Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1985, Side 32

Læknablaðið - 15.12.1985, Side 32
352 LÆKNABLAÐIÐ Þú skilgreinir vandamálið og greinir á einfaldan hátt frá því, hvers vegna könnunin var gerð. Reyndu að vera eins stuttorður og þú getur. Mundu að þú ert ekki að skrifa sögu læknisfræðinnar, ekki einu sinni sögu við- komandi sjúkdóms. Að vísu skaðar engan, þó að þú eyðir þrem linum í það, að segja frá því, að fyrsta lýsing hafi fundist á papýrushandriti frá fimmtu öld fyrir Krist, næsta tilvitnun er síðan tengd beint því vandamáli, sem þú hefur verið að fást við og tilgáta þín fjallar um. Hafir þú ekki upphaflega grein eða rit undir höndum segðu þá frá því, hvar þú fékkst tilvitnun í upphaflegu heimildina. Auk þess: Þú færð aðeins að nota takmark- aðan fjölda tilvitnana. Eyddu þeim ekki að óþörfu hér. Að siðustu vísar þú svo til tölfræðilegra aðferða, sem beitt er við könn- un á niðurstöðum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR, SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR (Material and methods. Patients and methods) Oft vill þessi kafli verða óþarflega langur. Það er óþarft, vegna þess að þú þarft hér aðeins að segja frá því, hvað þú gerðir og hvernig þú fórst að því. Aðrir, sem fjalla um sama efni, geta þá endurtekið athugun þína og þeir, sem lesa greinina, geta lagt mat á aðferðir og niðurstöður. Þú lýsir aðferðum sér og lýsir efnivið sér. Þegar þú ræðir um sjúklinga, notar þú yfirskrift við hæfi, eins og sýnt er. Þegar þú birtir sjúkrasögur, falla efniviður, aðferðir og niðurstöður saman í einn kafla undir yfir- skriftinni : Sjúkrasögur. Ef þú þarft að lýsa óvenjulegum eða nýjum aðferðum í löngu máli, fer vel á þvi að gera það í viðbæti að greinarlokum. Hafi rannsókn þín falið í sér tilraunir á fólki, láttu þess þá getið snemma, að þar hafi verið um sjálfboðaliða að ræða og að þeir hafi gefið jáyrði sitt, eftir að þeir voru vandlega fræddir um tilraunina (»informed consent«), samanber Helsinki-yfirlýsinguna (4) í Við- auka II. NIÐURSTÖÐUR (Results) Hér kemur svarið við þriðju spurningunni: What answer did you get? (9) Settu hér fram allar niðurstöður þínar og sem mest af þeim í töfluformi. Forðastu að ræða um efnið, (separate fact from opinion (6)), nema til þess að benda á mikilvæg atriði og tengsl milli þátta í athug- uninni. Forðastu að endurtaka í textanum, það sem auðveldlega má lesa úr töflum og myndum. Uppsetningu á töflum og frágangi mynda eru gerð skil síðar í þessum kafla. Hér nægir að visa í reglur ritstjórnar í Viðauka I og taka fram eftirfarandi: Sé aðeins ein tafla í grein þinni, er hún sett inn númerslaus. Endranær eru töflur auðkenndar með rómverskum tölum (I, II, III o.s.frv.) Leyfilegt er að hafa töflur á ensku og ber þá að hafa merkingar á myndum og myndatexta á því máli einnig. Sé þessi háttur hafður á, skal efnisyfirlit vera á ensku (summary). Allar skýringar skal skrá neðanmáls við töfluna, með viðeigandi tilvisunartáknum. Sé stuðst við niðurstöður annarra, hvort sem þær upplýsingar hafa verið birtar eða ekki, skal fá leyfi höfunda og geta þeirra að greinarlokum (Þakkir). Fjöldi taflna ræðst af því, hvert upplýsinga- magnið er. Oft er betra að hafa töflurnar fleiri og einfaldari. Jafnvægi verður að vera milli efnis í töfluformi og textans. Ef mikið misræmi er þar á milli, þannig að töflurnar bera textann ofurliði, geta komið upp vand- ræði við umbrot. Þá er annað tveggja til ráða, að biðja höfund að einfalda töflur eða hreinlega að fækka þeim, ef hægt er eða að gripið er til þess ráðs að minnka töflurnar niður í prentuninni (microtables). Til hins síðara hefur reyndar ekki ennþá komið í Læknablaðinu, en lesendur þekkja þetta af lestri erlendra tímarita. Gættu þess því að skoða vel greinar í viðkomandi tímariti og áætlaðu, hversu mikið rými töflur þínar muni taka. Myndir teljast það efni, sem ekki er hægt að setja. Þær á að tölusetja (1, 2, 3 o.s.frv.) Þó gildir sama regla um eina mynd og eina töflu í grein. Mun meiri ábyrgð hvílir á höfundum varðandi frágang á myndum en á töflum. Ritstjórn sér um endanlegan frágang töflu, jafnvel endurskoðun hennar, en höfundur ber ábyrgð á því, að myndir séu svo úr garði gerðar, að þær megi nota beint til smækk- unar, þegar með þarf og að þær séu jafn greinilegar eftir sem áður.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.