Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1985, Side 55

Læknablaðið - 15.04.1985, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 111 Ameríska prófið verður nú í fyrsta sinn einnig haldið í janúar 1985, og kemur það ráðninga- kerfinu til góða, þar sem all margir hugsa sér að taka sér frí í desember og janúar til próflesturs, einmitt á þeim tíma sem hvað þrengst er á vinnumarkaði ráðningakerfisins. í héraðsmálum hafa orðið á síðustu 2 árum þau umskipti, að erfiðleikum er bundið að komast á þeim tíma, sem hverjum hentar. Hefur fólk orðið að bíða eftir héruðum, og dæmi eru til þess, að héraðsskylda hefur fengist niðurfelld á þeim forsendum, að engin staða hafi verið, þegar viðkomandi sótti um að komast í hérað. Rétt væri að þrýsta á um að héraðsskyldan fáist felld niður. Ljóst er, að þar er þó á brattann að sækja á meðan ekki hefur verið fastráðið í öll héruð. Öllum ættu að vera ljósir kostir og gallar núverandi ráðningakerfis. Kostirnir eru fyrst og fremst sveigjanleiki kerfisins, sem gerir ráðningastjórum auðveldara að bregðast við óvæntum uppákomum, eins og veikindum, nýjum stöðum og fleiri óvissuþáttum. Einnig gerir þetta kandídötum fært að breyta áætl- unum sinum um frí og/eða í samræmi við breyttan áhuga og markmið. Ókostirnir eru aftur á móti, að fólk er í nokkurri óvissu um tekjurnar, og því erfitt að gera fjárhagsáætl- anir Iangt fram í tímann. Annars má segja, að langflestir fái það, sem þeir vilja, og oftast er einungis spurning um tíma, hvenær maður kemst á tilteknar deildir. Varðandi okkur ráðningastjórana, þá gera óvæntar uppá- komur oft erfitt fyrir, en þar eiga kandídatar ekki síður hlut að máli, en yfirlæknar. Þannig er heildarfjöldi staða og kandídata í kerfinu stöðugt breytilegur. Varðandi möguleika á að gera kerfið fastara í formi, teljum við það nær útilokað, til þess eru óvissuþættirnir alltof margir. Af fyrri reynslu vitum við einnig, að fram mundu koma óteljandi beiðnir um breytingar frá kandídötum varðandi val á deildum. í besta falli mætti e.t.v. ákveða megin deildir (med. og kir.) fyrirfram. Það sem leggja ber áherslu á í framtið- inni, er frekari skilgreining á stöðugildum spítalanna, þ.e. hvað séu aðstoðarlækn- isstöður, súperkandídatsstöður, námsstöður eða sérfræðingsstöður. Eðlilegast væri, að slikt uppgjör færi fram í tengslum við skipulagningu framhaldsnáms hér heima. Ljóst er, að nokkur þrýstingur getur skapast frá sérfræðingum erlendis frá, að komast inn í aðstoðarlæknisstöður á íslandi, einkum, þegar frekar fer að þrengja að á vinnumark- aðnum á hinum Norðurlöndunum, og ef Bandaríkjamenn fara að gera erfiðara fyrir erlenda lækna að setjast að að loknu sérnámi. Varðandi þetta þarf að skapa ákveðna afstöðu, og þá í tengslum við skilgreiningu stöðugilda og framtíðarspár um fjölda útskrif- aðra kandídata á hverju ári frá Háskóla íslands. Að 5-6 árum liðnum, gæti skapast hér nokkur skortur á aðstoðarlæknum, þ.e. þegar numerus clausus hefur haft áhrif til fækkunar útskrifaðra kandítata. Eins og er, er kerfið í jafnvægi og yfir vetrartímann ráðið í allar stöður á sjúkrahúsunum og varla hægt að tala um atvinnuleysi, þó að einhverjir verði að taka sér frí á öðrum tíma, en þeir ætluðu sér. Þegar numerus clausus hefur haft áhrif til fækkunar fjölda útskrifaðra kandídata, er sjálfsagt að lengja stöður aðstoðarlækna þannig, að þær nýtist þeim til framhalds- menntunar. KK ÁRSSKÝRSLA FORMANNS UTANRÍKISNEFNDAR Starfið var með svipuðu sniði og s.l. ár, mikill hluti þess var í tengslum við PWG (Permanent Working Group of European Junior Hospital Doctors). Sóttir voru 2 fundir á vegum PWG, í mai í Vín og í september í Oporto. Mikið atvinnuleysi rikir nú meðal lækna í mörgum löndum Evrópu, einna verst er ástandið í Þýskalandi, Danmörku, Sviss, Austurríki, Hollandi, Ítalíu ogáSpáni. f Svíþjóðerekkert atvinnuleysi, en víða er »falið«. í Bretlandi fer útskrifuðum læknum fækkandi. Fyrir fundinn í Vín var það hlutverk islenska fulltrúans að undirbúa plagg um »Public Relations and PWG«, því um það eru nú skiptar skoðanir innan samtakanna hversu öflug og ákvarðandi þau eiga að vera fyrir hin einstöku aðildarfélög. EBE Iöndin og flest S- Evrópulönd vilja efla PWG. í umræðunum um kynningarstarf (Public Relations) kom það fram að flest aðildarfélögin hafa mörgum kynningarfulltrúum á að skipa og gegna þeir miklu hlutverki í málum þeirra og starfi út á við, t.d. i undirbúningi verkfalla, samninga og blaðamannafunda. Á fundinum í Vin sögðu Finnarnir frá undírbúningi samninga og verkfallsins í vor en í Oporto frá árangr-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.