Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 70

Læknablaðið - 15.12.1985, Page 70
378 LÆKNABLAÐIÐ atriðum, auk þeirra, sem upp voru talin í byrjun þessa viðauka: • Eru niðurstöður í samræmi við efni- viðinn? • Er þörf á að ræða einhver atriði frekar eða skýra þau? • Er þörf á að stytta einn eða fleiri hluta greinar? • Er efninu rétt skipað niður samkvæmt IMRAD-kerfinu? • Eru titill og útdráttur nægilega fræðandi og svara þeir fyllilega til efnisins? • Eru nokkrar villur í útreikningum, jöfnum, formúlum, töflum, myndum og fagheitum? • Eru tilvitnanir við hæfi? 10. Ritdómara ber að gæta þess, að það sem fram kemur í umsögn og höfundur fær afrit af, sé sett fram af óhlutdrægni og forðast skal hann allt það, sem særa kann höfunda. 11. Ritdómari bendir á það í umsögn sinni, sem betur má fara. í bréfi til ritstjórnar getur hann greint á milli þeirra atriða, sem hann telur óhjákvæmilegt að breytt verði eða lagfærð og hinna, sem geta orkað tvímælis eða smekksatriði er, hvort hróflað er við. 12. Ritdómara ber að skjalfesta, eins nákvæmlega og kostur er, allt það sem hann telur að koma þurfi á framfæri við höfund og/eða ritstjórn. 13. Ritdómara er ekki ætlað að leiðrétta galla í stíl höfunda eða að svipast um eftir ritvillum, en þegar hann skilar afriti af handriti ásamt bréfi til ritstjórnar og umsögn um verkið, er ávallt vel þegið, ef ritstjórn fær í kaupbæti ábendingar um málfar. Sérviska í stíl er einkamál höf- unda, sem ritstjórn hefir aldrei blandað sér í, svo fremi, að höfundar riti á mannamáli. 14. Ritdómarar sæta því, ef ritstjórn ákveður, að handrit sé sent tveim gagnrýnendum, enda er það í samræmi við þær reglur, sem settar voru um hlutverk gagnrýnenda í upphafi þessa viðbætis. TILVITNANIR 1. O’ConnorM. EditingScientific Booksand Journals. An ELSE CIBA Foundation Guide for Authors. Tunbridge Wells: Pitman Medical Publishing Co Ltd 1978. 2. DeBakeyL. TheScientific Journal. Editorial policies and practices. Guidelines for editors, reviewers and authors. St. Louis: The C.V. Mosley Company 1976.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.