Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 16
330 1986; 72: 330-45 LÆKNABLAÐIÐ Vilhjálmur Rafnsson, Haukur Kristjánsson VINNUSLYS Könnun á slösuðum, sem leituðu til Slysadeildar Borgarspítalans í Reykjavík á árinu 1983 INNGANGUR Um árabil hafa verið skráð og tölvufærð yfir hundrað atriði varðandi sérhverja komu sjúklinga á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Þar hafa því safnast fyrir umfangsmikil gögn um slasaða, sem þangað hafa komið til meðferðar á undanförnum árum. Upplýsingar þessar eru skráðar og merktar hverjum einstaklingi og fjalla að langmestu leyti um atriði, er varða sjúkdómsgreiningu, meðferð og heilsufarsleg afdrif sjúklinganna. Auk þessa eru við komu sjúklings skráðar upplýsingar, svo sem um tildrög slyssins, slysstað og flutning hins slasaða. í vörslu Slysadeildarinnar eru því nákvæm og greinargóð gögn um slys af ýmsu tagi og því ljóst að um er að ræða kjörinn efnivið til slysarannsókna. Tölulegar upplýsingar um vinnuslys á íslandi hefur vantað um langt árabil. Vinnuveitendum ber skylda til að tilkynna vinnuslys, sem verða í fyrirtækjum þeirra til Vinnueftirlits ríkisins, áður Öryggiseftirlits ríkisins (1). Fastmótaðar reglur hefur skort varðandi þessar tilkynningar og ékki hefur verið rekið sérstaklega á eftir vinnuveitendum að tilkynna vinnuslys á seinni árum. Árlega berast Vinnueftirlitinu þó tilkynningar um rúmlega 350 slys á þennan hátt. Sum þessara slysa fá nákvæma umfjöllun af hálfu eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins, þar sem lagt er mat á tildrög og orsakir slysanna. Aðra uppsprettu upplýsinga um vinnuslys er að finna í gögnum Tryggingastofnunar ríkisins, sem hefur yfirlit yfir bótaskyld vinnuslys. Þau hafa verið um 1500 á ári og fyrir nokkru var gerð grein fyrir þeim í nokkurra ára uppgjöri (2). Þrátt fyrir þessar skýrslur er brýn þörf fyrir frekari upplýsingar um vinnuslys hér á landi, sem hægt væri að byggja á forvarnarstarf. Þetta hefur orðið tilefni þessarar samantektar á vinnuslysum sem hér liggur fyrir. Frá Vinnueftirliti rikisins og Slysadeild Borgarspitalans. Barst 02/04/1986. Samþykkt til birtingar 16/06/1986. Meginmarkmið þessarar könnunar er: 1) að fá yfirlit um árlegan fjölda vinnuslysa á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til aldurs, kyns og fleiri þátta 2) að lýsa fjölda vinnuslysa í hinum ýmsu atvinnugreinum með hliðsjón af fjölda starfandi í atvinnugreinunum og 3) að leita eftir þýðingu ákveðinna áhættuþátta í vinnu og vinnuaðstæðum. ENIVIÐUR OG AÐFERÐIR Slysstaður. Eitt af því fjölmarga sem skráð er við komu sjúklinga á Slysadeildina er slysstaður. Fjórir fyrstu flokkarnir undir fyrirsögninni slysstaður er slys í verksmiðju/verkstæði, slys á sjó, slys í byggingarvinnu og önnur vinnuslys. Hér er ekki um hreina landfræðilega skiptingu að ræða, heldur er einnig tekið mið af því, hvað slasaði var að gera þegar slysið varð. Þessir fjórir flokkar voru því notaðir til að skilgreina þau slys sem töldust vinnuslys. Til að átta sig á þeirri slysstaðaflokkun sem hér hefur verið rædd skal bent á mynd af færslublaði Slysadeildarinnar. Slys á árinu 1983 voru valin til athugunar, þar sem það var síðasta árið sem aðgengilegt var þegar rannsóknin hófst. Á því ári voru 39.681 nýkomur til Slysadeildarinnar, þ.e.a.s. svo oft var leitað til deildarinnar vegna nýrra slysa eða annars, en hugsanlegt er að einhverjir einstaklingar hafi komið þangað oftar en einu sinni á árinu, þannig að þessi tala segir ekki til um fjölda einstaklinga, sem til deildarinnar hafa sótt á árinu. Af höfuðborgarsvæðinu (sjá skilgreiningu síðar) voru 36.397 nýkomur. Af heildarfjölda nýkoma voru 6.010 skilgreind sem vinnuslys, þ.e. þau voru skráð í flokkana: Slys í verksmiðju, slys á sjó, slys í byggingavinnu og önnur vinnuslys. Með því að skilgreina vinnuslys á þennan hátt voru slys á heimavinnandi húsmæðrum ekki tekin með. í orðabók Menningarsjóðs (3) er orðið slys skilgreint sem óhapp, áfall; atvik, sem veldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.