Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1988, Side 13

Læknablaðið - 15.04.1988, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 125 höfðu 16,1% á aldrinum 16-20 ára reynt kannabis einhvern tíma. Neyslumynstur alls hópsins var eins og kemur fram á mynd 5 (10). Aðeins 10% hafa engra fíkniefna neytt og aðeins 1% hefur reynt kannabis en neytir ekki áfengis. Langflestir, eða 87%, hafa neytt áfengis, 26% hafa einhvern tíma reynt kannabis og 3% hafa reynt önnur fíkniefni, þar með talin róandi lyf. Tæpur þriðjungur þeirra sem reynt hafa kannabis hafa gert það 10 sinnum eða oftar. Á hinn bóginn voru 5 ár eða meira síðan rúmur þriðjungur hafði neytt slíkra efna. Til þess að gefa frekari hugmynd um breytingar á neyslu annarra fíkniefna en áfengis, er hægt að bera saman fjölda þeirra sem lagst hafa inn á Kleppsspítala og síðar geðdeild Landspítalans vegna neyslu slíkra efna. Fram til 1960 er mjög sjaldan greind önnur fíkniefnaneysla en áfengi sem aðalástæða fyrir innlögn. Á árabilinu 1964-1980 eru milli 20 og 30 innlagnir árlega þar sem aðalgreiningin er misnotkun annarra fíkniefna. Framan af þessu tímabili eru konur í meirihluta og fíkniefnanotkunin aðallega róandi lyf. En munurinn milli kynja fer minnkandi og snýst raunar við, ef tekið er tillit til bæði aðalástæðu innlagnar og aukaástæðu. Hér hefur af handahófi verið valið árið 1980 úr ársskýrslum geðdeildarinnar til samanburðar við árið 1984. Á töflu I sést, að á árinu 1980 er önnur fíkniefnanotkun en alkohólismi greind 20 sinnum sem aðalástæða innlagnar, en 1984 64 sinnum. Samanburður af þessu tagi er að vísu varhugaverður, því að vera má að einhverjir séu tvítaldir. Til þess að fá örugga vitneskju um það hvort raunveruleg aukning sé á ferðinni, þyrfti að athuga hve margir væru að koma í fyrsta skipti hvort ár. Einnig kann að vera áherslumunur á, hvort neysla áfengis eða neysla annarra fíkniefna er talin aðalástæða innlagnar. Tölurnar í töflu II gefa líka vísbendingu um aukningu annarra fíkniefna. Heildarfjöldi innlagna á deildina vegna fíkniefnanotkunar er nokkuð svipaður bæði árin (tafla I), en aðrar fíkniefnagreiningar eru tvöfalt fleiri 1984 en 1980. Bæði árin er áfengismisnotkun greind fjórum sinnum oftar hjá körlum en konum, en hins vegar er önnur fíkniefnanotkun aðeins greind tvisvar sinnum oftar hjá körlum en konum. Áberandi er, að 1980 er fíkninotkun róandi lyfja greind mun oftar. Hins vegar var blönduð notkun ýmissa efna ekki greind það ár, en helmingur greininganna 1984 var slík notkun. Ef þessar tvær töflur eru skoðaðar saman sést einnig, að langflestir sem neyta annarra fíkniefna neyta jafnframt áfengis. Á töflu II sést loks, að sú breyting hefur orðið á þessu fimm ára bili, að á árinu 1984 virðist vera meira um notkun ólöglegra efna en á árinu 1980. Sýnir þetta kannski annars vegar aukna varkárni lækna við ávísun róandi lyfja, en hins vegar hættulega þróun í notkun ólöglegra efna sem fleiri en heilbrigðisstéttir þarf til að koma í veg fyrir. UMRÆÐA Eins og fram hefur komið er heildarsala (neysla) áfengis á íslandi lægri en á hinum Norðurlöndunum og raunar lægri en í nokkru öðru Evrópulandi (17). Þó að erfitt sé að fá sambærilegar tölur til að byggja á, er sennilegt að notkun á öðrum fíkniefnum sé einnig minni hér á landi, nema e.t.v. á kannabis. Á árunum 1979, 1980 og 1984 voru framkvæmdar kannanir í Bergen og Osló sem sýndu, að 9% 15-20 ára unglinga í Bergen höfðu notað kannabis, en 19,5% í Osló og 21,8% árið 1984 (18). Á árinu 1985 höfðu um 7% Norðmanna 15 ára og eldri reynt kannabis, fleiri í Osló (11%) en annars staðar, þar af 3% á síðustu 12 mánuðum fyrir könnunina (19). í Svíþjóð hefur ungu fólki, sem reynt hefur kannabis, farið fækkandi síðan 1980 niður í Tafla I. Fjöldi sjúklinga á geðdeild Landspítala 1980 og 1984 með aðalgreiningarnar áfengismisnotkun eða önnur fíkniefnanotkun. 1980 1984 Áfengismisnotkun....................... 570 564 Önnur fíkniefnanotkun................... 20 64 Samtals 590 628 Tafla II. Sjúklingar á geðdeild Landspítala 1980 og 1984 sem hafa fengið fíkniefnagreiningu. 1980 Karlar Konur 1984 Karlar Konur Áfengi ... 508 125 524 127 Önnur fíkniefni ... 111 52 211 95 Morfín ... 2 - 2 6 Róandi lyf ... 70 37 34 20 Kókaín ... 3 - 2 - Kannabis ... 11 6 15 9 Amfetamín ... 7 5 19 5 LSD ... 2 1 1 _ Mörg efni . . . - 110 45 Annað eða ótilgreint.... . .. 16 3 28 10

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.