Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 54
358 LÆKNABLAÐIÐ SEGAMYNDUN í HJARTA EFTIR HJARTADREP Gizur Gottskálksson, Gestur Þorgeirsson. Lyflækninga- og rannsóknadeildir Borgarspítalans. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna með ómskoðun tíðni sega í hjarta, einkum vinstri slegli, í sjúklingum með hjartadrep. Rannsakaðir voru á níu mánaða tímabili 52 sjúklingar, þar af 22 með brátt framveggsdrep og 13 með brátt bakveggsdrep. Fimm sjúklingar höfðu brátt ógegndrægt drep og 10 gamalt hjartadrep. Að auki voru rannsakaðir tveir sjúklingar með bráða bólgu í hjartavöðva. Þeir 40 sjúklingar sem höfðu brátt hjartadrep voru innlagðir á hjartadeild Borgarspítalans og voru allflestir þeirra á fyrirbyggjandi Heparini 5000 i.e. subcut. ant. fyrstu dagana. Ómskoðun af hjarta var framkvæmd með venjulegum hætti með M og 2-D skoðun. Apex-svæðið var skoðað sérstaklega, með mismunandi stækkunum, til mats á hreyfanleika og hugsanlegri segamyndun. Flestir sjúklinganna með brátt hjartadrep voru rannsakaðir á annarri viku eftir áfallið, þar af nokkrir tvívegis. Helstu niðurstöður þesssara rannsókna á sjúklingum með brátt gegndrægt hjartadrep má ráða af töflum I og II. Tafla I. Apikal No 22 No 13 vegghreyfing Gruppa A (Ant.) Gruppa B (Inferior) Segi.......... - -/+ + - + Eðlil.......... 3 1 - 7 0 Hypokinesia.. 4 1 0 0 0 Dyskinesia ... 6 2 3 3 0 Akinesia...... 3 - - 1 0 Tafla II. A no 22 B no 13 Segi.......... - -/ + + Meðalaldur ár 57,8 63,6 64,3 62,5 CK............ 1.530 1.524 3.078 1.879 LDH........... 1.247 1.528 2.365 1.897 Enginn sjúklingur með brátt bakveggsdrep reyndist hafa sega f-í'instri-slegli. Fjórir þeirra höfðu þó verulega skerta hreyfingu í apexsvæði, þar af höfðu áður fengið framveggsdrep. Af 22 sjúklingum með brátt framveggsdrep dæmdust þrír sjúklingar hafa dæmigerð merki um segamyndun á apex-svæði, tveir þessara sjúklinga hlutu helftarlömun sem eftir klínísku mati og tölvusneiðmyndun samrýmdust blóðreki. Þriðji sjúklingurinn dó skyndilega u.þ.b. þremur vikum eftir áfallið. Af tæknilegum ástæðum var ekki unnt að útiloka né greina sega með vissu hjá þremur sjúklingum til viðbótar. Allir þrír sjúklingarnir sem greindust með sega höfðu dyskinetiska hreyfingu á apex-svæði. Af töflu II sést einnig að þessir þrír sjúklingar höfðu mun stærra hjartadrep metið eftir enzym hækkunum en aðrir sjúklingar með framveggsdrep. Af 10 sjúklingum með gamalt hjartadrep dæmdust tveir hafa sega í apex. Annar þeirra hafði raunar bakveggsdrep og fékk tímabundna lömum í handlegg væntanlega vegna blóðreks til heila. Tveir sjúklingar voru álitnir hafa bólgu í hjartavöðva. Annar þeirra var 24 ára gamall maður, sem fékk helftarlömun eftir hjartastopp. Ómskoðun samdægurs og þremur dögum seinna sýndi merki um sega í vinstri slegli og hypokinesiu á apex-svæði. Rannsóknin bendir til þess að sjúklingar sem fá stórt hjartadrep á antero-apikal svæði séu í mestri hættu að mynda sega og er það í góðu samræmi við aðrar nýlegar rannsóknir. STREPTOKINASA MEÐFERÐ VIÐ BRÁÐRI KRANSÆÐASTÍFLU Á ÍSLANDI Helgi Óskarsson, Jón Jóhannes Jónsson, Guómundur Þorgeirsson, Gestur Þorgeirsson, Ólafur Eyjólfsson, Þórður Haróarson. Lyflækningadeildir Landspítaians og Borgarspítalans. Á síðustu árum hefur segaleysandi meðferð við bráðri kransæðastíflu (BK), aðallega með streptokinasa (STK), færst mjög í vöxt. Á íslandi var slíkri meðferð fyrst beitt 1983. Sumarið 1984 hófst samvinna þriggja af stærstu sjúkrahúsum landsins, um að gefa STKmeðferð þeim sjúklingum með BK, sem uppfylltu eftirfarandi skilyrði: Tími frá byrjun einkenna að meðferð <4 klst, ST-hækkanir >2mm, einkenni sjúklings og EKG breytingar óbreyttar eftir gjöf 0.25 mg nítróglyceríns töflu undir tungu og tilteknar frábendingar fyrir segaleysandi meðferð ekki til staðar. Hér birtast helstu niðurstöður af árangri þessarar meðferðar frá upphafi hennar til loka ársins 1985. Samtals uppfylltu 35 sjúklingar þessi skilyrði, þar af tveir tvisvar sinnum (37 meðferðir). Af þeim voru tveir undanskildir frá uppgjörinu, þar sem þeir hlutu BK í eða rétt eftir hjartaþræðingu. Karlar voru 29 en konur 4. Meðalaldur 55,7 ár (42-71). Frá upphafi einkenna að meðferð liðu að meðaltali 138 mín (40-270). Töf frá greiningu að meðferð var að meðaltali 45 mín (10-100). Eftir 100 mg hydrokortison í æð, fengu allir STK í stórum skömmtum í bláæð á 1 klst. Fyrstu sex sjúklingarnir fengu skammta á bilinu 700-1000 þús. einingar, en hinir 1500 þús. einingar nema einn, þar sem meðferð var stöðvuð vegna hjartahnoðs. Strax í kjölfar STK var gefið heparin i æð, þar til blóðþynning með dicumaróli, sem hafin var á þriðja degi var talin fullnægjandi. Að öðru leyti var beitt hefðbundinni meðferð BK. Til marks um endurflæði um kransæð voru notuð eftirfarandi klínísk teikn: Skyndileg minnkun á brjóstverk, greinileg lækkun ST-bila og einkennandi takttruflanir innan við tvær klst frá upphafi meðferðar, auk snemmkominna hækkana á CK og CK-MB enzymum (toppur innan við 13 klst). Samkvæmt þessum skilmerkjum svöruðu 68% sjúklinganna meðferðinni. Ekki var marktækur timamunur frá upphafi einkenna að meðferð meðal þeirra sem svöruðu og hinum. Þeir sem ekki höfðu Q-takka í hjartariti við komu, virtust svara betur en hinir þó munurinn væri ekki marktækur. Þeir sem ekki fengu endurflæði höfðu allir Q-takka í hjartariti við útskrift, en einungis 40% þeirra sem svöruðu meðferðinni. Niðurstöður hjartaþræðingar eftir STK-meðferð liggja fyrir hjá 27 sjúklingum. Frá meðferð að þræðingu liðu að meðaltali 79 dagar (1-195). í 65% þeirra sem svöruðu meðferð klínískt var viðkomandi kransæð opin við þræðingu. Rúmlega 50% þeirra sátu uppi með >90% þrengsli í æðinni. Þeir sem ekki svöruðu klíníst höfðu lokaða æð í 85% tilfella. Samkvæmt hjartaþræðingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.