Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 327 Næst að tíðni komu önnur Rhesus-mótefni, sérstaklega anti-E og anti c/ eða anti-(c + E) (6, 7, 9-12). Anti-K reyndist einnig mjög algengt (6-9, 11, 12). í þessari könnun var anti-K hæst í tíðni eftir anti-D eða anti-(D + C). Orsök anti-K mótefna í efniviði höfundar kemur heim og saman við athugun frá Bandaríkjunum (13), en 11 af 12 vanfærum konum með þetta mótefni höfðu fengið blóð. Tíðni nýburagulu vegna óvanalegra mótefna er ógerlegt að meta í þessari könnun, og er það vegna ófullnægjandi rannsókna á nýfæddum börnum. Blóðsýni úr nýburum D-jákvæðra mæðra fengust aðeins í undantekningartilfellum og þá sennilega vegna sjáanlegra einkenna barns eða uppgötvun mótefnis í samræmingaprófi (krossprófi) sem gert var f þágu móðurinnar. Ætla má, að fleiri tilfelli af sjúkdómnum fyndust ef greining yrði bætt. Reynsla annarra hefur sýnt, að um 97<7o mæðra, sem fæddu börn með nýburagulu af völdúm óvanalegra mótefna, voru D-jakvæðar (14, 15). Margir lögðu áherslu á vaxandi tíðni nýburagulu hjá þessum hópi barna og vöruðu við tilhneigingu lækna til að vanmeta hættuna, þótt fækkun tilfella vegna anti-D hafi orðið. Meðal mótefna, sem höfðu jafn alvarlegar afleiðingar og anti-D, voru sérstaklega nefnd anti-c, anti-E, anti-C og anti-K (7-9, 11, 15, 16). Þótt mótefnamyndun vegna blóðflokkaósamræmis milli móður og barns finnist sjaldan í fyrstu meðgöngu, reyndust 14,5% kvenna, sem myndað höfðu slík mótefni, vera frumbyrjur. Þrem af þessum átta konum hafði verið gefið blóð. í bandarískri könnun greindust óvanaleg mótefni hjá 14 frumbyrjum (12,3%) og hafði ein fengið blóð (8). Mótefni, sem hafa myndast vegna náttúrulegra ástæðna eða blóðgjafa eru óháð frjósemisástandi konunnar og geta valdið erfiðleikum við næstu fæðingu. Hætta á mótefnamyndun hjá D-jákvæðum einstaklingum eftir blóðgjöf er meiri en hjá D-neikvæðum. Hefðbundin venja er að gefa síðari hópnum blóð, sem er neikvætt fyrir C, D og E. Sumir blóðbankar hafa leitast við að fækka tilfellum af mótefnamyndun vegna blóðgjafar með því að gefa stúlkum og konum á barnsburðaraldri blóð, sem er neikvætt m.t.t. mótefnavakanna K og c, ef blóðþeginn er neikvæður fyrir þessum efnum (7, 10, 12). Þegar blóðflokkaósamræmi er til staðar í meðgöngu, getur fylgjublæðing valdið mótefnamyndun hjá móðurinni. Hættan eykst, þegar á líður meðgöngutímann og er algengast á síðustu þrem mánuðum. Fyrri fósturlát, jafnvel ógreind, eða utanlegsþykkt getur ræst ónæmiskerfið snemma í þunguninni. Alls kyns aðgerðir á meðgöngutímanum (legvatnssýnistaka, vending fósturs) eru þekktar ástæður fyrir fylgjublæðingu. Upphafleg mótefnamyndun getur verið of væg til þess að koma í ljós í skimprófi, en magnast þegar mótefnavakinn berst næst í blóðrásina. Þess vegna eru auknar líkur á að greina mótefni í lok meðgöngutímans, þótt skimpróf hafi verið neikvætt við fyrstu skoðun (12,16-19). Einnig hefur verið sýnt, að ABO-samræmi milli móður og barns er mikilvægur þáttur sem stuðlar að myndun annarra mótefna hjá frumbyrjum (20). Þótt nýburagula, sem þarfnast meðferðar, sé sjaldgæft fyrirbæri, er mikilvægt að greina öll blóðflokkamótefni hjá vanfærum konum sem fyrst. Meðgangan og fæðingin geta leitt til hættuástands, sem krefst blóðgjafa. Ef óvænt mótefni kemur í ljós í samræmingaprófi vegna bráðatilfellis, getur verið erfitt að leysa vandamálið á æskilegasta hátt. Með því að endurtaka skimpróf í lok þungunar hjá öllum konum væri unnt að gera nauðsynlegar framhaldsrannsóknir og ráðstafanir með góðum fyrirvara. Höfundur leggur hér aðallega áherslu á rauðkornamótefni og áhrif þeirra á nýbura, en ekki má gleyma aukakvillum vegna ósamræmis milli móður og barns í öðrum erfðakerfum blóðsins. Mótefni gegn hvítum blóðkornum eða blóðflögum geta leitt til alvarlegra aukaverkana hjá nýburum. Tvö dæmi um vefjaflokkamótefni fundust í þessari könnun, en hvorugt reyndist hafa áhrif á barnið. Mótefni af Ig M-tegund berást ekki í blóðrás fósturs, en hafa tilhneigingu til að valda erfiðleikum við blóðónæmisrannsóknir og þá sérstaklega við samræmingapróf. Nú á dögum, þegar aukin áhersla er lögð á forvarnalæknismeðferð, er orðið tímabært að huga betur að D-jákvæðum mæðrum. Upplýsingar, sem fást í rannsóknum á vegum mæðraeftirlits, eru ekki aðeins mikilsverðar í sambandi við meðgönguna, sem er að líða; þær eru varðveittar alla ævi móðurinnar í skrá Blóðbankans. Vitneskjan um mótefni, sem þar eru geymd getur komið sér vel, þegar blóðgjafar er þörf síðar, t.d. vegna slyss eða skurðaðgerðar. Að lokum leggur höfundur til að framfylgt verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.