Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 40
150
LÆKNABLAÐIÐ
hvaða athafnir er um að ræða. Mest var
andstaðan gegn því að dæma afbrot mildar vegna
þess að viðkomandi væri undir áhrifum áfengis.
Meirihlutinn taldi heldur ekki ástæðu til að taka
minna mark á orðum fólks, þegar það er undir
áhrifum áfengis en ella. Frekar væri hægt að
sætta sig við að verða sér til skammar undir
áhrifum áfengis eða lenda í rifrildi eða
handalögmálum.
Lítill munur var á svörunum á milli landa. Finnar
voru þó heldur harðari á afstöðu sinni en aðrir í
þá veru að áfengisáhrif gætu ekki minnkað
ábyrgð manna á eigin athöfnum. Ætla hefði mátt
að íslendingar, sem líta ölvun jákvæðari augum
en hinar þjóðirnar, teldu að áfengisáhrif
Tafla VIII. Hlutfall (%) áfengisneytenda á
Norðurlöndum sem finnst þeir hafa drukkið of mikið.
Finnland ísland Noregur Svíþjóö
Drukkið meira en viðkomandi ætlaði ... 49 49 40 41
Hræddur við að verða háður 11 14 7 7
Átt erfitt með að hætta 14 18 11 12
Ætti að drekka sjaldnar 27 28 16 18
Tafla IX. Hlutfall (%) neytenda sem hafa fundið til
timburmanna á síðstu 12 mánuðum.
Finnland ísland Noregur Svíþjóö
Taugaóstyrkur eða spenna Höfuðverkur eða 23 23 14 12
ógleði Ekki komist á fætur á 57 59 47 42
venjulegum tíma 23 27 22 16
Ekki komist í vinnu .. 11 15 6 4
Tafla X. Hlutfall (%) áfengisneytenda sem hafa orðið
fyrir nokkrum óheppiiegum afleiðingum neyslunnar
einhvern tíma á slðstu 12 mánuðum.
Finnland ísland Noregur Svíþjóð
Séð eftir e-u sem viðkomandi sagði eða gerði undir áhrifum .. 27 35 22 21
Verið háværari en venjulega 33 43 32 28
Eytt meiri peningum en ella 35 38 20 15
Lent í rifrildi við einhvern 15 26 10 11
Lent í handalögmálum eða slagsmálum 5 7 3 2
afsökuðu gerðir fólks, en svörin staðfestu það
ekki.
Skaðsemi áfengisneyslunnar. Margar
áfengisrannsóknir hafa beinst að því að kanna
félagslegar afleiðingar áfengisneyslu og hvaða
áhrif hún hefur á heilsu fólks. í þeim flestum
hefur tekist að sýna fram á samband á milli
áfengisneyslu og hærri dánartíðni vegna
skorpulifrar, umferðarslysa, og ákveðinna
ofbeldisbrota og að vandamálin aukast með
vaxandi áfengisneyslu (4).
í norrænu rannsókninni var eingöngu kannað
hver reynsla fólks væri af bráðum vandamálum í
tengslum við áfengisneyslu. Einnig var spurt um
það hvort fólk væri hrætt um að það drykki of
mikið og ætti í erfiðleikum með að stjórna
áfengisneyslunni. Tafla VIII sýnir hversu hátt
hlutfall þeirra sem hafa neytt áfengis á síðustu
tólf mánuðum telja sig hafa reynslu af þessu í
tengslum við eigin áfengisneyslu.
Á töflu VIII sést að skýr munur er á milli
landanna. Þessi vandamál eru algengust í
Finnlandi og íslandi en færri hafa þau í Noregi og
Svíþjóð. Það var algengt í öllum löndunum að
fólk drykki meira en það ætlaði sér, og nokkuð
hátt hlutfall íslendinga og Finna töldu að þeir
ættu að drekka sjaldnar.
Niðurstöðurnar eru svipaðar þegar spurt er um
timburmenn eins og sjá má á töflu IX. Hlutfallið
er hæst og mjög svipað meðal Finna og
íslendinga, en verulega lægra í Noregi og enn
lægra i Svíþjóð. Meirihluti þeirra sem neyta
áfengis á íslandi og í Finnlandi hafði fengið
höfuðverk eða fundið til ógleði vegna
áfengisneyslu og nokkuð margir höfðu ekki
komist á fætur á venjulegum tíma daginn eftir að
þeir neyttu áfengis.
Þegar aðrar afleiðingar áfengisneyslunnar eins og
áhrif á ýmsa hegðun eru kannaðar, er röð
landanna sú sama og áður eins og sést á töflu X.
Miklu fleiri í Finnlandi og á íslandi og fleiri í
Noregi en í Svíþjóð segjast hafa orðið fyrir
skaðlegum afleiðingum áfengisneyslu sinnar.
íslendingar verða oftar háværari en venjulega,
eyða meiri peningum og lenda oftar í rifrildi en
Finnar sem komast næst íslendingum en slíkar
afleiðingar eru sjaldgæfari hjá Norðmönnum og
Svíum.
Spurt var hvort fólk hefði ekið bifreið undir
áhrifum áfengis á síðustu tólf mánuðum. Þeirri
spurningu svöruðu 16% íslendinganna játandi á