Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1988, Page 21

Læknablaðið - 15.04.1988, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 133 eða meira einu sinni eða oftar í mánuði eða 16 skammtar i hvert skipti sjaldnar en einu sinni í mánuði. Hjá konum er talað um stórdrykkju ef hún er 9 skammtar eða meira vikulega eða oftar, 10 skammtar einu sinni til þrisvar í mánuði eða 11 skammtar í hvert skipti sjaldnar en mánaðarlega. Algengi slikrar stórdrykkju meðal fólks á aldrinum 20-49 ára lækkaði úr 14,4% í 11,7%. Sé hins vegar litið á hlutfallið meðal þeirra sem svöruðu spurningunni um hve mikið þeir drykkju venjulega, lækkaði það úr 18,9% i 15,3%. Þessi munur er meiri en munurinn á algenginu og skýrist sennilega af því að neytendum fjölgaði en heildarsala áfengis á mann jókst ekki að ráði. Sömu skýringu má nota á muninum sem er á algengi einstakra einkenna hjá hópunum í heild og hlutfalli þeirra sem hafa einkenni meðal þeirra sem svara einstökum spurningum. Munurinn á algenginu og tíðni einstakra einkenna milli kannana er í mörgum tilvikum tölfræðilega marktækur. En óvissuþátturinn, sem skapast af því að svarhlutfallið í heild er mun minna 1984 og svarhlutfall við einstökum spurningum einnig minna, er það mikill, að ég hef valið að setja tölfræðiútreikningana ekki með í töfluna. Sennilegt er að í brottfallinu, þ.e.a.s. meðal þeirra sem ekki svara, séu hlutfallslega fleiri misnotendur og »stórdrykkjumenn« en meðal þeirra sem svara. Þetta kom fram í könnuninni sem við gerðum 1979. Þá voru hlutfallslega fleiri misnotendur frá 1974 í hópnum sem ekki svaraði (13). Líklegt er að svo sé enn, en þetta þarf að athuga nánar. Samkvæmt könnuninni frá 1979 mátti leiða að því líkur, að nokkrum hópi misnotenda hefði »batnað« á milli 1974 og 1979, en á hinn bóginn hefði komið nýr hópur, en þó minni (13, 14). Gera má ráð fyrir að í hópnum, sem fylgt hefur verið eftir í öllum þremur könnununum, finnist svipuð niðurstaða. Sú fækkun misnotenda sem kemur fram á töflunni tekur eingöngu til karla. Konum sem misnota áfengi hefur ekki fækkað frá 1974. Fækkun »stórdrykkjumanna« er eingöngu hjá körlum, en hjá konum er aukning á tíðni »stórdrykkju« úr 5,1% í 6,1% meðal neytendanna. Eru þessar niðurstöður í samræmi við breytingar á áfengisneyslunni, minnkun hjá körlum og aukningu hjá konum. Eins og sést á töflu IX eru einkenni, sem benda til misnotkunar, mjög tengd innbyrðis og við að hafa leitað aðstoðar og við »stórdrykkju«. Þó er fylgnin við stórdrykkjuna hvað minnst. Enda virðast margir frekar líta á hana, sem ofnotkun í einstök skipti sem þeir ráði við, heldur en misnotkun sem bendi til meiri vanda. Sérstaklega er áberandi á töflu IX hversu mikil fylgni er á milli þess að svarandi telji drykkju sína vandamál fyrir sjálfan sig eða fjölskyldu sína og annarra einkenna. Mikil fylgni er á milli þess að drekka meira en jafningjar og »vandamála« einkenna. Eins og við mátti búast hafa þessi einkenni mikla fylgni við það að hafa leitað aðstoðar. »Stórdrykkjan« er fyrst og fremst mikil drykkja, ofdrykkja, sem leiðir til ölvunar, en ölvunardrykkjan er sérkennandi fyrir áfengisnotkun íslendinga. »Stórdrykkjunni« eins og hún er skilgreind hér fylgja því ekki nærri alltaf önnur einkenni um misnotkun. Fylgnireikningarnir taka eingöngu til karla, þar eð mjög fáar konur höfðu sum einkennin og því meiri skekkjumöguleikar í tíðni og fylgnireikningi hjá þeim. Samkvæmt töflu VIII eru gleymska eftir drykkju og stjórnleysi mjög algeng einkenni og því varla eins sérkennandi og áður var talið (12) nema þau tengist fleiri einkennum eins og t.d. því að svarandi telji drykkjuna vandamál að eigin mati og þurfi afréttara daginn eftir drykkju. UMRÆÐA Niðurstöður þessara kannana á áfengisneyslu sem hér hafa verið gerðar að umræðuefni, verður að sjálfsögðu að skoða í ljósi ákveðinna takmarkana sem fylgja upplýsingasöfnuninni. Ekki er nema hluti úrtaksins sem svarar og sumir þeirra svara ekki nema hluta spurninganna. Þess vegna kemur upp vandinn hvernig eigi að meta niðurstöðurnar með tilliti til brottfallsins. Venjulega er reynt að bera saman þekkta lýðfræðilega þætti eins og aldur, hjúskaparstétt, búsetu og annað því um líkt hjá þeim sem svara og þeim sem ekki svara. Sé munur lítill og brottfallið óverulegt, er hægt að alhæfa frá niðurstöðum svarenda, ella þarf að meta hvaða áhrif munurinn geti haft og hve mikla óvissu hann skapi. Þetta var gert í rannsókninni 1974 (6) og við samanburð á rannsóknunum frá 1974-1979 (8). í rannsókninni 1974 reyndist brottfallið meira hjá körlum en konum, meira hjá þeim eldri en yngri, meira hjá ógiftum og fráskildum en giftum og meira hjá körlum þar sem ekki var áfengisútsala. Fyrirfram má búast við að tveir hópar, sem geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknanna en eru sinn á hvorum pól með tilliti til áfengisneyslu, láti hjá líða að taka þátt í rannsókn af þessu tagi eða

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.