Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1985, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.12.1985, Qupperneq 48
362 LÆKNABLAÐIÐ línum kemur fram marghyrningur. Tíðni- marghyrningurinn afmarkar flöt, sem er svipaður að stærð og sá, sem súluritið umlykur. Tíðnimarghyrningar koma að gagni, þegar verið er að bera saman tvær eða fleiri tiðnidreifingar. Ekki hlítir að teikna súlurit hvert ofan í annað, en hins vegar má stilla súlunum upp hlið við hlið. Verði myndin of flókin má þá grípa til tíðnimarghyrninganna. Strikarit (line diagram) eru ein tegund línurita og koma þau að notum, þegar lýsa skal breytilegri tíðni á ákveðnum tímabilum. Sé mikill munur á tíðni sjúkdóma, er gripið til þess að setja lógariþmakvarða á lóðrétta ásinn. Með þvi móti er hægt að hemja efniviðinn á margfalt minni fleti og hneigð hvers kvilla verður borin saman við fram- vindu hinna. Fylgni - Tvísturrit (scatter diagram). Fram að þessu hefur verið rætt um línurit og eiga þau það sameiginlegt, að í þeim er aðeins önnur stærðin breytileg. Þegar fjallað er um tvær breytur og afstöðu þeirra innbyrðis, eru notuð svonefnd tvístur- eðafylgnirit (scatter or correlation diagrams), sem eru raunar tvö nöfn á sama fyrirbærinu. Það er utan við efnissvið þessa rits að ræða um fylgnistuðulinn r (correlation coefficient). Mynd 13 er hins vegar úr bók Henriks R Wulff, Rationel Klinik (14), sem að minni hyggju ætti að vera skyldulesning á fyrstu árunum í læknadeild. Vefjist það fyrir einhverjum að lesa bókina á móðurmáli höfundar, er jafn- framt bent á ensku útgáfuna (15). Myndin er m.a. birt til þess að fá tækifæri til þess að koma bókinni á framfæri. Tafla VII. Nýgengi sjúkdómsins ABC hjá þeim, sem leituðu til heilsugœslustöðvarinnar íXYZá árunum 1986 til 1995. Bæði kyn. Fjöldi sjúklinga, aldur þeirra við greiningu og meðalfjöldi sjúklinga á hvert ár innan aldursflokks. Greining Aldur N % Á hvert aldursár 21-30..................... 18 (3,7) 1,8 31-35 .................... 45 (9,2) 9,0 36-40..................... 79 (16,2) 15,8 41-55 ................... 225 (46,1) 15,0 56-60..................... 63 (12,9) 12,6 61-70..................... 45 (9,2) 4,5 71-90..................... 13 (2,7) 0,65 21-71 448 (100,0) 6,97 Að þessu sögðu lýkur að segja frá töflum og myndum. VINNULAG RITSTJÓRNAR Þegar nýtt efni berst, tekur einhver úr rit- stjórninni að sér að lesa það yfir. Ef greinin er gallalaus, fær hún skjóta samþykkt. Minni- háttar gallar, sem kunna að finnast á handriti, svo sem í tilvitnunum eða í töflum, eru leiðréttir. Séu verulegir gallar á, gerist annað tveggja: Höfundi er bent á gallana og hann beðinn um að bæta úr eða að greininni er hafnað. Varðandi síðara atriðið er lesanda bent á það, sem sagði um viðhorf ritstjóra fyrr í þessum kafla. Sé um sérhæft efni að ræða, er handritið sent dómanda, sem valinn er af einhverjum úr ritstjórn og eiga ekki aðrir að vita um það, hver er dómandi hverju sinni. Umsögn hans er send höfundi, sem gerir viðeigandi breyt- ingar. Fallist höfundur ekki á réttmæti gagn- # ▲ ■ ▼ X o O A □ V Mynd 11. sýnir mismunandi strik og tákn sem nota má í línuritum Tíöni leituðu til heilsugœslustöðvarinnar XYZ á tíu ára tímabilinu 1986 til 1995. Meðalfjöldi sjúklinga (bœði kyn) á hvert aldursár miðað við greiningu (sjá töflu VII).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.