Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Síða 17

Læknablaðið - 15.12.1985, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 341 þessum tíma mátt þú gera ráð fyrir fámenn- um, áhugasömum og gagnrýnum hópi. Eigir þú að flytja mál þitt, þegar liðið er á dag, er mikilvægt að tengja það, sem þú vildir sagt hafa, því sem þegar hefur komið fram. Búðu þig undir að geta sleppt úr erindi þínu, til þess að komast hjá tvítekningu. Jafnframt bætir þú inn tilvísun um það, að ákveðinn fyrirlesari hafi þegar gert ákveðnu atriði skil. Lestu útdrætti úr fyrri erindum gaumgæfi- lega. Vitnaðu í þá, ef með þarf. Hlustaðu á öll erindi, sem flutt eru á undan þínu. Ef þú talar síðastur fyrir hádegisverð eða siðast á deginum, er eins líklegt, að dagskrá hafi riðlast. Allir verða þá fegnir hnitmiðaðri framsögn og stuttu erindi. Þegar þú tekur til máls. Byrjaðu á því að segja frá því, sem þú hyggst tala um og á hvern hátt erindið er upp byggt. Þú ert bæði að kynna erindið og sjálfan þig. Þess vegna er mikilvægt, að þú mælir þetta af munni fram og horfir beint fram til áheyrenda/áhorfenda. Að kynningu lokinni getur þú beðið um fyrstu skygguna. Sýndu allar myndirnar í einni lotu. Láttu það ekki henda þig að sýna nokkrar skyggnur og gera síðan hlé meðan þú lest textann áfram. Þú tapar tíma og þetta gæti farið í taugarnar á viðstöddum. Farðu aldrei fram úr þeim tímamörkum, sem þér eru sett: Ef þér eru ætlaðar tíu mínútur, ættirðu að ganga svo frá, að þú getir flutt það á sjö mínútum. Aldrei hefur neinum verið legið á hálsi fyrir það, að nota ekki tíma sinn til fulls. Öruggasta ráðið til þess að setja áheyrendur úr jafnvægi, er að talalengur, en dagskrá segir til um. Þá kemur upp heldur óþægileg staða. Fundarstjórinn gefur þér merki um, að tíminn sé að verða útrunninn. Þú ferð að tala hraðar. Myndir þínar birtast í takt við lestur þinn. Fundarstjóri gefur þér merki um það að tími þinn sé búinn. Þú eykur hraðann enn. Mynd- irnar birtast hver af annarri, án þess að nokkur maður geti greint efni þeirra með vissu. Áheyrendur missa af því, hvað þú ert að fara. Þeir bíða eftir því einu að þú þagnir, svo að hörmungum þeirra megi linna. Til þess að hafa betri stjórn á fundum, hefur víða verið komið upp ljósmerkjakerfi: Grænt ljós merkir, að þú megir hefja mál þitt. Gult ljós er tendrað undir lokin og gefur til kynna, að tiltekinn mínútufjöldi lifi af ræðutímaþínum. Rautt Ijós táknar, að tíminn sé búinn og að rafstraumur hafi verið tekinn af magnarakerfi. Hvor uppákoman sem er, sama afleiðing: Boðskapurinn kemst ekki til skila. Vertu eðlilegur í framgöngu og framsögn. Kröftugt lófatak fá þeir oftast að launum, sem tala hægt og skýrt og lesa ekki textann frá orði til orðs. Ef þú lest beint úr handriti, er hætt við, að þú lesir of hratt og röddin verði hljómlaus. Ef augu þín eru svo í þokkabót límd við blaðið, getur það virkað eins og þú þorir ekki að lítaup. Áheyrendur gætu haldið, að þetta væri af ótta þínum við að missa þráðinn. Þeir skynja þetta sem öryggisleysi og geta orðið uppteknari af því, en efninu sjálfu. Horfðu framan í áheyrendur, meðan þú flytur mál þitt. Þar sem magnarakerfi er notað, talaðu beint í hljóðnemann og hafðu hann í hæfilegri fjarlægð. Ef þú þarft að snúa þér að sýningartjaldinu og frá hljóðnem- anum, hækkaðu þá röddina eða haltu á hljóðnemanum á meðan. Ef þögn verður í framsögn þinni, láttu sem ekkert sé. Engin þörf er á ræskingum eða öðrum hljóðum til þess að fylla í þá eyðu. Ef þú aðskilur setningar með aukahljóðum, fer samkundan að velta því fyrir sér, hvort þú hafir raunverulega ákveðið, hvað þú ætlar að segja næst. Ef þú þarft að hugsa þig um, reyndu ekki að tala á meðan. Áheyrendur kunna að meta nokkurra sekúndna þögn. Áfjölþjóðlegum ráðstefnum ogfundum, er oft túlkað á önnur mál samtímis flutningi. Hlustaðu þá eftir ómi þýðingarinnar og gerðu hæfilegt hlé á máli þínu. Byrjaðu ekki á nýrri setningu, fyrr en túlkurinn er þagnaður. Ef þú þarft að flytja erindi á framandi tungu og sé verulegur útlendingsbragur á málfari, er aðeins hægt að gefa þér eitt ráð: Æfðu þig. Hafðu í huga, að margar erlendar tungur eiga sér tugi mállýska og þarlendir menn eru vanir að hlusta eftir mismunandi hljóðum og samböndum hljóða. Ef framburður þinn er hins vegar þannig, að heimamenn fara að velta þvi fyrir sér, hvort þú sért að tala þitt eigið móðurmál eða þeirra, ættir þú að halda þig við að skrifa greinar. Notirðu gleraugu, skaltu forðast að vera sífellt að taka þau af þér og tylla þeim síðan á nefið. Þann munað geta aðeins örfáir stjórnmálamenn leyft sér. Önnur örugg ráð til þess að ergja áheyrendur/áhorfendur, er að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.