Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 355 AchR agonista, naja-naja toxin (NNT), og teljast því anti-idiotypisk (Ab2). Þessar niðurstöður benda til þess, að myndun Abl og Ab2 sé eðlilegur þáttur í ónæmissvörun músarinnar gegn þessu antigeni. Þegar sá hybrid, sem framleiddi Ab2, var ræktaður upp og frumurnar settar í kviðarhol nýrra músa, fengu fimm af 20 músum myastenia gravis. Mýsnar höfðu ekki mælanleg mótefni gegn AchR-T með ELISA en mælanleg mótefni gegn AchR-M með rosettutækni. EMG voru jákvæð. Þessar niðurstöður eru í samræmi við »network theory« Jerne og benda eindregið á mikilvægi »internal image« í meingerð EAMG. Þær sýna, að ónæmissvar gegn ákveðnu antigeni getur leitt til skemmdar á eigin vef, bæði með beinni krossreaction og fyrir tilvist »internal image« í anti-idiotypiskum mótefnum. Þær benda þannig á hugsanlegan þátt í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma. TILRAUNIR MEÐ SÉRHÆFÐA ÓNÆMISBÆLINGU VIÐ LANGVINNA IKTSÝKI (R.A.) Helgi Jónsson, Pierre Geborek, Frank Wollheim. Háskólasjúkrahúsiö í Lundi, Svíþjóó. Við höfum reynt nýja aðferð við meðferð sjúklinga með illvíga iktsýki. Þessi aðferð byggir á eftirfarandi forsendum: A. Örvaðar frumur eru næmari fyrir ónæmisletjandi lyfjum. B. Starfsemi b-eitilfruma er að hluta til stjórnað með neikvæðu afturkasti sem stjórnast af magni IgG í blóði. Svipaðar aðferðir hafa gefið góða raun við aðra sjúkdóma t.d. við bælingu HLA mótefna hjá væntanlegum nýrnaþegum og hjá blæðurum sem mynda mótefni gegn Faktor VIII. Sjúklingar og aðferðir: Meðferðinni var beitt við sjö sjúklinga. Þeir höfðu allir sígilda iktsýki og virkan sjúkdóm sem venjuleg lyfjameðferð beit ekki á. Meðferðinni var hagað á eftirfarandi hátt: 1. Með plasmaferes (PLF) eða prótein sefaros (SPA) var framkölluð hypogammaglobulinemia. 2. Gefið normalt gammaglobulin án gigtarþátta (RF). 3. Gefið Cyclofosfamid 15 mg/kg og Metylprednisolon g i.v. Sex sjúklingar fengu einungis eina meðferð. Þeim var skipt í tvo hópa, sem ýmist fengu PLF eða SPA. Einn sjúklingur fékk endurtekna meðferð (SPA), samtals fimm sinnum. Niðurslöður: A. Klínískt mat: Ljóst er að einstök meðferð veldur tímabundinni minnkun á virkni sjúkdómsins. Þessi bati virðist vara í 6-8 vikur, stundum lengur. Að sjálfsögðu verður að taka tillit til placebo áhrifa, en batinn virðist þó vara lengur en þau áhrif sem áður hefur verið lýst eftir stóra skammta af methylprednisolon. Enginn munur virtist vera á klínískum áhrifum í samanburði SPA og PLF. Við meðhöndlun á þeim sjúklingi sem fékk endurtekna meðferð sáust viss batamerki eftir fyrstu skiptin, en síðar virtist sjúklingi heldur hraka. B. Blóðrannsóknir sýndu, eins og búist var við, verulegan mun á PLF og SPA og sýndu að SPA var mun sértækara á meðan PLF hafði áhrif á öll plasmaprótein. Engin varanleg áhrif fengust á framleiðslu RF, hvorki við eina meðferð eða endurtekna. Umrœða: Hlutverk RF í langvinnri iktsýki er ekki ljóst, þótt vitað sé að mikið magn þeirra í blóði sé tengt illvígum sjúkdómi og jafnvel framtíðarhorfum. í þessari rannsókn var gerð tilraun til þess að gefa ónæmisletjandi meðferð sem sérstaklega beindist gegn frumum sem framleiða RF. Þrátt fyrir tímabundin klínísk áhrif fékkst ekki fram nein sérhæf hömlun á framleiðslu RF, en framleiðslu þeirra virðist vera stýrt af mjög sterkum homostatiskum þáttum sem meðferðin hafði ekki áhrif á. Klínísk áhrif endurtekinnar meðferðar ollu einnig vonbrigðum. HLUTVERK FOSFÓINÓSITÍÐA í STJÓRN PROSTACÝKLÍNFRAMLEIÐSLU ÆÐAÞELS Guömundur Þorgeirsson, Matthías Kjeld, Haraldur Halldórsson. Lyflækningadeild Landspítalans, rannsóknastofa Landspítalans í meinafræði og frumuliffræðideild Rannsóknarstofu Háskólans. Á síðustu árum hefur fundist nýtt boðkerfi í ýmsum frumum, sem nýtir ínositólþrífosfat (IP3) og díacýlglýceról (DAG) sem boðefni. Bæði myndast þau við klofning fosfatidylínósitól 4,5 bisfosfats eftir að ytra boðefni af einhverju tagi hefur bundist viðtaka á yfirborði frumunnar. IP, hækkar styrk CAJ+ í frymi og DAG hvetur prótein kínasa C. Til að kanna hlutverk þessa kerfis í prostacýklínmyndun æðaþels voru ræktaðar æðaþelsfrumur, sem áður höfðu verið merktar með 3H-ínósitóli, hvattar til að framleiða prostacýklín með histamíni eða þrombíni. Vatnsleysanleg ínósitólfosföt voru aðgreind á jónskiptasúlum. Strax við hvatningu hækkar styrkur IP3, nær hámarki eftir 20 sekúndur en hefur fallið niður í fyrra gildi eftir 2 mínútur. IP2 ris hægar og fellur síðan, en IP rís stöðugt í nokkrar mínútur meðan á tilrauninni stendur. Endurtekin hvatning með histamíni leiddi ekki til hækkunar á ínósitólfosfötum, sem bendir til þess að frumurnar verði samtímis ónæmar fyrir hvatningu til prostacýklínframleiðslu og til myndunar á ínósitólfosfötum. Forbólestrinn 12-0-tetradecanoyI forból 13-acetat, sem líkir eftir áhrifum DAG í frumum með því að hvetja prótein kínasa C, eykur þá prostacýklínframleiðslu, sem kemur eftir hvatningu með þrombíni, histamíni, ATP, bradykíníni og jónaferjunni A23187. Niðurstöður þessara rannsókna benda til, að myndun boðefnanna IP3 og DAG sé hlekkur í hvatningu æðaþels til prostacýklínframleiðslu og að báðir armar stýrikerfisins vinni saman að þessari framleiðslu. PROSTAGLANDINS: PHARMACOLOGY, MECHANISMS AND APPLICATIONS IN ACID PEPTIC DISEASES Esam Z. Dajani. Searle Pharmaceuticals, Chicago, Illinois, U.S.A. In recent years, considerable research has been conducted to elucidate the physiological and
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.