Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 59

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 361 tölfræðilega marktækt (p<0,05). Að auki minnkaði verulega tíðni tveggja samhliða aukaslaga, hægs slegiltakts, tvíburatakts og þríburatakts, þó án þess að um tölfræðilega marktæka breytingu væri að ræða (p>0,05). Hins vegar, ef frá eru taldir þeir fjórir er losnuðu við VT, þá breytti meðferðin lítið eðli þeirra slegil takttruflana sem fyrir voru. Þær komu aðeins fyrir í mun minna mæli en áður. Við ályktum að ekki sé hægt út frá þessum niðurstöðum að meta áhrif disopyramids á langtíma horfur sjúklinga með HCM. Það er hins vegar að okkar mati mjög mikilsvert, að auk þess að fækka heildartíðni slegil takttruflana þá hefur meðferðin marktæk áhrif á VT, sem hefur reynst hafa hvað mest forspárgildi allra áhættuþátta HCM sjúklinga m.t.t. dánartíðni, ekki síst skyndidauða. Okkur finnst því full ástæða til að hafa disopyramid í huga sem valmöguleika í meðferð á HCM. Þeirri spurningu hvort þau áhrif lyfsins á slegil takttruflanir er hér koma fram, auk þekktra áhrifa hjarta og blóðrás, breyti í raun dánartíðni sjúklinga með HCM verður þó ekki svarað nema með forspárrannsókn. ÁHRIF CYCLOSPORINS Á SÓRA (PSORIASIS) CEM Griffiths, JN Leonard, Helgi Valdimarsson, L. Fry. Húðsjúkdómadeil St. Mary’s sjúkrahússins í London, Rannsóknastofa Háskóians í ónæmisfræði. Cyclosporin er sérvirkt ónæmisbælandi lyf sem lamar hjálparfrumur, en hefur ekki bein áhrif á starfsemi annarra ónæmisfruma. Rannsóknir höfðu gefið vísbendingar um að íferð og ræsing hjálparfruma í yfirhúð orsaki sóra. Því var ákveðið að gera forrannsókn til að kanna áhrif cyclosporins á þennan sjúkdóm. Valdir voru 10 sjúklingar með mjög útbreiddan og virkan sórasjúkdóm, sem ekki hafði látið undan PUVA eða methotrexate meðferð. Sjúklingarnir fengu litla skammta af cyclosporin (2-4 mg/kg) í 12 vikur. Hjá fimm þeirra hurfu útbrotin alveg meðan þeir tóku cyclosporin, og hinir fimm sýndu einnig afgerandi bata. Allir sjúklingarnir, nema einn, töldu að cyclosporin væri áhrifaríkasta lyfið sem þeir hefðu til þessa fengið gegn sjúkdómnum. Engra alvarlegra aukaverkana varð vart. Sóraskemmdir einkennast af auknum vaxtarhraða og óeðlilegri þroskun fruma í yfirhúð. Vitað er að cyclosporin hefur engin áhrif á vaxtarhraða yfirhúðarfruma. Hin ótvíræðu áhrif cyclosporins á sóra styðja því eindregið þá tilgátu, að hjálparfrumur gegni lykilhlutverki í meingerð þessa sjúkdóma. ÁHRIF STERA- OG TJÖRUÁBURÐAR Á EITILFRUMUR OG MAKRÓFAKA í SÓRASKELLUM (PSORIATIC PLAQUES). BS Baker, CEM Griffiths, JN Leonard, L. Fry, Helgi Valdimarsson. Húðsjúkdómadeil St. Mary’s sjúkrahússins í London, Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði. Við höfum áður sýnt fram á að útbrotablettir myndast í sórasjúklingum þar sem hjálparfrumur skríða úr undirhúð upp í yfirhúð. Þar þyrpast þær kringum makrófaka (Langerhans) frumur yfirhúðarinnar, virkjast og tjá HLA-DR sameindir. I byrjandi sórablettum eru slíkar frumur áberandi en í blettum sem eru í þann veginn að lagast sjálfkrafa ber mest á virkum (HLA-DR jákvæðum) bælifrumum (1). Lækning á þrálátum sóraskellum með stera- eða dithranoláburði hélst í hendur við verulega fækkun á frumum í skellunum. frumurnar hurfu þó nokkru áður en hægt var að greina klínískan bata. í sterameðhöndluðum skellum varð einnig veruleg fækkun á Langerhans frumum, en hins vega fækkaði þessum frumum ekki í dithranolmeðhöndluðum skellum. Þessar niðurstöður samrýmast þeirri kenningu að meingerð sóra eigi rætur að rekja til þess að frumur greina ónæmisvæki í tengslum við makrófaka í yfirhúð (2). Leit að slíkum ónæmisvækjum er hafin. 1. Baker BS, Swain AF, Fry L, Valdimarsson H: Epidermal lymphocytes and HLA-DR expression in psoriasis. Br Dermatol 1984; 110: 555-64 2. Valdimarsson H, Baker BS, Jónsdóttir I, Fry L: Psoriasis: disease of abnormal keratinocyte proliferation induced by lymphocytes. Immunology Today (in press) UNDIRFLOKKAR MÓTEFNA GEGN GLIADINII DERMATITIS HERPETIFORMIS Ingileif Jónsdóttir, Ingibjörg L. Skúladóttir, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði. Vefjaskemmdir í húð og meltingarvegi sjúklinga með dermatitis herpetiformis (DH) og meltingarvegi sjúklinga með coeliac sjúkdóm (CD) eru háðar neyslu hveitipróteina einkum gluteins. Talið er að meingerð þessara sjúkdóma megi rekja til ónæmissvara gegn gluteini, bæði frumubundinna svara og vessaónæmis. í sermi DH og CD sjúklinga finnast mótefni gegn glíadíni og í garnaslimhúð íferð eitilfrumna, og í DH finnast útfellingar af IgA og komplímentþættir í húð. Við höfum þróað ELISA aðferð til mælinga á mótefnum gegn glíadíni, af IgM, IgG og IgA gerð. Magn mótefna af þessum flokkum hefur verið ákvarðað í heilbrigðum einstaklingum með DH. Bráðabirgða niðurstöður sýna að IgM-mótefni gegn glíadíni eru hærri hjá heilbrigðum en DH sjúklingum, en DH sjúklingar sýna hækkun á bæði IgG og IgA mótefnum miðað við heilbrigða. Töluverð dreifing er á títer mótefna af öllum flokkum í báðum hópum. Öfugt samband virðist ríkja milli IgM og IgG mótefnamagns hjá heilbrigðum einstaklingum. MONOCYTAFJÖLGUN Á FYRSTU VIKUM MEÐGÖNGU Alexander Kr.Smárason, Auðólfur Gunnarsson, Jón Hilmar Alfreðsson, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Kvennadeild Landspítalns. Eftir hreiðrun frjóvgaðs eggs í legslímhúð vex fósturvefur, trophoblast, inn í sérhæfðan móðurvef, decidua. Ónæmiskerfi móðurinnar hafnar ekki þessum vef þrátt fyrir aðra vefjaflokkagerð. Þekking á samspili þessa »náttúrulega græðlings« og fruma móðurinnar gæti m.a. haft þýðingu fyrir vefjaflutninga- og krabbameinsrannsóknir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.