Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 20
334 LÆKNABLAÐIÐ um fjölda starfandi í atvinnugreinum frá Framkvæmdastofnun ríkisins. Unnt er að reikna út nýgengi slysa í hverri atvinnugrein, þegar þekktur er fjöldi starfandi í henni. Þetta á við um höfuðborgarsvæðið. Svo enn sé tekið dæmið af landbúnaði, var reiknaður hlutfallslegur fjöldi slasaðra karla árið 1983 36.9, en starfandi í atvinnugreininni voru 606 karlar. Því verður fjöldi slysa á hverja 10.000 starfandi karla 607.3. Með nýgengitölunum er hægt að bera saman atvinnugreinarnar á réttari hátt, en ef slíkur samanburður væri gerður eftir hlutfallstölum einum. Fjöldi slysa á hverja 10.000 í aldurshópum, nýgengi. Frá Framkvæmdastofnun ríkisins fengust einnig tölur um fjölda starfandi í aldurshópum nokkurra atvinnugreina. Þetta á við um höfuðborgarsvæðið. Eftir sömu meginaðferðum og lýst er hér að framan, er reiknað út nýgengi slysanna í hverjum aldurshópi þessara atvinnugreina. Það hefur verið látið ráða vali atvinnugreinanna, sem þannig er fjallað um, hve mörg slys hafa orðið í þeim. Þannig hafa þær greinar, sem 25 eða fleiri höfðu slasast í af öðru hvoru kyninu, verið athugaðar með tilliti til aldurshópa. Tölfræðilegar aðferðir. Reiknuð eru út 95% öryggismörk fyrir nýgengitölurnar, sem fundnar eru í þessari skýrslu. Þau eru mynduð eftir þeirri meginreglu, að líkindin eru 95% á að þau innihaldi hið »sanna« gildi (8). Af öryggismörkunum fást ákveðnar upplýsingar um áreiðanleika niðurstaðnanna. Við útreikningana á neðri öryggismörkunum er notuð jafnan: I- 1.96 X (kvaðratrótin af (I/R)), og við efri öryggismörkin er notuð jafnan: 1+ 1.96 X ( kvaðratrótin af (I/R)). (I þýðir nýgengitala og R stendur fyrir samanlagðan áhættu tíma þ.e.a.s. fjölda starfandi í viðkomandi atvinnugrein). Ekki er gerður tölfræðilegur samanburður á nýgengitölum í þessari skýrslu, en hægt er að gera sér nokkra grein fyrir hvort líkindi á að munur milli nýgengitalna sé sannur með því að skoða öryggismörk þeirra. Könnunina ber að skoða fyrst og fremst sem lýsingu á nýgengi slysa á höfuðborgarsvæðinu. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður eru sýndar í töflum og á myndum. Tafla II sýnir fjölda slysa i úrtakinu á höfuðborgarsvæðinu hjá körlum og konum í hverri atvinnugrein, en út frá honum og fjölda í úrtakinu og þeim heildar fjölda, sem kom til Slysadeildarinnar vegna vinnuslysa, er reiknaður út fjöldi slysa á hverja 10.000 starfandi í greininni. Hér er því um að ræða nýgengitölur. Af þeim sést tíðni slysanna í hverri grein miðað við sama fjölda starfandi. Neðst í töflunni eru líka sýndar tölur fyrir allar atvinnugreinarnar saman. Það urðu því 1061.0 vinnuslys á hverja 10.000 starfandi karlmenn og 245.7 vinnuslys á hverja 10.000 starfandi konur á árinu 1983. Ef samanburður á milli atvinnugreina er gerður, eða að einstaka greinar eru bornar saman við allar atvinnugreinarnar saman er raunhæfast að gera slíkan samanburð með þessum nýgengitölum. Hvað varðar karla eru nokkrar greinar sem skera sig úr, hafa hærri nýgengitölur en allar atvinnugreinar saman. Hæst er ál- og járnblendi, þá málm- og skipasmíðar, persónuleg þjónusta, fiskveiðar, vefjariðnaður, trjávöruiðnaður og matvælaiðnaður. Sumar eru lægri en nýgengitalan fyrir allar atvinnugreinar saman og nægir þar að nefna fjölmennar greinar svo sem heildverslun, smásöluverslun, opinbera stjórnsýslu og opinbera þjónustu. Hjá konunum eru nokkrar greinar, sem hafa hærri nýgengitölur en allar atvinnugreinar saman, hæst eru fiskveiðar, fiskvinnsla, vefjariðnaður, matvælaiðnaður, veitingar og hótel og götu- og sorphreinsun. Sumar greinar hafa lægri nýgengitölu en allar atvinnugreinar saman, svo sem heildverslun, smásöluverslun, opinber þjónusta og menningarstarfsemi. Myndir 1 og 2 byggja á tölum í töflu II. Hafa ber í huga þegar nýgengitölurnar eru skoðaðar að sumar þeirra byggja á fáum slysum eða að slysin verða í fámennum greinum. Sumar þessar talna eru því háðar óvissu, sem reynt er að meta með því að reikna öryggismörk fyrir þær, eins og sýnd eru í töflunni. 95% öryggismörkin eru þannig fundin að líkindin á að þau innihaldi hið »sanna« gildi eru 95%. Ef nýgengitalan fyrir ákveðna grein er hærri en nýgengitalan fyrir allar atvinnugreinar saman, og lægri 95% öryggismörkin eru hærri tala en hærri 95% öryggismörk fyrir allar atvinnugreinar saman, eru sterk likindi á að munurinn á nýgengitölunni fyrir greinina og nýgengitölunni fyrir allar atvinnugreinarnar sé »sannur«. Hvað varðar karla þá er þessu þannig varið um ál- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.