Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 52
108 LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 108-12. FUL ÁRSSKYRSLA FÉLAGS UNGRA LÆKNA starfsárið 1983-1984 Stjórn Félags ungra lækna starfsárið 1983- 1984 skipuðu eftirtaldir: Formaður: Vil- helmína Haraldsdóttir, ritari: Þórður Þór- kelsson, gjaldkeri: Þóra Steingrímsdóttir, ráðningastjóri: Kristleifur Þ. Kristjánsson, formaður kjaranefndar: Grímur K. Sæmund- sen, formaður utanríkisnefndar: Margrét Oddsdóttir, formaður fræðslunefndar: Jón Jóhannes Jónsson. Meðstjórn: Ásgeir Böðvarsson, Einfríður Árnadóttir, Kristinn Sigvaldason. SKÝRSLA FORMANNS Stjórnin hélt 14 fundi á starfsárinu. Auk þess voru haldnir nokkrir minni vinnufundir, þar sem unnið var að áveðnum verkefnum. Stjórnarfundir voru flestir haldnir í skrif- stofu læknafélaganna í Domus Medica. Ýms- um kann að þykja stjórn félagsins vera fjöl- menn, en hafa verður í huga, að alltaf eru einhverjir meðlimir hennar forfallaðir á stjórnarfundum vegna vakta, svo og vegna héraðsskyldu. í fráfarandi stjórn sátu þrír meðlimir, sem voru í stjórn félagsins 1982-1983, og gafst það fyrirkomulag vel, þar sem sömu málin eru gegnumgangandi á fundum stjórnarinnar. Tveir félagsfundir voru haldnir á árinu. Sá fyrri var haldinn á Borgarspítalanum þann 25. jan. sl., og var þá kynnt sameiginleg kröfu- gerð læknafélaganna vegna samninga sjúkrahúslækna, er voru lausir 29. febr. 1984. Það er skemmst frá að segja, að þrátt fyrir að fundurinn væri mjög vel auglýstur, var fundarsókn til skammar, en batnandi mönn- um er bezt að lifa, og vona ég að áhugi verði meiri þegar samningar verða aftur lausir þ.e. í febrúar n.k. Þann 12. marz 1984 var svo haldinn annar félagsfundur um sérnám og möguleika til sérnáms erlendis. Þeir sem voru á síðasta aðalfundi, muna væntanlega eftir því, að þar var samþykkt ályktun um að halda skuli árlega slíkan fræðslufund. Við fengum marga góða gesti til að tala á fundinum og fundar- sókn var mjög góð. Auðvitað varð tíminn of naumur, en því má auðveldlega kippa í lag á næsta fundi. Framhaldsmenntunarmál. í síðustu árs- skýrslu kom fram, að í mars 1983 skipaði þáverandi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra fimm menn í nefnd til að gera tillögu um skipan framhaldsmenntunar læ- kna hér á landi. Finnbogi Jakobsson, fyrrver- andi formaður Félags ungra lækna, var fulltrúi okkar í þessari nefnd. Nefndin hefur nú skilað áliti og er þar komist að þeirri niðurstöðu, að brýnt sé að skipulagt sérnám hefjist hér sem fyrst. Gert er ráð fyrir, að hægt sé að hefja sérnám hér í 1-2 ár og síðan ljúka því erlendis. Þær greinar, sem lagt er til að byrjað verði á eru heimilislækningar, Iyf- Iæknisfræði.skurðlæknisfræðioggedlæknis- fræði. Lagt er til, að ráðinn verði kennslu- stjóri í hlutastarf, sem ásamt 3ja manna nefnd, sérnámsnefnd lækna, sjái um fram- kvæmd. Héraðsskylda. Fyrir rúmu ári ritaði þáverandi stjórn FUL heilbrigðisráðherra enn eitt mót- mælabréfið vegna héraðsskyldunnar. Eftir nokkurn tíma barst svo svarbréf ráðherra á þá leið, að enginn hefði sótt um lausar stöður heilsugæzlulækna á Djúpavogi, Þórshöfn og Hólmavík síðast er þær voru auglýstar. í bréfi ráðherra kom fram, að bæði landlækni og Iæknadeild finnist rétt að fella niður héraðsskylduna í núverandi mynd, en ráðher- ra situr fastur við sinn keip. Staða tœkna í dag. Allmikið hefur verið rætt um stöðu lækna, bæði í þjóðfélaginu og í heilbrigðiskerfinu. Mjög oft sjást í fjölmiðlum neikvæð viðhorf í garð stéttar- innar, sem oft eru byggð á veikum grunni. Ennfremur kemur nú glögglega í ljós á sjúkrahúsunum, að ýmsar aðrar stéttir hafa tekið að sér stjórnunarstörf, þar sem læknar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.