Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ
117
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag íslands og
Læknafélag Reykjavíkur
lTr
74. ÁRG. - APRÍL 1988
RANNSÓKNIR Á
ÁFENGISNEYSLU OG
MISNOTKUN
Þó að áfengi hafi verið notað í árþúsundir til
gagns eða ógagns eftir atvikum er þekkingin á
notkun þess og verkun enn ófullkomin. Slík
þekking er nauðsynleg til að takast á við þann
vanda sem fylgir áfengisneyslu og afleiðingum
hennar. Að vísu hefur safnast saman mikill
þekkingarforði og er löngu vitað að áfengi er
hættulegt efni sem veldur breytingum á hegðun
fólks, sjúkdómum og dauða. Því er nauðsynlegt
að hafa hemil á notkun þess í heilsuverndarskyni.
Vegna mismunandi aðstæðna og hefða er
nauðsynlegt að rannsaka áfengisnotkun í hverju
landi sérstaklega jafnframt alþjóðlegum
samanburðarrannsóknum. Ekki er víst að alls
staðar hæfi sömu aðgerðir til að koma í veg fyrir
heilsufarslegar afleiðingar notkunarinnar þó að
sömu meginreglur eigi vafalaust alls staðar við.
ísland er um margt sérstakt, m.a. á sviði
áfengismála. Hér hefur ríkt mjög ákveðin
áfengismálastefna sem hefur haft það markmið
að halda neyslunni niðri. Árangurinn hefur verið
sá, að heildarneysla áfengis hér er enn hin lægsta
í Evrópu þrátt fyrir að neyslan hafi farið vaxandi
eftir því sem slakað hefur verið á hömlum. Hér
hafa komið upp öflugar fjöldahreyfingar sem
hafa haft mikil áhrif. Bindindishreyfingin var
mjög fjölmenn og öflug snemma á öldinni og
mótaði áfengismálastefnu þá sem síðan hefur
verið fylgt þó að fljótlega hafi verið horfið frá
áfengisbanninu sem ekki var algert nema á
árunum 1915-1917.
Á árinu 1949 vöru sett sérstök lög um meðferð
ölvaðra manna og drykkjusjúkra. I þeim var lögð
áhersla á sjúkdómslíkanið og kveðið á um að við
geðsjúkrahús ríkisins skyldi vera aðstaða til
rannsókna og meðferðar á þessum sjúklingum.
AA samtökin festu hér rætur upp úr 1950 og hafa
einnig haft mikil áhrif til þess að móta viðhorf til
áfengismisnotkunar og meðferðar hennar vegna.
Upp úr þeim var stofnað Bláa-bandið til að reka
hjúkrunarstöð og síðar Samtök áhugamanna um
áfengisvandamálið (SÁÁ) sem urðu hlutfallslega
jafn fjölmenn eftir miðjan áttunda áratuginn og
bindindishreyfingin var í byrjun aldarinnar.
Árangur þessara samtaka er sá að hér á landi er
nú meira framboð á sjúkrahúsmeðferð fyrir
drykkjusjúka en nokkurs staðar annars staðar.
Þegar ég lærði meinafræði 1949 taldi Niels
Dungal prófessor að skorpulifur af völdum
áfengis væri varla til á íslandi. Þá var
meðalneysla áfengis á ári rúmir tveir lítrar á mann
15 ára og eldri á ári. Skorpulifur var það sjaldgæf
að ekki var hægt að nota Jellineks jöfnu til að
áætla algengi drykkjusýki hér eins og gert var í
öðrum löndum. Bein talning gaf mun hærri
niðurstöðu. í störfum mínum fyrst eftir að ég
varð læknir fannst mér meira en nóg um fjölda
drykkjusjúkra. Meðan ég dvaldist við
framhaldsnám í Bandaríkjunum efaðist ég hins
vegar um hvort þeir sem ég hafði kynnst á íslandi
væru sjúkir, svo miklu verr voru hinir amerísku
drykkjusjúklingar farnir, sérstaklega að því er
varðaði líkamlega heilsu.
Þrátt fyrir lága heildarneyslu þjóðarinnar
reyndust líkurnar til að verða áfengismisnotandi
einhverntímann á ævinni vera tæplega 10% fyrir
karla sem voru fæddir rétt fyrir síðustu aldamót.
Dánarlíkur misnotendanna voru verulega meiri en
annarra íslendinga. Síðan sá hópur, sem þessi
rannsókn tók til, var á þeim aldri sem misnotkun
er mest áberandi hefur meðalársneysla áfengis
þrefaldast. Jafnframt benda niðurstöður
rannsókna sem gerðar hafa verið á síðari árum til
að líkurnar til að verða áfengismisnotandi hafi
aukist mjög verulega.
Á síðustu tuttugu árum hefur verið unnið talsvert
að rannsóknum á áfengisneyslu og afleiðingum
hennar m.a. fyrir tilstilli Áfengisvarnaráðs
ríkisins og er fjallað um nokkrar af þessum
rannsóknum í þessu tölublaði Læknablaðsins.
Upphaf rannsóknanna var athugun á
drykkjuháttum og aðstæðum ungra
ofdrykkjumanna. Þessi rannsókn leiddi m.a. í
ljós að ofdrykkjumenn höfðu byrjað að neyta