Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 20
344 LÆKNABLAÐIÐ 4.3 Skoðun á því, hvernig beita megi niðurstöðum. 4.4 Efnið dregið saman í örstutt mál (hæfileg endurtekning). Inngangur skiptist í aðfaraorð og kynningu. í aðfaraorðum reynir þú að grípa athygli áheyrenda. Þetta má gera með ýmsu móti. Til dæmis með • Yfirlýsingu • Spurningu • Tilvitnun • Smásögu (örstuttri að sjálfsögðu), jafnvel • Umdeilanlegri fullyrðingu. Aðalatriðið er að hrífa áheyrendur með frá byrjun. í kynningu greinir þú frá því, um hvað þú ætlar að tala og hversu lengi. Þú notar sömu tækni og fyrr: Segir í nokkrum setningum, það sem þú vilt að áheyrendur hafi í huga. Meginefni Þar sem þú leitast ávallt við að halda athygli þeirra út i gegn, þarft þú að taka mið af því, hver er þekking áheyrenda. Ert þú að fræða sérfræðinga, aðstoðarlækna í framhalds- námi, Iæknastúdenta, annað heilbrigðis- starfsfólk, leikmenn? Á heilbrigðisstofnun mátt þú búast við, að hópurinn sé mjög blandaður. Reyndu því að komast eins nærri því og þú getur, hvert er áhuga- og þekkingarsvið þessa hóps. Þú þarft að halda að þér höndum við upplýsinga- miðlun, ef flestir í hópnum standa þér jafnfætis á sameiginlegu þekkingarsviði. Þú átt hins vegar á hættu, að boðskapur þinn fari fyrir ofan garð og neðan, ef þú ekki skýrir tiltekin hugtök á opnum fundi á sjúkrahúsi. Við leikmenn forðastu að vera of tæknilegur og talar auðskilið mannamál. Forðastu að hella yfir áheyrendur tækni- legum smáatriðum og miklu upplýsinga- magni. Hins vegar setur þú fram hugmyndir og gefur til kynna, hvar menn geta aflað sér frekari þekkingar. Taktu mið af því, að áhugi áheyrenda er mestur fyrstu tuttugu mínúturnar. Talaðu því í byrjun um flóknari atriði og þau, sem krefjast óskiptrar athygli. í síðari hluta erindisins notar þú mynd- efnið. Þá læturðu dempa ljósin og sýnir allar myndirnar í Iotu. Þá læturðu tendra ljós á ný og lýkur erindinu. Meðan þú ert að sýna myndirnar og segja frá efniviðnum eru áheyr- endur/áhorfendur undir tvenns konar áhrif- um. Af rödd þinni og ljósadýrðinni, sem fylgir myndunum (light and sound show, son et lumiére). Sé rödd þín daufleg, átt þú á hættu, að menn verði dauðsyfjaðir og sumir jafnvel falli i svefn. Þú sækir þess vegna í þig veðrið, breytir um hljómfall og vegur þannig upp á móti minnkandi athygli. Niðurlag Hafir þú byrjað á umdeilanlegri fullyrðingu, er timi til kominn að renna stoðum undir hana eða að draga hana til baka. Ef þú byrjaðir á spurningu, svarar þú henni nú. í báðum tilvikum ert þú búinn að loka hringnum. Þú gefur til kynna, að komið sé að leiðarlokum og dregur niðurstöður þinar saman í nokkrum setningum. Hér ber aðeins að árétta nauðsyn þess, að mæla niðurlags- orðin fram af festu og öryggi. / samrœmi við ráðleggingar til þín, hlýðir nú að rifja upp nokkur meginatriði til þess að styrkja minni þitt: Upphaf og niðurlag hvers erindis eru alltaf erfið viðfangs. Þess vegna skrifarðu þau niður frá orði frá orði til orðs og lærir þau síðan utan að. Þá ert þú alltaf viss um það, að þú kemst vel af stað. Þegar kominn er tími til að ljúka erindinu, geturðu undið þér beint í það, að draga meginefnið saman í örstutt mál, einfaldlega vegna þess að textinn er tiltækur. Enginn er eins brjóstumkennanlegur og sá fyrirlesari, sem segir oftar en einu sinni: Að lokum þetta... Hér er mál að linni ráðleggingum til þín. Að lokum er þá rétt að benda þér á ágæta bók þeirra Calnan og Barabas (4). Þar mátt þú gjarnan sækja þér hugmyndir og þar er að finna eftirfarandi boðorð: 1. Komdu vel fyrir og láttu þér líða vel. Vertu virkur og árvakur, en aldrei dramblátur. 2. Talaðu greinilega og lestu ekki úr hand- riti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.