði, tók við formannsstörfum. Á þessum þrem fyrstu árum félagsins, voru mörg hagsmunamál reifuð og sum til Iykta leidd. Á fyrsta ári var rætt bréf Læknafélags íslands til stjórnvalda, sem lýst var í bréfi til L. í., að takmarka bærifjölda lækna íþéttbýli til þess að menn fengjust til starfa úti á landsbyggðinni. Þessar hugmyndir komu ekki til framkvæmda, því að á þessu sama ári komu margir læknar frá Norðurlöndum með Esj- unni um Petsamo. Mikið var rætt um stofnun sjóðs til tíma- ritakaupa fyrir félagsmenn, en tilraunir með sendingu tímarita á milli staða fóru út um þúfur. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál var ofarlega á baugi og samþykkt að ráðast í útgáfu timarits, t.d. með hjálp Rauða kross íslands. »Heilbrigt líf«, tímarit Rauða kross íslands, hóf skömmu síðar göngu sína. Þá var einnig á þessum fyrstu fundum rætt

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.