Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1988, Page 17

Læknablaðið - 15.04.1988, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 129-36 129 Tómas Helgason ÁFENGISNEYSLUVENJUR OG EINKENNI UM MISNOTKUN 1974 OG 1984 ÚTDRÁTTUR Rannsóknir á áfengisneyslu íslendinga sem voru 20-49 ára 1974 og þeirra sem voru 20-59 ára 1984 sýna, að áfengisneytendum hefur fjölgað hlutfallslega, einkum konum og yngra fólki. Meðalneysla karla í hvert skipti minnkaði aðeins, en meðalneysla kvenna hélst svipuð. Hins vegar var drukkið oftar 1984 en 1974. Neysla léttra vína hefur aukist. Þrátt fyrir þessar breytingar á neysluvenjum sérkennist drykkja íslendinga áfram af ölvunardrykkju eins og sést af því, að tveir þriðju hlutar karla á aldrinum 20-49 ára sem neyta áfengis drekka venjulega 6 skammta eða meira í hvert skipti á árinu 1984. Algengi einstakra einkenna um misnotkun minnkaði aðeins á milli ára. Sé misnotandi skilgreindur sem sá er hefur einhver þrjú eða fleiri af 8 einkennum, fækkaði misnotendum frá 1974 til 1984. »Stórneytendum« fækkaði einnig. Vafasamt er hvort þetta stenst, þar eð svarhlutfallið var mun lægra 1984 og vitað er úr fyrri rannsóknum að misnotendur og stórneytendur eru fleiri meðal þeirra sem ekki svara. Þó hafði algengi áfengisfíknarinnar ekki breyst og fleiri höfðu leitað aðstoðar vegna áfengismisnotkunar 1984 en 1974. INNGANGUR Opinberar skýrslur um innflutning og sölu áfengis veita mikilvægar upplýsingar um heildarneyslu þjóðarinnar, þróun hennar og tengsl við ýmis vandamál sem fylgja áfengisneyslu (1). Þessar skýrslur veita upplýsingar um heildarmagn og skiptingu milli tegunda. Þær veita hins vegar ekki upplýsingar um hverjir það eru sem neyta áfengis og hvernig neyslan skiptist á milli manna á mismunandi tímum, hve mikið þeir drekka, hve oft, hvenær, hvað, hvar, hvers vegna né heldur hvernig neyslan breytist með tímanum hjá sama manni. Til þess að afla þessarar vitneskju er nauðsynlegt að framkvæma neyslukannanir með Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 16/09/1987. Samþykkt 04/01/1988. því að snúa sér beint til fólksins og spyrja, bréflega, simleiðis eða með heimsóknum. Val á aðferð veltur á ýmsu, svo sem kostnaði og tiltækum mannafla, og verður nánar fjallað um aðferðafræðina í annarri grein (2). Slíkar neyslukannanir þarf að endurtaka ef ætlunin er að fylgjast nánar með breytingum neyslunnar, annars vegar hjá sama fólkinu með hækkandi aldri og hins vegar með breytingum á neytendahópum sem verða með breyttum tíðaranda. Fyrsta könnun, sem gerð var hér á landi til þess að kanna drykkjuvenjur fólks, var í sambandi við athugun sem við Gylfi Ásmundsson (3) gerðum 1967 á hópi ungra ofdrykkjumanna og jafnöldrum þeirra sem ekki voru þekktir að ofdrykkju. Á árinu 1972 hófumst við síðan handa um viðamikla könnun á áfengisneysluvenjum Reykvíkinga, ásamt Jóhannesi Bergsveinssyni (4). Þessi könnun var látin ná til annarra Iandsmanna 1974 (5, 6). AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Til þess að leita svara við framangreindum spurningum var tekið 3,7% tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 20-49 ára úr hverju lögsagnarumdæmi landsins á árunum 1972 og 1974 (hér eftir kallað 1974). í úrtakinu urðu rúmlega 3.000 einstaklingar. Þeim voru send bréf og spurningalistar þar sem beðið var um áðurgreindar upplýsingar, en jafnframt var spurt um einkenni, sem bentu til misnotkunar og hvenær áfengis hefði verið neytt í fyrsta sinn. Á spurningalistanum voru 25 spurningar, sem vörðuðu áfengisnotkun, með mismunandi svarmöguleikum. Ennfremur var spurt um Tafla I. Úrtak til athugunar á áfengisneyslu 1974 og 1984. Núverandi aldur Hundraöshluti svara Úrtaksár Fjöldi 1974 1984 1974 1984 30-59 ára 20-29 ára 3.016 1.304 80,1 58,6 63,3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.