Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.04.1988, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 145-54 145 Tómas Helgason, Hildigunnur Ólafsdóttir NORRÆN ÁFENGISNEYSLURANNSÓKN 1979 ÚTDRÁTTUR Helstu niðurstöður úr norrænni rannsókn sem gerð var á áfengisneyslu árið 1979 eru raktar. Spurningalisti var sendur til um 3.000 manna slembiúrtaks á aldrinum 20 til 69 ára í Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð.Markmiðið með rannsókninni var að gera samanburð á neysluvenjum áfengis og afleiðingum áfengisneyslunnar og kanna viðhorf til áfengis á Norðurlöndum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að ekki er hægt að meta skaðsemi áfengis eingöngu út frá heildarneyslu áfengis í tilteknu landi. Sama heildarneysla áfengis leiddi til meiri skammtíma vanda á íslandi og í Finnlandi heldur en í Noregi og Sviþjóð, þrátt fyrir það að áfengisneysla á íbúa er meiri í Finnlandi en á íslandi og meiri í Svíþjóð en i Noregi. Skaðlegar skammtíma afleiðingar áfengisneyslu virtust standa í sambandi við misháa tíðni ölvunar meðal þjóðanna, en ölvunartíðnin var hærri meðal íslendinga og Finna en meðal Norðmanna og Svía. íslendingar og Finnar sýnast íhaldssamastir í drykkjuvenjum og drekka áfengi á hefðbundinn norrænan hátt en Norðmenn og einkum Svíar hafa tekið upp drykkjuvenjur sem svipar meira til drykkjuvenja suðrænna þjóða. INNGANGUR Á árinu 1976 átti Norræna áfengisrannsóknanefndin frumkvæðið að því að koma af stað norrænni áfengisneyslurannsókn. Markmiðið með rannsókninni var að gera samanburð á neysluvenjum áfengis og afleiðingum áfengisneyslunnar og kanna viðhorf til áfengis á Norðurlöndum. Norræna áfengisrannsóknanefndin greiddi kostnað við samráðsfundi þeirra sem að rannsókninni stóðu, en ekki var nein sameiginleg norræn fjárveiting til þessa verkefnis heldur ætlunin að hvert land fjármagnaði rannsóknina hjá sér. Þegar til átti að taka reyndist ómögulegt Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 16/09/1987. Samþykkt 04/01/1988. að fá fjárhagslegan stuðning til rannsóknarinnar í Danmörku svo hætta varð við rannsóknina þar. Þetta er að sjálfsögðu mjög bagalegt, þar sem Danmörk hefur sérstöðu í áfengismálum meðal Norðurlandanna, en reglur um áfengissölu eru miklu frjálslegri þar en í hinum löndunum og heildarneysla áfengis meiri. Rannsóknin var því að lokum gerð í Finnlandi, íslandi.Noregi og Svíþjóð. Þeir sem unnu að henni voru Klaus Mákelá og Jussi Simpura frá Finnlandi, Hildigunnur Ólafsdóttir og Tómas Helgason frá íslandi, Ragnar Hauge og Olav Irgens-Jensen frá Noregi og Björn Hibell og Tom Nilsson frá Svíþjóð. Niðurstöður hafa þegar verið birtar í fjölda rita sem flest hafa verið gefin út fjölrituð á vegum Norsku áfengisrannsóknastofnunarinnar (Statens Institutt for Alkoholforskning) í Osló en sum hafa birst í norrænum og alþjóðlegum tímaritum. Yfirlitsgrein um rannsóknina birtist í Alkoholpolitik (1) og má þar sjá lista yfir aðrar skýrslur sem birst hafa um rannsóknina. Hér á eftir er ætlunin að kynna nokkrar helstu niðurstöður norrænu áfengiskönnunarinnar, og er að mestu leyti stuðst við það sem fram kemur í áðurnefndri yfirlitsgrein. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Eftir samráð milli þeirra sem að rannsókninni stóðu í Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð var sendur ítarlegur spurningalisti til þrjú þúsund manns í hverju landi á aldrinum 20 til 69 ára. Tekið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrám landanna. Höfð var fullkomin nafnleynd þannig að allir þátttakendur fengu sendan spurningalistann einu sinni og síðan tvivegis þakkar- og áminningabréf til þess að hvetja fólk til þess að svara. Spurningalistinn skiptist í fjóra kafla. Fyrst eru nokkrar spurningar um lýðfræðilegar breytur; aldur, kyn, hjúskaparstöðu, búsetu, skólagöngu, atvinnu og tekjur. Næst eru spurningar um áfengisneyslu, hversu oft menn neyti áfengis, hvað er drukkið og hve mikið hverju sinni og ölvun. Þar á eftir koma spurningar um viðhorf til

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.