Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 359 var meðal útfallsbrot þeirra er svarað höfðu meðferð klínískt 60% (30-80) en hinna 46% (25-60) (p<0,05). Samdráttur hjartavöðva á hjartadrepssvæði var einnig betri hjá þeim sem svöruðu meðferð klínískt. Eftir meðferð hefur sjúklingunum verið fylgt eftir í 10,5 mánuði (0,3-26) að meðaltali. Tveir sjúklinganna hafa látist (5,7%), báðir á fyrsta sólarhring eftir meðferð. Hvorugur var talinn hafa sýnt klínísk merki um endurflæði í kransæð. Átta sjúklingar (24%) fengu BK á þessu tímabili, þar af fimm í legunni eftir STK meðferð. Hjartaöng hafa 45% sjúklinga og er ekki munur eftir svörun við meðferðinni. Þörf fyrir hjartabilunarmeðferð virðist og algengari meðal þeirra sem ekki sýndu merki um enduropnun og almennt virtist starfshæfni þeirra versna meira við áfallið (>0,05). Þeir sem svöruðu klínískt STK-meðferð, virtust hinsvegar hafa meiri tilhneigingu til alvarlegra takttruflana, þó sá munur væri ekki marktækur (p>0,05). Á þessu tímabili höfðu fjórir sjúklingar farið í kransæðavíkkun og fjórir í kransæðaaðgerð. Aukaverkanir við STK-meðferðina fengu átta sjúklingar (23%). Blóðþrýstingur féll hjá fimm, en þó ekki alvarlega, einn fékk »serum sickness«, tveir fengu smávægilegar blæðingar frá stungustað, en einn fékk útbreiddar blæðingar og dó skömmu síðar úr hjartarofi. í þessari rannsókn er sýnt fram á svipaða tíðni endurflæðis um kransæð og varðveislu á hjartavef og í stærri rannsóknum, þar sem STK hefur verið gefinn hratt í stórum skömmtum um bláæð við BK. ENDURLÍFGUN EFTIR HJARTASTOPP UTAN SJÚKRAHÚSS. Uppgjör frá lyflækningadeild F.S.A. 1980-1985 Jóhann Valtýsson, Þorkell Guðbrandsson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á sex ára tímabili (1980-1985) tókst að endurlífga 17 einstaklinga sem fengu hjartastopp utan sjúkrahúss á Akureyri og nágrenni. Karlar voru 15 og konur tvær. Meðalaldur var 55,7 ár (18-77 ár). Langflestir sjúklinganna höfðu þekktan hjartasjúkdóm og/eða áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og voru meðhöndlaðir með hjartalyfjum þegar hjartastoppið átti sér stað. Sjö fengu hjartastopp utanhúss, fimm heima hjá sér, fjórir annars staðar og tveir utan Akureyrar. Endurlífgun tók að meðaltali 37 mínútur (1-130 mínútur). Tímalengd endurlífgunar virtist ekki skipta máli m.t.t. árangurs. Alvarlegir fylgikvillar við endurlífgun voru fáir (einn »flail chest« og ein magablæðing). Átta sjúklingar þurftu meðferð í öndunarvél (24-48 klst.). Einn fékk bráðabirgða gangráð og hjá þremur var lagður lungnaslagæðaleggur (Swan-Ganz catheter). Tíu sjúklingar (59%) útskrifuðust. Fjórir létust innan eins árs frá útskrift en tveir hafa lifað lengur en fimm ár. Sex sjúklingar töldust hafa sem næst eðlilegt ástand við útskrift, tveir töldust vinnufærir þó að um væga skerðingu væri að ræða en tveir voru óvinnufærir og af þeim var annar mikið skertur. Af þeim sjúklingum sem tókst að endurlífga eftir hjartastopp utan sjúkrahúss á þessu sex ára timabili hafa óvenju margir útskrifast. REYNSLA AF LUNGNASLAGÆÐARÞRÆÐINGUM (SWAN GANZ) Á GJÖRGÆSLUDEILD F.S.A. 1983-1986 Girish Hirlekar, Veigar Ólafsson, Sigurður Pétursson, Þorkell Guðbrandsson. Gjörgæslu- og lyflækningadeildir Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Frá árslokum 1983 til ársbyrjunar 1986 voru framkvæmdar 19 lungnaslagæðarþræðingar (Swan Ganz) á gjörgæsludeild FSA. Tilgangur með lungnaslagæðarþræðingu var sá að fá nánari upplýsingar um blóðrásarástand bráðveikra hjartasjúklinga m.t.t. meðferðarmöguleika. Flestir sjúklinganna höfðu bráða kransæðastíflu með lífshættulegum einkennum. Þrír sjúklingar höfðu verið endurlífgaðir eftir hjartastopp. Tveir sjúklingar töldust vera í hjartalosti. Um var að ræða 13 karlmenn (meðalaldur 65 ár, aldursdreifing 48-84 ár) og sex konur (meðalaldur 75 ár, aldursdreifing 58-84 ár). í öllum tilfellum var æðaleggur lagður inn um vena jugularis interna dextra. Engir fylgikvillar komu fram við innlögn. Það voru heldur engir fylgikvillar meðan æðaleggur var í sjúklingi nema í einu tilviki sprakk blaðra (á endursótthreinsuðum æðalegg). Meðaltími æðaleggs í sjúklingi var 2,5 dagar (1-4 dagar). Hjá öllum sjúklingum var slagæðaþrýstingur mældur í arteria radialis. Venjulegar blóðrásarmælingar (hemodynamics) voru gerðar gegnum lungnaslagæðarlegginn. Útfall hjartans var mælt með thermodilutions tækni. Hjá 11 sjúklingum bötnuðu blóðrásarmælingar greinilega. Þrír sjúklingar létust á gjörgæsludeildinni meðan þeir höfðu lungnaslagæðarlegg í sér. Dánarorsök þeirra var infarctus myocardii (ruptura cordis). Tveir sjúklingar létust síðar í legunni, annar á gjörgæsludeild og hinn á lyflækningadeild. Af þeirri reynslu sem við höfum fengið við lungnaslagæðarþræðingar við þær aðstæður sem búið er við á gjörgæsludeild FSA, virðist lungnaslagæðarþræðing hættulítil rannsókn, sem getur gefið mikilvægar upplýsingar um ástand bráðveikra hjartasjúklinga. Nákvæmar mælingar á blóðrásarástandi slíkra sjúklinga, sem hér var um fjallað geta auðveldað ákvarðanatöku um markvissa meðferð. KLOFAGÚLPUR Á MEGINÆÐ. Tíu sjúkratilfelli frá Landakotsspítala 1973-1985 Július Valsson, Ásgeir Jónsson. Lyflækningadeild Landakosts. Á árunum 1973-1985 greindust 10 sjúklingar með klofagúlp á meginæð (aneurysma dissicans aortae) á Landakotsspítala í Reykjavík, átta karlar og tvær konur. Meðalaldur við greiningu var 52,5 ár. Aldursbil var 25-69 ár. Átta sjúklingar höfðu áhættuþætti sjúkdómsins. Sjö voru með háþrýsting og tveir með Marfan sjúkdóm. Hjá öðrum þeirra átti klofagúlpurinn upptök í fallmeginæð, sem er sjaldgæft hjá sjúklingum með Marfan sjúkdóm. Hjá þeim er algengast að upptökin séu í rismeginæð. Sjúkdómurinn var greindur með röntgenmynd af brjóstholi í þremur tilvikum, með æðamyndatöku af meginæð í sex tilvikum og í einu tilviki við krufningu. Tveir sjúklingar gengust undir skurðaðgerð á meginæð í Bandaríkjunum en hinir fengu lyfjameðferð eingöngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.