Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 72
372 LÆKNABLAÐIÐ árunum 1968-1985. Haldin hefur verið sérstök skrá um sjúklinga með gangráða. Ástæða ígræðslunnar var athuguð, ejnkenni, hjartarafrit, fjöldi endurísetninga gangráða og einnig fjöldi annarra aðgerða í tengslum við gangráðinn. Dánarorsök var könnuð hjá þeim sem látist hafa samkvæmt dánarvottorði og líftími þeirra frá gangráðsísetningunni reiknaður í mánuðum. Aukning hefur orðið í gangráðsísetningum á þessum 17 árum. Sama þróun á sér stað í öðrum vestrænum löndum. Tíðnin hér er svipuð og í Vestur-Evrópu, en mun minni en í Bandarikjunum og Kanada. Nýgengi gangráðsísetninga er um 50-100/milljón hér á landi. Sambærilegar tölur fyrir Bretland eru 75/milljón og Bandaríkin 309/milljón (tölur frá 1978). Algengustu ástæður fyrir ígræðslu hjartagangráða eru algert leiðslurof í A-V hnút og sjúkur sínus. Vegna þeirra fá 132 sjúklingar af 199 hjartagangráð. Færri fá gangráð vegna annarra leiðslurofa í A-V hnút eða annarra takttruflana í hjarta. Á fyrri helmingi þess tímabils sem rannsóknin nær yfir var algert leiðslurof langalgengasta orsök gangráðsísetningar. Hin síðari ár hefur þetta breyst og er sjúkur sínus orðin algengastur. Vegna algers leiðslurofs fengu 62 einstaklingar (15 konur og 47 karlar) gangráð, meðalaldur við ísetningu var 75,9 ár. Við siðustu áramót hafði 31 látist, meðallifitími þeirra eftir ígræðslu var 77,8 mánuðir. Sjötíu sjúklingar (36 konur og 34 karlar) fengu gangráð vegna sjúks sínusar, meðalaldur við ísetningu var 72,2 ár. Látnir eru 27 (13 konur og 14 karlar) meðallifitími með gangráðinn var 63,8 mánuðir. Þannig er munur á kynskiptingu og lifitíma hópanna. SALTMINNA FÆÐI EYKUR BLÓÐÞRSTINGSFALL CAPTOPRILS Ámi Kristinsson, Guðmundur Þorgeirsson, Kjartan Pálsson, Magnús K. Pétursson, Snorri P. Snorrason, Þórður Harðarson. Lyflækningadeild Landspítalans. í undirbúningsrannsókn tóku þátt 10 sjúklingar með blóðþrýsting >96 mm Hg í hlébili (diastolu) þrímældir í fjórum heimsóknum. Þeir fengu einfaldar ráðleggingar um að draga úr saltneyslu og lista yfir varasamar fæðutegundir. Meðalblóðþrýstingur var 153/102±8,8/4,9 án meðferðar og 143/95± 16,1/8,7 á saltminna fæði liggjandi og 152/105 ± 8,6/6,1 og 129/98 ± 17/9,2 mm Hg standandi. Þrír sjúklingar voru með blóðþrýsting í hlébili £90 mm Hg á saltminna fæði. Hinir fengu að auki captopril töflur, 25 mg tvisvar á dag. Þá varð meðalblóðþrýstingur þeirra 134/90 ±6/3 liggjandi og 130/91 ±6/4 standandi. Natríumútskilnaður minnkaði úr 102 mmol/1 ±54 í 69 mmol/1 ±43 með mataræðisráðgjöf. í framhaldsrannsókn tóku 27 sjúklingar þátt. Blóðþrýstingur þeirra í hlébili var > 96 mm Hg án meðferðar og mældur á sama hátt og í fyrri rannsókninni. Sjúklingar fengu captopril töflur 25 mg tvisvar á dag í fjórar vikur og blóðþrýstingur var mældur hálfsmánaðarlega. Þá voru 18 sjúklingar með blóðþrýsting í hlébili £91 mm Hg. Þeim var skipt af handahófi í tvo hópa. Fékk annar hópurinn ráðleggingar um saltminna fæði en hinn hydrochlorthiazid 25 mg daglega. Eftir sex vikur var gert hlé í tvær vikur með captoprilmeðferð eingöngu, en síðan skiptu hóparnir um hlutverk og fékk hvor meðferð hins. Blóðþrýstingur var útafliggjandi að meðaltali 151/100± 12/6 fyrir meðferð, 144/94± 13/5 eftir captopril eingöngu, 140/91 ± 12/6 eftir captopril og saltsnautt fæði og 133/86 ± 12/7 eftir captopril og hydrochlorthiazid. Samsvarandi tölur í lóðréttri stöðu voru 140/99 ±12/6, 128/89± 11/6 og 120/84± 11/7. Munurinn er marktækur milli allra meðferðategunda p< 0,005. Rannsóknin leiðir Ijós, að einföld ráðlegging um saltsnautt fæði eykur blóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins captopril og getur þannig oft komið í veg fyrir notkun annars lyfs til viðbótar. SAMANBURÐUR Á ÁHRIFUM p-BLOKKARA OG ÞVAGRÆSILYFJA Á VINSTRI SLEGILMASSA í HÁÞRÝSTINGI Kristján Eyjólfsson, Guðmundur Þorgeirsson, Jóhann Ragnarsson, Snorri P. Snorrason, Þórður Harðarson. Lyflækningadeild Landspitalans, göngudeild Landspítalans fyrir háþrýsting. Athugun þessi er þáttur í fjölþjóðlegum samanburði á P-blokkerum og þvagræsilyfjum við háþrýstingi. Eitt hundrað körlum með háþrýsting (Bþ> 150/95) var skipt af handahófi í tvo hópa og fékk annar hópurinn P-blokkara (própanól 80 mgx2 eða metaprólól 100 mg x 2) og hinn hópurinn þvagræsilyf (bendroflumetazid-K 2,5 mg x 2 eða hýdróklórtiazid-K 25 mg x 2). Ef blóðþrýstingur í hlébili (diastólu) féll ekki niður fyrir 95 mm Hg var skammtur af viðkomandi lyfi tvöfaldaður. Ef blóðþrýstingur í hlébili var enn yfir 95 mm Hg var bætt við hýdralazini, 25 mg x 3, sem síðan mátti auka í 50 mgx3. í P-blokkara hópnum var blóðþrýstingur að meðaltali 138±9,l/83,9±4,9 mm/Hg og í þvagræsilyfjahópnum 138±12/84,3±5,5 mm/Hg, munur ekki marktækur. Eftir sex ára meðferð var gerð ómskoðun af hjarta. í 78 tilfellum var unnt að mæla stærðir einstakra hjartahólfa og veggþykkt vinstri slegils þannig að unnt væri að reikna vinstri slegilmassa. Slagrými vinstri slegils mældist að meðaltali 5,09±0,56 cm í p-blokkara hópnum, en 4,77 ± 5,4 cm í þvagræsilyfjahópnum (p<0,01). Hins vegar var ekki marktækur munur á vinstri slegilmassa-index: 120 ±33 g/p í p-blokkara hópnum og 115±27 g/p í þvagræsilyfjahópnum (p >0,1). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til, að sé blóðþrýstingsstjórn viðunandi hamli þvagræsilyf í sama mæli og P-blokkarar gegn ofþykknun vinstri slegils. Einnig, að sjúklingar á langtíma P-blokkun hafi stærra vinstra slagrými en sambærilegir sjúklingar á langtíma þvagræsilyfjameðferð. ÁREYNSLUPRÓF Á ÞREKHJÓLI. Yfirlit yfir 146 áreynslupróf á FSA. Þórir V. Þórisson, Þorkell Guðbrandsson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á tímabilinu 01.10.1983 til 01.03.1985 voru 140 einstaklingar rannsakaðir með áreynsluprófi á þrekhjóli á FSA, í 146 prófum (sex einstaklingar fóru tvívegis í próf). Eitt hundrað og þrír (74%) karlar og 37 (26%) konur. Aldur var 9-75 ár, meðalaldur 50,5 ár. Áttatíu og tveir komu frá Akureyri, 27 annars staðar úr Eyjafirði, 26 annars staðar af Norðurlandi eystra og fimm úr öðrum landshlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.