Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1985, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.12.1985, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 349 GAGNASÖFNUN Byrjaðu á því að lesa yfirlitsgreinar í þeim tímaritum, sem þér eru tiltæk. Inn í þá mynd geturðu fyllt með því að athuga Index Med- icus síðustu fjögurra til fimm ára. Til frekara öryggis getur þú svo leitað efnis í bóka- flokkum, svo sem Yearþook, svo og í Pro- gress in ..., samanber List of Journals Indexed í Cumulated Index Medicus. Endanlega getur þú notað Medical Annual til þess að fullvissa þig um það að þú hafir ekki misst af neinu verki, sem máli skiptir. Allt þetta getur þú unnið þér léttara, með því að notfæra þér strax í upphafi þjónustu þeirra sérfræðinga, sem eru á bókasöfnum, bóka- varðanna. Þeir kunna síðan lagið á því að fá fram sjálfar greinarnar, sérprentanir eða aðrar fjölfaldanir eða tölvuútskriftir með upplýsingum um greinar um viðkomandi efni. Tölvuvinnsla er ávallt dýr og þú færð margfalt meiri upplýsingar en þú hefur þörf fyrir. Láttu því bókasafnsfræðingana ráðleggja þér hvað gera skal. Þegar í upphafi skaltu gera spjaldskrárkort yfir hvert verk fyrir sig með nafni höfunda(r), upphafsstöfum, fullum titli greinar, ártali, árgangi, fyrsta og síðasta blaðsíðutali, þannig að þú hafir yfirsýn yfir allar tiltækar heim- ildir. Bættu síðan í safnið jafnóðum og greinarnar berast. Hyggist þú ekki varðveita viðkomandi tímarit, vendu þig á að taka út þær greinar, sem þú gætir haft gagn af síðar. Þú kemst trúlega að raun um, að hliðstæða fyrirhugaðrar könnunar hefur verið unnin ótaloft áður, að fyrirbærið hefur verið þekkt frá tímum Hippókratesar; eða voru það Forn- Egyptar sem lýstu því? Yfirlitsgrein birtist i norska læknablaðinu í fyrra og í síðustu viku var leiðari um efnið i BMJ; eða var það í JAMA? Þér verður nú ljóst, hvað aðrir hafa gert áður, hverju er ósvarað og hvar aðra höfunda greinir á. Nú er tími til kominn að ræða undirbúning við starfsbræður, sem hafa reynslu. Þeir hafa þegar gert sín byrjenda- mistök og munu forða þér frá samskonar hliðarsporum. HEITI GREINAR Settu heiti greinar niður á blað strax og þú byrjar undirbúning. Titill greinar á • að vera fræðandi, • að vera nákvæmur og sérkennandi, • að vera eins stuttur og kostur er. Titlinum er ætlað að vekja athygli lesandans. Hvort sem hann hefur sjálfa greinina undir höndum, sér útdrátt úr henni í öðru riti eða rekst á tilvitnun í heimildalista, hefur heiti greinarinnar oft úrslitaþýðingu um það, hvort viðkomandi les greinina. Þú munt þurfa að endurskoða titilinn aftur og aftur. Hafðu hliðsjón af honum, þegar efniviðurinn vex í höndum þér. Gættu þess, að titillinn endurspegli efnið. Breytist vinnu- áætlun þín þarft þú að breyta heitinu í sam- ræmi við það. Vandaðu orðavalið. Láttu lykilorðin úr efninu koma fyrir í heitinu. HVER ER HÖFUNDUR? Um þetta fjallar Asher, sem vitnað var til í upphafi þessa kafla (1): »Hver skrifaði greinina? Þú að sjálfsögðu. Settu því ekki sem meðhöfunda hóp manna, sem hjálpuðu þér óþeint, en skrifuðu ekki stakt orð; þakkaðu þeim í greinarlok... Höf- undarnir, sem settir eru í haus greinarinnar, eiga að vera þeir, sem raunverulega skrifuðu hana. Tveir geta skrifað saman grein, ef til vill geta þrír gert það, en alls ekki fléiri saman. Sex manns geta ekki skrifað saman grein, frekar en þeir gætu sameiginlega ekið bifreið.« (1). Þessari tilvitnun lýkur á þessum orðum: »Crowds of spurious authors confuse the reader and make reference work harder.« (1). Þetta vandamál er enn til umræðu. Alþjóðanefnd ritstjóra læknatímarita hefur rætt þetta á fundum sínum (5) og eru innan tíðar væntanlegar leiðbeiningar til ritstjóra og höfunda. Út frá því, sem nú liggur fyrir, er hægt að setja fram nokkrar grunnreglur: Ætlunin er að veita höfundarhugtakinu þá merkingu, sem það upphaflega hafði, þ.e. að sá telst höfundur, sem bæði hefur tekið virkan þátt í að móta greinina og átt aðild að þeirri vinnu, sem á undan fór, allt frá fyrstu hugmyndum að meðferð niðurstaðna og túlkun þeirra. Sérhæft tæknilegt framlag á rannsóknastofum, ráðgjöf eingöngu, stjórn- unarábyrgð á stofnun, »eignaraðild« að klíniskum upplýsingum o.s.frv. er ekki nægi- legt til þess að réttlæta, að viðkomandi sé skráður meðhöfundur. Nöfn þeirra, sem hafa lagt verulega af mörkum til vísindaverks, en uppfylla ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.