Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 105 allmikið um kjör lækna í dreifbýli, t.d. húsaleigu vegna lceknisbústaða og fleira því um líkt, og Iögð fram gögn um leigukjör frá ýmsum stöðum á landinu til þess að hafa hliðsjón af við hugsanlega samningagerð milli lækna og umráðamanna læknisbústaða á Vestfjörðum. Á fyrstu 10 fundum félagsins mættu yfir- leitt allir þeir héraðslæknar á Vestfjörðum, sem áttu heimangengt, a.m.k. vestan Stein- grímsfjarðar- og Þorskafjarðarheiða. Kom fljótlega á daginn, að ekki var hægt að ætlast til mætinga frá læknum í Reykja- fjarðarhéraði, Hólmavíkur- og Reykhóla- héruðum, og áttu þeir frekar samleið með Vesturlandi eða Norðurlandi vestra, þegar að því kæmi, að á þeim svæðum yrðu stofnuð félög lækna. Þótt samgöngur væru erfiðar á Vestfjörðum tókst þó allan tímann að ná saman á aðalfund öllum læknum á Vestur- og Suðurfjörðunum. Þeir læknar, sem komu við sögu félagsins fyrstu tíu árin voru: Baldur Johnsen í Ögri, Bjarni Guðmundsson á Flateyri og síðar á Patreksfirði, Kjartan Jóhannsson á ísafirði, Kristján Arinbjarnar á ísafirði, Sigurmundur Sigurðsson í Bolung- arvík, Gunnlaugur Þorsteinsson á Þingeyri, Ragnar Ásgeirsson á Flateyri, Skarphéðinn Þorkelsson á Hesteyri, Kolbeinn Kristófers- son á Þingeyri, Ólafur P. Jónsson á Bíldudal, Arngrímur Björnsson í Ögri, Bjarni Sig- urðsson á ísafirði, Einar Th. Guðmundsson á Bíldudal, Guðmundur Eyjólfsson á Patreks- firði, Þorgeir Jónsson, Þingeyri og Hendrik Linnet í Bolungarvík. Aðaláhuga- og umræðumál vestfirzkra lækna var fyrst og fremst stofnun Lækna- félags Vestfjarða, og í framhaldi af því hvatning til annarra lœkna áíslandi að stofna svœðafélög. Loks í þriðja lagi hvatning til lækna, og einkum Læknafélags íslands, að vinna að stofnun sérstaks héraðs/ækna- eða embættislæknafélags, er byggt yrði upp sem samband svæðafélaga lækna. Þessi mál um stofnun svæðafélaga annars staðar á Iandinu, sambands þeirra eða emb- ættislæknafélags, voru til umræðu á hver- jum einasta aðalfundi Læknafélags Vest- fjarða frá því að félagið var stofnað. Það fékk þó litlaáheyrn, hvorki hjáeinstökum læknum annars staðar á landsbyggðinni, né hjá Læ- knafélagi íslands. Um þetta mál voru ýmist >U L0 »0.^^ ' < $*£*>U Jj// , v' t/ ihbu wC/ VJ ui/uu f/i>,/1*0 Mynd l. Brot úr 1. fundargerð, um aðdraganda stofnu- nar. F. V. Af l+L&f+U+l V *»>2G uff.t r-LJw-J á-<j -/lLz ijjr-*-—. . . .(* vT ■<? , .a.(V V fUrU— — L*/,' e-ifA-r f -ajÁlI /- 0 , A--—, uL— iF-Jtc,- '4fo, V 9r.f- ■ t-t,-J. /UaA — Mynd 2. Brot ú fyrstu fundargerð, um stofnun L. V. sendar áskoranir til Læknafélags fslands eða menn sendir sem fulltrúar á aðalfund L.Í., en allt kom fyrir ekki. Tvö mál urðu þó til þess að sýna fram á, hversu nauðsynlegt var, að héraðslæknar stæðu saman um mál sín, en það var veiting hins nýstofnaða héraðslæknis- embættis í Hveragerði 30. desember 1949 og á sama degi veiting hins nýstofnaða borgar- læknisembættis í Reykjavík. í fyrra tilvikinu hafði læknir, að vísu reyndur héraðslæknir, verið settur í héraðið án þess að embættið væri auglýst, eins og lög standa til, en í síðara tilvikinu var um að ræða hið nýstofnaða embætti borgarlæknis í Reykjavík, sem raun- ar var nafnbreyting úr héraðslæknisembætti í borgarlæknisembætti. Um þetta spunnust allmiklar deilur milli lækna, einkum á aðalfundi Læknafélags íslands 1950. Það, sem gerðist var, að viða- mesta héraðslæknisembætti landsins var tek-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.