Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 13

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 339 vinnubrögðum. Þú ritstýrir þínu eigin verki. í því felst að sjálfsögðu að fella myndir að texta og öfugt, að Ieiðrétta villur og að skerpa stilinn. Um fram allt leitast þú við að hafa erindið á mannamáli. Semdu textann fyrir áheyrendur, ekki lesendur. Skrifaður texti tryggir þér, að þú getur flutt hann aftur og aftur. Æfingar geta hafist löngu áður en hann er fullbúinn. Hverjir svo sem áheyrendur þínir verða, hafðu ávallt í huga, að þitt hlutverk er að fræða þá. Þú setur þvi efnið fram á rökrænan og skilmerkilegan hátt. Hafðu setningarnar stuttar. Þú þarft að anda öðru hverju. Ekkert er rangt við það að brjóta reglur um setninga- skipan. Það getur orðið til þess að auðvelda tjáningu. Fullkomin setning getur hljómað formleg og stirð. Ófullkomin setning getur á sama hátt lífgað upp á erindið. Frumæfing Þú tekur skissur að myndum og töflum og hefur þær í augsýn. Mjög gott er að lesa upphátt inn á segulband (orðabelg) úr hand- ritinu. Siðan hlustar þú á flutninginn og skrifar hjá þér hvaða tími fer í kynninguna, í hverja mynd fyrir sig og í það að segja frá niðurstöðunum. Þú ferð á ný yfir myndefnið og tekurmið af tveim boðorðum, sem áður voru fram sett: 1. Nýja hugmynd má ekki vekja oftar en á tveggja til þriggja mínútna fresti og 2. í stuttu erindi er hámarksfjöldi skyggna sex til átta. Þriðja boðorðið er: Notaðu ekki lesmál á skyggnu í stuttu erindi. Tíminn er of dýrmæt- ur, til þess að eyða honum á þennan hátt og þú ert einnig að fórna einni eða fleiri skyggnum að óþörfu. Þú þarft að ætla áhorfendum þínum lengri tíma, til þess að lesa textann, en það tekur þig að mæla hann fram. Þegar þú tímasetur erindið, þarftu að gera ráð fyrir þeim tíma, sem ókunnugir þurfa til þess að átta sig á myndum þínum. Gerðu ráð fyrir þeim þögnum, sem óhjákvæmilega verða í máli þínu. Komi í ljós við tímamælinguna, að þú lendir utan markanna, (sem er líklegra en hið gagnstæða), skerð þú af textanum. Á sama hátt fækkar þú myndum, ef einhverjum er ofaukið. Á hinn bóginn er betra að skipta flókinni mynd í tvær eða fleiri einfaldari til þess að auðvelda þátttakendum myndlest- urinn. Æfing með glærum Þegar þú hefur að mestu gengið frá texta og myndir eru að mestu tilbúnar, lætur þú gera glærur eftir myndunum. Margar nýrri ljós- ritunarvélar eru þannig úr garði gerðar, að í þeim má bæði minnka fyrirmyndina og brenna glærur. Kostnaður er því hverfandi og með þessu ódýra millistigi má spara frekar, eins og síðar verður vikið að. Nú gefst þér færi á því að sjá, hvernig myndefnið tekur sig út á sýningartjaldi. Þú metur það, hvort myndirnar verði nógu skýrar við þær aðstæður, sem eru þar, sem þú kemur til með að halda erindið. Aftur flytur þú erindi þitt í einrúmi. Þú lest inn á band eins og áður, en nú reynir þú að haga þér eins og þú standir frammi fyrir áheyrendum. Gott er að setja upp spegil, sem þú horfir í, milli þess sem þú skiptir um glærur á myndvarpa og lítur í handrit þitt. Ennþá betra er, ef þú getur fengið afnot af mynd- segulbandi og kvikmyndavél. Aftur hlustar þú á flutninginn, endur- skoðar samspil texta og mynda með hliðsjón af tímasetningu, endurskrifar texta og lag- færir myndir. Þetta eintal gætir þú þurft að endurtaka aftur og aftur, vegna þess að þú ert að búa þig undir næstu þraut, sem er flutningur erind- isins á æfingu. Æfing í hópi vina og kunningja Nú kemur þú þér upp svipuðum aðstæðum og verða, þegar þú endanlega flytur fyrirlest- urinn. Þú færð einn úr hópnum til þess að skipta um glærur í samræmi við fyrirmæli þín. Þú kemur fram eins og þú sért kominn á leiðarenda. Þú flytur kynningu og niðurlags- orð blaðalaust og eins mikið af meginefni og kostur er. Athöfnina tekur þú upp á band, þannig að þú getir enn farið yfir tímasetning- una. Að flutningi loknum svararðu spurningum þátttakenda og er mikilvægt, að þeir spyrji sem mest, vegna þess að þig skiptir miklu máli, að geta fengið hugmynd um það, á hverju þú mátt eiga von síðar. Skrifaðu hjá þér allar spurningar, sem fram eru bornar og varð- veittu til seinni tíma. Þessu næst færð þú almenna (jákvæða) gagnrýni áheyrenda/áhorfenda, ábendingar þeirra um það sem betur mátti fara, hvernig úr

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.