Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 7

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 323 Tafla II. Ný mótefni fundin hjá D-jákvceðum konum 1975-1984. *) Rhesus Kell Duffy MNSS Lewis Ár Anti- C C" C E i K Kp“ Fy* M Leb HLA Óþckkt Alls 1975 ................. - - - - - 1 - - - - - - 1 1976 ................. 1 - - - - 1 - - - 1 - - 3 1977 ................. - - - - - - - 1 - - - - 1 1978 ................. 1 - - - - 1 1 - - - - - 3 1979 ................. - - - 2 - - - - - - 1 - 3 1980 ................. 1 - 1 1 - 1 - - - - - 2 6 1981 ................. - - 3 - 1 - - 1 - - - - 5 1982 ............ -- 2 1 - 4 1 1 1 - - 1 11 1983 ................. - - 1 3 - 1 - - 2 - - - 7 1984 ................. 1 1 2 - - 2 1 3 2 - - 2 14 Samtals 4197111365115 54 *) Engin mótefni voru skráð á árunum 1970-1974. sýni sent úr helmingi þeirra á árinu 1978. Sex árum seinna var meðaltíðni rannsókna 1,42 á meðgöngu. Mynd 2 lýsir tíðni jákvæðra skimprófa. Alls fannst 151 nýtt mótefni. Þar af greindust 54 mótefni hjá fjörutíu og sjö D-jákvæðum og 97 hjá áttatíu D-neikvæðum konum. Þau ár, sem mótefnakönnun fór fram a.m.k. einu sinni í hverri þungun, fundust hlutfallslega fleiri mótefni hjá D-jákvæðum konum en hjá D-neikvæðum. Töflur II og III greina frá tegundum og skráningarárum mótefnanna. Hjá 16 konum fundust tvö mótefni samtímis (tafla IV). Munur var á dreifingu mótefnategunda hjá D-jákvæðum og D-neikvæðum mæðrum. Fyrri hópurinn greindist með mótefni í flestum helstu blóðflokkakerfum, en sá seinni með mótefni aðallega í Rhesus-flokknum. Mynd 1. Meðaltíðni skimprófa á hverri meðgöngu hjá Rhesus D-neikvæðum mæðrum 1970-1984 og hjá Rhesus D-jákvæðum mæðrum 1978-1984. Tafla V lýsir fjölda fyrri meðgangna áður en mótefnið fannst. Flest mótefna (34%) hjá D-neikvæðum mæðrum komu fram í annarri meðgöngu, en hjá D-jákvæðum greindust jafnmörg (25%) í annarri og í þriðju þungun. Mynd 3 sýnir greiningartíma hvers mótefnis miðað við lengd þungunar. Hjá D-neikvæðum konum voru flest mótefni fundin á síðustu þrem mánuðum meðgöngunnar eða 63% og 80% voru þekkt fyrir fæðingu. Hjá D-jákvæðum mæðrum voru 48% mótefna greind fyrir fæðingu, en fæst eða 4% greindust á sjötta til níunda mánuði þungunar. Flest þeirra greindust við fæðinguna sjálfa eða á næstu dögum eftir. Fjöldi blóðeininga, sem konur höfðu fengið áður en mótefnið var greint, er skráður í töflu VI. Fyrri blóðgjafir voru staðfestar í sjúkraskýrslum 9% D-neikvæðra og 49% D-jákvæðra kvenna. í Mynd 2. Tíðni jákvæðra skimprófa hjá D-neikvæðum konum 1970-1984 og D-jákvæðum konum 1978-1984.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.