Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 361 Tafla VI. Aldursdreifing lækna og kandidata yngri en 70 ára í ársbyrjun 1985, 1980 og 1985 ásamt ágiskunfyrir árin 1990 og 2000. Aldur 1975 1980 1985 1990 2000 25-29............. 65 147 124 184 180 30-34............. 89 172 222 234 220 35-39............. 75 92 182 200 182 40-44............. 92 78 95 167 232 45-49............. 76 92 79 92 195 50-54............. 54 76 89 75 163 55-59............. 29 53 72 87 85 60-64............. 21 26 52 68 68 65-69............. 27 22 25 48 75 Samtals 528 756 940 1.155 1.400 línuritsins verði greinilegir, þegar myndin hefur verið minnkuð. Tákn skulu vera greinileg og það frábrugðin hvert öðru, að ekki sé hætta á að þeim verði ruglað saman. Á kvarða skal koma fram hvaða einingar eru notaðar. Kvarði, sem sýnir fjölda (hlut- föll), skal byrja á núllpunkti. Sé ekki hægt að sýna allan kvarðann, skal með eyðu eða á annan viðeigandi hátt sýna, hvað í hann vanti. Á sama hátt skal sýna, að í láréttan kvarða vanti, t.d. þegar mælingar hafa ekki verið gerðar samfellt. í mynd 11 eru sýnd nokkur dæmi um strik og um tákn. Stólparit (bar diagram) eru hentug til þess að túlka tvíundarbreytur og afmarkaðar breytur. Stólpar geta legið lárétt eða staðið lóðrétt. Þeir skulu allir vera jafn breiðir. Vel fer á þvi, að breidd þeirra sé meiri en bilin á milli eða að valin er andstæðan: Grannir stólpar og ríflegt bil á milli. Krínglurit (pie chart, pie diagram) má nota á sama hátt og stólparit, en þá þarf að setja beinar tölur eða hlutfallstölur inn á myndina sjálfa. Súlurit (histogram) er notað til þess að sýna tíðnidreifingu samfelldra gilda. Súlurit er gert á þann hátt, að á lárétta ásinn eru sett mörk þeirra flokka, sem talnasafninu hefur verið skipað í. Á lóðrétta ásinn eru markaðar einingar fyrir tíðni. Síðan eru dregnir ferhyrningar með grunnlínu á lárétta ásnum og svarar hæð ferhyrninganna til tíðni í hverjum flokki. Flatarmál súluritsins alls fæst með þvi að 0 V_____________________________J Mynd 10. Skyggna númer sex: Tafla VI leggja saman flatarmál ferhyrninganna. Séu flokkar allir jafn stórir, verður jafn langt milli ystu marka í hverjum og einum. Sé breidd hvers flokks: b og samanlögð tíðni: N, verður flatarmál alls súluritsins: Nb. Hver einstak- lingur eða mæling svarar þá til einnar flatar- einingar. Séu flokkar misstórir, t.d. ef um mislöng æfiskeið er að ræða, þarf að leiðrétta fyrir því, samkvæmt reglunni um það, að hver ein- staklingur svari til einnar flatareiningar. T ökum dæmið um sjúklingana, sem greind- ust með sjúkdóminn ABC, þegar þeir leituðu til heilsugæslustöðvarinnar í XYZ á tímabil- inu 1986 til 1995, bæði árin með talin. Frá þessu er greint í töflu VII. Við fyrstu sýn mætti ætla, ef við aðeins hefðum fremsta dálkinn til þess að styðjast við, að tíðnin hafi verið mest hjá konum og körlum á aldrinum 41-55 ára. Við komumst að raun um annað, þegar við reiknum út, hversu margir sjúklingar koma á hvert aldursár. Þær meðaltalstölur notum við nú til þess að marka hæð flokka í súluritinu á mynd 12 og sækjum jafnframt flokkabreidd- irnar í aldursflokkana fremst í töflunni. Hvað töfluna varðar, er vert að benda á, að titill og undirtitill eru hafðir jafn nákvæmir og raun ber vitni, annars vegar til þess að skýringar á dálkahaus geti verið eins stuttorðar og kostur er, og hins vegar er það skylda að lýsa töflu eins greinilega og hægt er, í eins stuttu máli og kostur er. Tíðnimarghyrningur (frequency polygon) verður til á þann hátt, að fundið er miðgildi hvers flokks. Svarandi til þess gildis og tíðni í hverjum flokki eru markaðir punktar. Þegar þessir punktar eru tengdir saman með beinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.